Töffarinn sem kom inn úr kuldanum

Ég hef alltaf sagt að hann Mali sé sá allra svalasti.

Í gær var ég að afísa ísskápinn. Hólfið var allt bólgið og þrútið af alltof gömlum ís. Ég hafði opinn skápinn og líka íshólfið. Fór svo inn í stofu og las Blekkingu trúarinnar eftir gamla góða Freud. Snéri  svo aftur fram að gæta að skápnum eftir nokkurn tíma.

Og viti minn! Hver hafði þá ekki hreiðrað um sig í íshólfinu öllu storknuðu af ís nema hann Mali. Og malaði sem aldrei fyrr.

Löngu seinna kom hann tiplandi inn í stofuna og hélt þar áfram að mala í gluggakistunni.

Þetta var sagan um  allra svalasta töffarann sem kom inn úr kuldanum.

Ég held að Mali sé nú samt dálítið skrýtinn eitthvað. Kannski dregur hann dám af föður sínum. Nema hvað hann er algjör föðurbetrungur af bæði andlegu og líkamlegu atgervi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mali svali er fínt nafn á njósnara.

En var þetta með andlega og líkamlega atgervið ástæða þess að Mali fékk ekki að vera með á myndinni í Fréttablaðinu í gær...? Þorðirðu ekki í opinberan samanburð?

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: halkatla

 - ótrúlegt dýr. En hérna, varðandi Freud, þessi tiltekna bók gerði mig að freudista því engum hefur tekist að láta trúleysi meika sense einsog hann, það meikar ekki sense en rökin hans eru rosaleg og mér varð ekki um sel.

halkatla, 3.2.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Trú meikar aldrei sens og ætlar sér það  ekki! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Hahaha ... heldurðu að hann "samt dáldið skrýtinn eitthvað" ... þrátt fyrir öll ofureðlilegheitin sem lýst er í færslunni?
Mínir myndu fyrr fá sér sundsprett í sjóðandi grautarpotti en að fá sér lúr í frystihólfi ...

gerður rósa gunnarsdóttir, 4.2.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband