Últra hálfvitar

Í dag hef ég verið að koma upp nýjum bókaskáp sem ég var að kaupa undir allar gullaldarbókmenntirnar mínar. Ég er því varla til stórræðanna á blogginu.

Þó get ég alveg sagt sannleikann um þessa sigurvegara í Evróvisjón eftir því sem framkoma þeirra í Kastljósi og víðar gefur til kynna. 

Þetta eru augljóslega últra hálfvitar sem munu verða þjóðinni til skammar hvar sem þeir koma.

Lagið og flytjendurnir eru gjörsamlega glataðir.

Svo lýsi ég undrun minni yfir þeirri lágkúru sem Kastljós er alltaf að daðra við. Þátturinn er stórt skref aftur á bak miðað við það sem boðið var upp á þar á undan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi, það var gott að vita sannleikann.

Þröstur Unnar, 25.2.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Var nú einhver að segja eitthvað ljótt um Júró í Kastljósinu? Missti af því og veit ekki hvort ég nenni að setja mig inn í Júrómál... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.2.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Heidi Strand

http://jp.dk/webtv/musik/?movieId=15530&Id=1277702

Með kveðju frá Danmörku

Heidi Strand, 25.2.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Best sem vitlausast - fólk virðist fá það, sem það á skilið..eitt alls herjar JúróKastljós.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.2.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Heidi Strand

Juróvísjon er vinsælt sjónvarpsefni og menningarviðburður á Íslandi.

Heidi Strand, 25.2.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Er þér eitthvað uppsigað við Júgurvisjón?  Þátturinn á laugadagskvöldið virkaði svo undur vel á mig að ég steinsofnaði.

Ágúst H Bjarnason, 25.2.2008 kl. 22:12

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég lít ekki svo á að hér sé um nöldur að ræða Halla. Það er nánast samdóma álit góðra tónlistarmanna, hvort sem það er í klassíska eða poppgeiranum, að Evróívisjón sé samnefnari fyrir það lægsta í tónlist, sannkallað trash og þjóð sem stendur á öndinni yfir þessu er varla mjög tónlistarþroskuð. Í útlöndum skiptir þessi keppni fólk litlu máli en hér á landi er alt í hers höndum á hverju ári þrátt fyrir hverja sneypuna annarra verri.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 08:51

8 Smámynd: Heidi Strand

Ég horfði svo á Kastljós á netinu og ég get ekki annað en að vera 100% sammála Sigurði.

Heidi Strand, 26.2.2008 kl. 09:14

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála þér Sigurður með þetta. Við íslendingar ættum að hætta þáttöku í þessum Eurovision og halda frekar innlenda tónlistarkeppni til að hæfileikafólk geti komið sér á framfæri. Lögin yrðu þá með öðrum hætti. Þessi lög þarna í Laugardaslögunum eru samin fyrir Euro trash keppnina.

Marta B Helgadóttir, 27.2.2008 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband