27.2.2008 | 00:46
Það á að hrækja á slíka valdstjórn
Kannski á konan skilið þennan dóm að einhverju leyti. Hún uppsker því réttlæti hvað það varðar.
En hún var líka sjálf beitt ofbeldi af lögreglu og lækni.
Það er bara yppt öxlum yfir því.
Þar uppsker konan því blóðugt ranglæti.
Mál hennar er í skoðun hjá Landlæknisembættinu. En ætli hann sé ekki sjálfur á mála hjá valdstjórninni.
Menn eru sem sagt dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. En þessi sama valdstjórn getur leyft sér allt. Menn eru jafnvel dæmdir fyrir það að veita ólögmætu ogbeldi viðnám en konan var dæmt fyrir að hrækja á lögreeglumann sem tók af henni þvagsýnið. Það er alveg yfirgengilegt.
Það er ekki hægt að bera minnstu virðingu fyrir slíkri valdstjórn.
Það á að hrækja á hana.
Allra síst fyrir sýslumannsskepnunni sem framdi ofbeldið gegn konunni og hreykti sér af því. Sá hái herra virðist hafa sadíska nautn af því að niðurlægja fólk, Og valdstjórnin lætur hann komast upp með það eins og ekkert sé. Verðlaunar hann raunar með því að skipa hann í þvagleggsnefndina.
Ætli hann gleðjist ekki nú þegar búið er að niðurlægja konuna svo mikið að ekki verður lengra gengið í þeim efnum.
Menn eiga að rísa upp gegn þessari ruddalegu valdstjórn.
Það á að hrækja á hana!
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:04 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Heyrðu! Brotið gegn konunni er sjálfstætt brot. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem bera blak af ruddaskap valdstjórnarinnar. Það er gömul saga og ný.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 01:13
Ef að kona þessi hafði farið að lögum og hlýtt fyrirmælum lögreglunar hefði ekki þurft að taka af henni sýni með valdi.Hún getur sjálfri sér um kennt hvernig fór og mér finnst sá dómur sem hún fékk síst of þungur.Það væri annars athyglisvert að vita hvaða skoðun þú hefðir á þessu sama máli ef að þessi sama kona hefði áður en hún keyrði blindfull út í skurð og endaði sína för, keyrt framan á bíl þar sem ástvinir þínir væru á ferð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 01:19
Mikið finnst mér þetta barnalegt að snúa þessu upp í eitthvað persónulegt. Ofbeldið gegn konunni er í sjálfu sér ekki réttlætanlegt ef það var ólögmætt og utan við siðareglur lækna en þvagtakan var læknisverk. Óhlýðni réttlætir ekki ónauðsynlegt ofbeldi, bara nauðsynlegt ogbeldi. Margir læknar hafa tjáð sig um þá hlið málsins og voru yfir sig hneykslaðir. Þarna var verið að fremja ofbeldi ofbeldisins vegna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 01:26
Þeir voru heppnir að þetta var kona. Það er ekki eins auðvelt að þræða þvaglegg inn í þvagrás karlmanns, þar sem hún er mikið lengri en þvagrás konunnar. það þarf líka að halda typpinu á meðan, fyrir utan það að halda manninum og það hefði líka kostað miklu meiri átök því karlmenn eru sterkari líkamlega en konur. Þessi svívirða hefði einfaldlega aldrei verið gerð hefði karlmaður átt hlut að máli.
Svava frá Strandbergi , 27.2.2008 kl. 02:37
Hverjum ertu að ögra Sigurður. Það eru svona skrif sem eru bloggurum til skammar.
Sveiattan
Sveinn Ingi Lýðsson, 27.2.2008 kl. 05:47
Ég sé að herramennirnir sem skrifa athugasemdir hér skilja hvorki upp né niður í hvað þú ert að meina í færslunni þó að þú hafir útskýrt það mjög vel sjálfur í einni athugasemd þinni. Ég ætla að afrita hér þá athugasemd og þar með endurtaka hana:
"Ofbeldið gegn konunni er í sjálfu sér ekki réttlætanlegt ef það var ólögmætt og utan við siðareglur lækna en þvagtakan var læknisverk. Óhlýðni réttlætir ekki ónauðsynlegt ofbeldi, bara nauðsynlegt ogbeldi. Margir læknar hafa tjáð sig um þá hlið málsins og voru yfir sig hneykslaðir. Þarna var verið að fremja ofbeldi ofbeldisins vegna."
Þetta er í rauninni mjög skilmerkilegt og engu við þetta að bæta svosem.
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 08:56
Þeir sem eru hlynntir þvagleggnum ættu að flytja til Norður-Kóreu fyrst þeir vilja ekki búa í frjálsu landi.
Elías Halldór Ágústsson, 27.2.2008 kl. 09:20
Æ, Sveinn Ingi. Þessi var slappur. Ekki veit ég skammarlega athæfi en það að skríða fyrir valdstjórninni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 10:59
Það er líklega rétt hjá Svövu að þessu ofbeldi hefði ekki verið beitt gegn karlmanni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 11:07
Þetta finnst mér einkennileg umræða.
Ef þetta hefði verið karlmaður þá efast ég um að fólki hefði fundist þetta vera eins harkalegt og þegar kona á í hlut.
Við lítum nefnilega á konur sem viðkvæmari, brothættari og meira ósnertanlegar en karlmenn.
Var ekki dónaskapur að blóta svo kona heyrði hér í denn?.
Er ósiðlegra að setja þvaglegg í konu en karlmann?.
Finnst okkur ekki að síður megi þvinga konu en karlmann?.
rabbar (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:01
Það sem mér sýnist Svava vera að ýja að er að ofbeldið gegn konunni hafi verið meðvitað kynbundið ofbeldi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 13:09
Hefði hneykslun bloggheimsins orðið jafnmikil ef þetta hefði verið pólskur nýbúi frá Keflavík?
Hvað ef hún hefði verið nýbúin að keyra yfir lítið barn?
Hefði mátt nota þvaglegginn þá?
Ef hún hefði verið vopnuð hefði hún þá ekki skotið á lögregluna?
Það var kannski lán að hún keyrði útaf áður enn manntjón varð.
Hún hefur í raun brotið allar brýr að baki sér með framkomu sinni.
Það hefði ekki verið ásættanlegt að hún hefði getað komið sér undan refsingu með mótþróa við lögregluna.
"Með illu skal illt út reka".
Konan er mannýg og verður þessvegna að taka föstum tökum til að framfylgja lögum landsins.
Þetta með þvaglegginn er í raun "stormur i vatnsglasi" miðað við alvöru málsins.
Ragnar (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:18
Sigurður, þessi svör sem þú færð, gera mig svo rasandi að ég meira segja rýf þögnina og gerir athugasemd. Ég vil að þú sért skipaður yfir sérstakri nefnd sem gerir tillögur um fræðslu í grunnskólum landsins um mannréttindi og fær fé til að hrinda þeim í framkvæmd.
María Kristjánsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:18
Heill sér María, drottning skynseminnar og verndari viskunnar!
Á hverju ári er fjöldi fjöldi fólks sviptur ökurétti vegna ölvunaraksturs. Því er bara tekið eins og það er. Þegar ei nhver neitar að taka niðurlægandi læknisaðgerð er sú manneskja fordæmt af sumum út yfir öll takmörk.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 15:11
Það eru mistök í dómnum að taka þvagsýnið sem gilt sönnunargagn án þess að taka afstöðu til þess hvortþað hafi verið réttilega fengið.
Elías Halldór Ágústsson, 27.2.2008 kl. 15:12
Eru engar reglugerðir um það hvaða vinnubrögðum lögreglan beitir, erum við algjörlega óvarin duttlungum hennar? Þetta hlýtur að vera mál fyrir mannréttindadómstóla. Ég er ekki að réttlæta ölvunarakstur eða ofbeldi gegn embættismönnum, en hver er mannréttindavörn okkar í þessu sambandi?
Jonni, 27.2.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.