9.10.2006 | 20:39
Frábærir innflytjendur
Það er orðið áberandi hvað útlendingar eru margir við afgreiðslu í búðum. Í dag rakst ég inn í fatabúð og fór að skoða vetrarklæðnað. Það afgreiddi mig ótrúlega ljúf og eðlileg kona sem er alla leið frá Ukraínu. Hreimurinn á íslenskunni hennar var fullur af mýkt og framkoma hennar var afburða sjarmerandi. Mjög ólík þessum hryssingslegu og fýlulegu Íslendingum. Í matvörubúðinni minni er líka oft útlend skvísa að afgreiða og talar kolruglaða íslensku. En almennilegheitin og broshýran eru ósvikin og tala sínu skiljanlega máli.
Um daginn fór ég um hálfan bæinn til að kaupa eina tengisnúru og mætti alls staðar skætingi og illsku frá sjálfumglöðum löndum mínum svo ég var niðurbrotinn maður þegar ég staulaðist uppburðarlaus inn í afskekkta snúruverslun. Þar kom á móti mér kolsvartur gaur, brosandi af hlýju og kaþólskri hamingju og hreinlega vafði snúrunni sem mig vantaði um sálina í mér. Hann sagði að ég væri alltaf velkominn aftur og það fór ekki á milli mála að hann meinti það. Ég var glaður og kaþólskur það sem eftir var dagsins.
Mikið er það ánægjuleg þróun að fólk sé farið að afgreiða í búðum sem maður er ekki skíthræddur við. Vonandi eykur þetta útlenda og frábæra fólk kyn sitt sem mest með Íslendingum af gamla harðlífisskólanum.
Það veitir sannarlega ekki af að bæta þjóðareðlið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 20:02 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Meintur rasismi minn leyfir mér eiginlega ekki að taka undir með þér. En samt geri ég það. Í dag afgreiddi mig indverjabrúnn maður á Essó (þar sem tónlistarhúsið á að rísa) og hann var svo indæll og brosandi og elskulegur að ég hafði bara eiginlega aldrei séð annað eins. Ég fór kátari heim til mín og var innilega þakklát þessum brosmilda manni.
Ég fagna fjölbreytninni... þó að öfgasinnaðir múslimar séu ekkert efst á vinsældalistanum.
Tóta pönk (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 01:18
En hvar á vinsældalistann á að setja öfgasinnaða pönkínu?
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.10.2006 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.