Fyrsti haustsnjórinn á láglendi

Nú hefur fyrsti haustsnjórinn fallið á láglendi. Það var við Ísafjarðardjúp og á Ströndum. Í Bolungarvík mældist snjdýptin 4 cm en jörð var þó aðeins talin hálfhvít. Í Litlu-Ávík á Ströndum var alhvít jörð og snjódýptin 2 cm og sama dýpt var í Æðey þar sem jörðin var talin hálhvít. Hiti á þessum slóðum var í  kringum frostmarkið í alla nótt. Þarna fellur oft fyrsti haustsnjórinn og þess má geta að 8. október 1987 var snjódýptin í Æðey heilir 28 cm.

Fyrsti snjór til að festast að morgni í Reykjavík féll svo snemma sem 9. september. Það var árið 1926 en snjódýptin var aðeins 0.2 cm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Vissi ekki af færslum þínum. Hér vantar ekki fróðleikinn og samanburðinn í veðrinu.

Kveðja

Einar Sv

Einar Sveinbjörnsson, 13.10.2006 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband