31.1.2008 | 18:30
Hvenær verður byltingin?
Bjarni Ármannsson fékk 90 miljónir fyrir fjögurra mánaða vinnu í bankanum.
Margir þræla alla ævi og fá þó aldrei svona mikla peninga fyrir ævistarfið.
Er vinna Bjarna svona meira virði en annarra?
Eða er þetta orðið geðveikt?
Jú, jú, það er víst bara öfund að skrifa svona, segja sumir.
Ég segi nei. Það er lágmarks réttlætiskennd.
Hvernig getur Bjarni yfirleitt bara látið sjá sig meðal fólks, brosandi og strokinn.
En hann er víst bara yfir sig ánægður.
Hvenær verður blessuð byltingin?
Hvenær hrynur allt hrófatildrið?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:13 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það styttist alltaf í byltinguna það er ljóst,og varðandi venjulegt vinnandi fólk þá get ég ekki séð að það breyti neinu hvort við segjum nei strax í dag eða eftir fimm ár,við verðum hvort eð er búin að tapa aleigunni í vaxtarugli og kúun þá.Svo ég segi hreint út byltinguna núna strax og hana nú.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.1.2008 kl. 19:59
Góð spurning.
Guðrún Markúsdóttir, 31.1.2008 kl. 20:16
Það eru komnar "yfirstéttir",sem hafa samvinnu sína á milli um ofurlaun.Þeir hafa engin siðferðismörk,auðhyggjan og græðgin ræður ferðinni.Þjóðin lætur þetta möglunarlaust yfir sig ganga.Þessir ofurlaunamenn sigla sléttan sjó,þeir þurfa ekki að óttast neinn mótvind.Er ekki þjóðin að dásema útrás víkinganna? Það er arfavitlaus þjóð,sem lætur svona hluti yfir sig ganga.
Kristján Pétursson, 31.1.2008 kl. 21:38
Byltingin étur börnin sín var sagt. Auðvitað er öllum misboðið nema milljónamóttökurum. Hvað vildi blaðamaðurinn?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:54
Alvarlegust eru skilaboð svona gjörninga til barna okkar og unglinga. Verið er að ala á öfund og brengluðu verðmætamati; allt á fást fyrir ekkert og ærlegt handtak er lítils virt. Um daginn sá ég númeraplötu á nýjum, 15 millj. króna jeppa. Á plötunni stóð: AFI NR. 1 . Segir allt sem segja þarf...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 31.1.2008 kl. 22:40
Auðvitað er þetta bara öfund, getum við ekki samglaðst þeim sem vel gengur hjá. Við fæðumst fæst með silfurskeið í munni, atorka okkar og seigla skilar öllum góðum árangri sem vilja. En svo eru þeir sem velja Bakkus, nenna ekki að menntasig nenna ekki að vinna, þykjast vera rithöfundar eða listamenn og telja sig misskilda í stað þess að fara að draga björg í bú. Ég er þessi á fimmtán miljónajeppanum sem kostaði reyndar ekki nema þrettán og hálfa.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:47
Mein Gott!
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 00:50
Mér finnst nú listamenn og rithöfundar, margir hverjir, jafnvel þó misskildir og bláfækir séu, oftast nær skilja eftir sig fágætari dýrgripi og ómetanlegri listaverk komandi kynslóðum til handa, heldur en seigustu aurapúkana getur nokkru sinni dreymt um að komast yfir á heilli mannsævi.
Svava frá Strandbergi , 1.2.2008 kl. 01:35
Það eru þrjár stéttir í landinu, Hin Ofur-Ríku, Meðal-Jónarnir og Meðal-Jónurnar, og svo við Fátæka Fólkið.
Íslendingar eru alltof sljóir til að hafa vit á að gera byltingu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 10:18
Satt hjá ykkur báðum, megameyjum, Guðnýju Svövu og Grétu Björg.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 11:33
Ómar, það þarf ekki Bakkus eða leti til, stundum er nóg að hafa alla tíð unnið í láglaunastörfum, það er að segja við að huga að velferð náungans, og hafa þess utan lent í áföllum, svo sem alvarlegum veikindum, til þess að geta í dag kallast fátæk/ur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 12:10
Mér er alveg sama um 90 milljónirnar hans Bjarna Ármannssonar. Hann er með svo lítinn tittling, að hann þarf líklega svona bitling.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.2.2008 kl. 21:19
Vilhjálmur þó! Þér yrði nú ekki sama ef einhver færði þér 90 miljónirnar á silfurfati.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 21:42
Við] sem alin erum upp undir ofbeldi þeirrar fölsku heimspeki, að mennirnir séu í innsta eðli sínu skítug og eigingjörn dýr, að lífið sé og eigi að vera ruddaleg samkeppni, þar sem sá duglegasti hafi siðferðilegan rétt til að bola keppinautum sínum frá gæðum heimsins, þar sem jafnvel þeir, sem telja sig til jafnaðarstefnunnar, eru svo eitraðir af ólyfjan þessarar lífsskoðunar, að þeir snobba alveg eins og hinir fyrir slungnum ræningjum, er komist hafa ofan á í þjóðfélaginu, í stað þess að skapa voldugt almenningsálit, sem gerði þessum fínu rándýrum með öllu ólíft í samfélagi siðaðra manna.
Þetta er úr Rauðu hættunni eftir Þórberg Þórðarson og er hnuplað af bloggsíðu Tótu minnar pönk. Það nær alveg þessu sem ég er að fara með þessaro færslu hvort sem Ómari, sem á bara 13 miljóna jeppa, líkar betur eða verr !
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.2.2008 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.