Einu sinni, einu sinni enn

Í gær fékk ég athugasemd frá Hildigunni Rúnarsdóttur tónskáldi inn á bloggið mitt um það að mín væri saknað sem tónleikakrítikers. En gaman! Manns er bara saknað!

En þá get ég glatt hysteríska aðdáendur mína nær og fjær með því að ég mun krítisera í Fréttablaðið  tvær íslenskar sinfóníur sem fluttar verða á Myrkum músikdögum nú á fimmtudaginn. 

Þetta er svona sérverkefni en klassísk tónlistargagnrýni er að öllu jöfnu ekki birt í Fréttablaðinu. Þar veður hins vegar poppið uppi eins og reyndar alls staðar annars staðar.

Sem sagt: "Skemmtilegasti tónlistargagnrýnandinn" er að fara að leggja í hann "einu sinni, einu sinni enn".   

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég les ekki tónlistargagnrýni, sorrí, en má ég samt teljast í hysteríska hópnum áfram?

halkatla, 5.2.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú Anna Karen hefur nú alltaf verið sú allra hysterískasta!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 20:24

3 identicon

Sæll Sigurður og þakka þér enn og aftur fyrir alla flottu pistlana þína. Gott að heyra að þér er saknað af tónlistarmönnum. Þú ert sá eini sem ég þekki sem dæmir tónlist ekki eftir þínum eigin smekk. Það er það sem er að drepa þessa tónlistargagnrýnendur að þeir dæma alltaf eftir eigin smekk. Óþolandi. Ætti ekki að eiga sér stað. Sérstaklega Ríkharður Pálsson. Það er pottþétt ef hann skrifar illa um eitthvað hefur það verið gott. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, ég er fullkomega smekklaus á tónlist.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 21:14

5 identicon

Heheheh  góður, nei kappinn, það ertu ekki langt í frá. Þínir dómar hafa alltaf verið´vel ígrundaðir og "functional" og sjaldan sá maður, mér finnst þetta, og mér finnst hitt. Nei góði minn, ég hef alltaf tekið mark á þér einnig þegar þú hefur skrifað um mig. Og aldrei gefið mér slæma umsögn kappinn. Einu sinni fengið slæma dóma og átti þá svo sannarlega skilið. Uss þvílík villa, sem ég hef sett inn í fyrra bloggið, afsakið, auðvitað er þín saknað, en ekki þér, . Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:30

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Heyrðu Bumba, þú ert greinilega músikanta, ertu kannski hin umtalaða Bumba trumba?!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 22:43

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég legg ekki í vana minn að lesa gagnrýni - enga gagnrýni. En ætli maður kíki nú ekki á þetta hjá þér þótt ég hafi eiginlega bara tvær skoðanir á allri tónlist = góð eða ekki góð.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:58

8 Smámynd: halkatla

halkatla, 6.2.2008 kl. 01:00

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þið skvísur verðið endilega að fara að lesa gagnrýni - þið sem eruð svo mikið fyrir að krítisera.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband