Misskipt veðurgæðunum

Þeim er misskipt veðurgæðunum. Í nótt voru mikil hlýindi á austfjörðum í vestanáttinni. Á Dalatanga lá hitinn í 13-14 stigum. Á sama tíma var 5 stiga frost í Róm í bjartviðri og eitthvað svipað í Aþenu í skýjuðu veðri. Snjóað hefur á Krít og þar hefur hitinn tímunum saman verið kringum 1-2 stig sem er sannarlega sjaldgæft.

Hvernig skyldi Zoa hafa það og Spottalingurinn að ekki minnist ég ógrátandi á aumingja Míó minn. 

Hæðin yfir V-Evrópu sem hér stuðlar að hlýindunum (ásamt lægð á Grænlandshafi) veldur norðlægum áttum frá Rússlandi yfir Grikkland og allt til Afríku en lægðasvæði yfir Tyrklandi hjálpar til. Í Istanbul er snjódýpt 12 cm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú þorðir ekki að veðja við mig, kjúklingurinn þinn! En ég sé að þú ert orðinn auglýsingalaus eins og ég. Ætli við höfum ekki verið með þeim fyrstu. Þetta er allt annað líf!

Nú er að verða hvítt yfir aftur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, nú er það svart, allt orðið hvítt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 15:14

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju Sigurður, gott að þú ert farinn að blogga aftur.

Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Við hundarnir erum í snjókasti alla daga - nema í dag því nú er bara komin leiðindarjómablíða ... Svo kom líka þrumuveður í viðbót við snjókomu og haglél eitt kvöldið - svoleiðis vantar alveg í veðurflóruna á Íslandi; almennileg þrumveður sem hrista allt og skekja :) Eina uppbótin fyrir vöntun á norðurljósum hérna suðurfrá - einnig er skýjafarið stórum skemmtilegra hérna, á haustin og vorin - semsagt: sátt

gerður rósa gunnarsdóttir, 20.2.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ Siggi. til haminingju með sigurinn gegn auglýsingafarganinu.
Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en núna rétt áðan. Og ég var ekki lengi að losa mig við blikkandi auglýsinguna. Allt annað líf!

Svava frá Strandbergi , 20.2.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband