Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum

Á þessari bloggsíðu birtast nú á netinu í fyrsta sinn allar frásagnir um íslenskt veðurfar úr sæmilega trúverðugum annálum, fornritum og öðrum heimildum. Einnig er tekið með annað náttúrufarslegt efni, svo sem eldgos og jarðskjálftar, halastjörnur og sólmyrkvar. 

Svokölluðum fornannálum, sem ná til 1578, er hér raðað í árfærslunum eftir númerum, eins og hefð er fyrir, en líka nafni svo lesandinn hafi allt á hreinu. Ekki er allt efni tekið alveg óbreytt eftir hverjum fornannál um sig heldur er hvert efnisatriði aðeins haft eftir einum annál til þess að forðast of mikið stagl. Vísað er þó til hinna annálanna með tölum þegar þeir segja alveg frá sömu efnisatriðum en ef til vill með mismunandi orðalagi. Sé hins vegar einhverjum nýjum efnisatriðum bætt við viðkomandi atburð í einhverjum öðrum annál er tekið með það sem hann segir um málið. Stafsetningu fornannála er breytt til nútímaháttar.

Á wordskjali 03 er þó reyndar hægt að sjá allt efnið óbreytt úr fornannálunum eins og þeir standa frá 870-1578. 

Allt sem yngri annálarnir, frá og með Skarðsannál, segja um veður hver um sig finnst hér alveg óbreytt. Þeim annálum er raðað réttsælis kringum landið eftir ritunarstað þeirra. Þannig er byrjað á suðurlandi og haldið vestur og norður um og endað á austurlandi en engir annálar voru ritaðir á suðausturlandi. Stafsetningu yngri annála er haldið.

Nánari skýringar á þessu öllu og þvi hvaða heimildir liggja hér á baki er hægt að lesa í wordskjali 01skyringar, sem er neðsta skráin.  

Hægt er að lesa öll árin frá 870 til 1924 í samfellu á wordskjali 02ollarin.   

Að öðru leyti er hægt að fletta upp hverju ári um sig, og eru þó stundum nokkur önnur ár á sömu síðu (um sum ár er ekkert sagt í annálum), eins og auðskilið ætti að vera á eftirfarandi wordskjölum. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingveldur Róbertsdóttir

Til hamingju!

Ingveldur Róbertsdóttir, 5.10.2006 kl. 16:57

2 identicon

Enn meiri hamingjuóskir!
Skráin heitir hér eftir „Sigurðarannáll hinn meiri“ eða kannski „Skúlagötuskjalið“ (sem uppistaða í glæpasögu þar sem .. )
Trausti

Trausti Jónsson (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 23:51

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir það. En gæsalappirnar virðast þarna hafa eitthvað misfarist.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.10.2006 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband