Kaffihús fína og fallega fólksins

Stefán vinur minn kom til mín í dag og við fórum á kaffihús. Hann var að að koma frá Angóla og  var svo yfirmáta hress og glaður yfir ferðinni að ef ég væri í uppnefniham myndi ég kalla hann Stebba stuð. Ég var hins vegar með hausinn niðri í bringu allan tímann af því ég hef bara ekki verið í sambandi í heila viku. En þetta er allt að koma. Ég fékk mér einmitt í dag gríðarlega kraftmikinn ráter sem á að kippa mér í almennilegt samband við bæði guð og menn. Hann verður tengdur á morgun af til þess gerðum hæfum spesjalista. Ef ég myndi reyna að tengja yrði ég eflaust sambandslaus bæði þessa heims og annars um alla eilífð.  

Við sátum á kaffihúsinu AMOKKA, þar sem ég hitti í fyrsta skipti hana Tótu pönkínu, öðru nafni Búlgarína, þriðja nafni the indescribable catwoman, sem ég les á hennar eigin bloggsíðu að einhver af “skárri kunningjum” hennar segi að sé vitlaus og vambalaus. Mér þætti gaman að sjá framan í þennan kunningja sem skrifar henni svona dónalegt bréf. Aldrei í lífinu myndi ég gera það. Þegar ég var lítill, og ég var alveg óvenjulega lítill þegar ég var lítill eins og ég hef ljóstrað upp áður á þessari síðu, var þetta reyndar alltaf sagt við mig í tíma og ótíma af henni ömmu gömlu en afi var löngu dauður og gat því lítið sagt.

 

Þarna á kaffihúsinu voru ýmis stórmenni. Þar var Gísli Marteinn með bakpoka á herðunum. Hann var samt beinn í baki og helvíti brattur. Hans ok er greinilega ljúft og byrði hans létt. Eva María, sæta viðtalínan í Kastljósi, var líka á staðnum með einhverjum strákum. Og svo var ég þarna.

 

Líkast til er AMOKKA kaffihús fína og fallega fólksins.  

 

Og víkjum nú að alvöru lífsins: Mér var að berast tilkynning um póstsendingu sem ég á að sækja. Guð minn almáttugur! Hver skyldi nú vera að senda mér mistilbrand í pósti? Það hlýtur að vera einhver af allra verstu kunningjum mínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband