Er doktor Jósef Mengele endurborinn?

''Ökumaður ber lögregluna á Selfossi þungum sökum og segir hana hafa beitt sig ofbeldi við sýnatöku árla dags á föstudaginn. Hlaut maðurinn áverka vegna viðskipta sinna við lögreglu og hefur ráðið sér lögfræðing til að kanna stöðu sína. Vegna gruns um ölvunarakstrur stöðvaði lögreglan bíl mannsins. „Um leið og ég settist inn í   lögreglubílinn byrjuðu þeir að ausa yfir mig svívirðingunum og kölluðu mig hálfvita og aumingja," segir hann en viðurkennir að hafa ekið eftir að hafa drukkið tvö bjóra.

Þegar taka átti blóðsýni af manninum eftir að komið var á lögreglustöðina „Þá kom þarna einhver maður sem mér var sagt að væri læknir. Ég er mjög hræddur við nálar og bað því um að maðurinn framvísaði einhverjum gögnum til að færa sönnur á að hann væri læknir. Þá réðust skyndilega þrír lögreglumenn á mig og héldu mér á meðan þessi maður dró úr mér blóð." Manninum var  mjög brugðið en hann hlaut áverka vegna átakanna. „Þeir tóku mjög fast á mér en ég veitti enga mótspyrnu. Ég er rispaður og marinn eftir þá og get engan veginn sætt mig við þessa meðferð."

Það er ýmislegt athyglisvert við þessa frétt úr "24 stundum" í dag. Í fyrsta lagi að lögreglumennirnir skyldu byrja á því að ausa svívirðingum yfir manninn. Í öðru lagi að honum skyldi hafa verið haldið af þremur lögreglumönnum fyrir það eitt fara fram á það að læknirinn ávísaði einhverjum skilríkjum um það að hann væri í rauninni læknir.

Einmitt góður punkur. Við erum krafin um persónuskilríki af fulltrúum ríkisvaldsins í tíma og ótíma og er þá nokkuð athugavert við það að við förum fram á það sama þegar búningar gefa það ekki beinlínis til kynna að um fulltrúa ríkisvaldsins sé að ræða. Eða er það túlkað sjálfkrafa sem mótþrói  af lögreglunni ef maður í þessari stöðu fer fram á það sem hann gerði?

Og hver er þessi læknir? Er þetta sami læknirinn og tók þvagsýnið úr konunni á Selfossi í fyrra? Hvernig í ósköpunum getur hann fengið sig til að vinna læknisverk undir ofbeldi?

En það gildir það sama með þetta atvik og þvagleggsmálið. Fyrst af öllu á gera lækninn ábyrgan fyrir að framkvæma læknisverk með ofbeldi. Alltaf er ráðist á lögregluna sem fyrsta kost jafnvel þó um læknisverk sé að ræða. Læknirinn gæti alveg sagt: Herrar mínir! Við þessar aðstæður vinn ég ekki verkið. Eru læknar aumingjar sem engu voga sér gegn valdinu?

Hvernig stendur eiginlega á þessari linku sem höfð er við lækna sem gerast samsekir um ofbeldi í læknisverkum sínum? Þeir eru ábyrgir fyrir læknislega þætti verksins í svona tilvikum. Samt er aldrei hróflað við þeim og þeir þurfa ekki að standa við afleiðingar gerða sinna. Nöfn þeirra koma ekki einu sinni fram.

Eitt er eftirtektarvert við svona aðstæður. Ríkisvaldið hefur mörg vitni gegn einum borgara sem stendur alveg einn. Það getur því hagað sér eins og því sýnist. En ekki minnkar níðingsskapurinn við það. 

En ég endurtek: Hver er þessi læknir?

Veit nokkur það? Kannski dr. Jósef Mengele endurborinn?         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Skrítið að þurfa þrjár löggur ef maðurinn ungi var salla rólegur trúi hver sem vill.

Þorkell Sigurjónsson, 5.2.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sýna vald sitt Keli! Ég trúi þessum manni alveg eins og vitnisburði lögreglunnar. Hann hlýtur líka að gera sér grein fyrir því hvað hann setur sig í viðkvæma stöðu: Ha, Þrír lögreglumenn, sá  hefur verið dýróður!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: halkatla

svona löggusögur valda mér þvílíkum hrolli, úff að það sé ráðist á mann með nálum og dóti, horror bara

halkatla, 5.2.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvernig vitum við að vanti nokkuð í söguina? Það er augljóslega verið að gefa í skyn að maðurinn hafi verið með einhver llti umfram að spryja lækninn hvort hann hefði passa upp á það sem mér finnst alveg sjálfsagt og allir ættu að gera héðan í frá.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 17:15

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hélt að mönnum væri uppálagt að fara með menn á spítala í blóðtökur?  Þar hefði hann bæði mátt treysta því að læknir sæi um blóðtökuna, sem og að fyllsta hreinlætis væri gætt.  Vona að lögguhelvítin fái það óþvegið. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2008 kl. 17:18

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eftir höfðinu dansa limirnir, þegar þessi ákveðni sýslumaður ríkti heima hjá mér, þá voru ýmsar svona uppákomur daglegt brauð.  Farið var með fíkla og alka eins og ég veit ekki hvað.  Margra klukkutíma leit í heimahúsi, án neinna kvartana,og leitarheimildar "af því að dyrnar stóðu opnar" var skýringin,  svo líklegt af menn voru að fremja eitthvað sem ekki þoldi dagsljósið.  Húsráðandi settur í handjárn svo að stór sá á honum,   Fundu einhverja gamla pípu með o,o eitthvað gramm sem hægt var að skafa inn úr hausnum, af hassi og dæmt fyrir.  Kona sem var á skilorði tekin niður í miðbæ gangandi og látin blása í blöðru.  Innrás í annað heimili með rambóleik, þar sem notað var kúbein til að brjóta upp hurðina.  Já, sem betur fer erum við laus við þennan mann, og allt miklu skaplegra og betra síðan þar.  En hve lengi á maður sem hefur allt sem hann hefur gert að fá að halda embætti?  En auðvitað er hann góður og geng sjálfstæðismaður, það er sennilega vottorðið sem þarf.  Það er ýmislegt sem rifjast upp fyrir mér þegar ég heyri fréttir af Selfossi, það get ég sagt ykkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2008 kl. 17:58

7 Smámynd: corvus corax

Hvernig er það, er ekki videoupptökuvél í öllum lögreglubílum? Er ekki hægt að krefjast þess að það verði lagt fram til að sanna eða afsanna framburð mannsins um svívirðingar lögregluþjónanna í hans garð? Eða eru þessar upptökur bara ætlaðar til nota þegar þarf að klekkja á þeim sem teknir eru inn í bílinn? Ég hef grun um að svo sé. Einu sinni treysti ég lögreglunni mjög mikið. Svo starfaði ég sjálfur sem lögregluþjónn í sumarafleysingum. Síðan hef ég ekki treyst lögreglunni, því miður.

corvus corax, 5.2.2008 kl. 18:35

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við votum að ekki. En við höfum einn vitnisburð. Óþarfi að draga hann fortakslaust í efa þar til annar vitnisburður kemur fram sem hnekkir honum. Hann kemur samt aldrei, sannaðu til. Það er eðli valdstjórnarinnar að þegja. Það sýnir samt ekki maðurinn fari rangt með.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband