Veit nokkur

Hver fyrstur byrjaði að blogga á Íslandi og hver á nú lengstan bloggferilinn?

Og veit nokkur hvenær Moggabloggið byrjaði upp á dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki ég, enda veit ég mest lítið almennt... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.3.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er 19 ára gamall í blogginu og alveg að hætta þessu. Vanabindandi, og hefur breytt rútínum mínum til hins verra..veit ekki einu sinni hvenær mogginn byrjaði...

Óskar Arnórsson, 2.3.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

19 daga ætlaði ég að segja, ekki 19 ára! Er 55 ára sjálfur og finnst þetta orðið ansi innihaldslaus umræða sem breytir engu í þessu þjóðfélainu. Búin að fá smá útrás fyrir gremju og fýlu sem ég fer stundum í. Það er bara svo leiðinlegt allt hjá mér núna svo ég nota bloggið til að sleppa við daglegu þreytandi málinn sem eru alveg að kæfa mig...

Óskar Arnórsson, 2.3.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég byrjaði að blogga fyrir u.þ.b. 2 árum síðan... svo það er eldri en það.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 14:55

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er að fiska eftir því ef einhver veit þetta fyrir víst. Björn Bjarnason er líklega eldri en Salvör. En kannski veit þetta enginn svo sem. Ég þekki bloggara sem byrjaði 2003.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 17:21

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég gúgglaði "fyrsti íslenski bloggarinn" og fékk m.a. þetta upp... Og þetta nafn Björgvin Ingi sem fyrsti íslenski bloggarinn kom upp á mörgum stöðum... skilst hann hafi byrjað að blogga 1994

En þetta með moggabloggið...ekki græna

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 17:34

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir þetta Heiða. Þetta er langbesta svarið - so far.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 17:49

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og nú eru svo margir að blogga að það kafnar bara í sjálfu sér. Nema náttúrlega eðalbloggararnir, ofurbloggararnir og blaðurskjóðubloggararnir. Og ég tala nú ekki um: VEÐURBLOGGARARNIR.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 17:51

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Og frekjudollubloggarar!!! Ekki gleyma þeim :)

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 17:54

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og Heiðubloggið. Það altöffaralegasta!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 17:57

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh..mér finnst svo gaman þegar einhver segir að ég sé töffari!! Montrassinn á mér tekur alveg heljarstökk :)

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 18:01

12 identicon

Ég byrjaði 2002, þá var hellingur af fólki að blogga, einhverjir örugglega búnir að gera það í nokkur ár. 

Þórdís (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 18:23

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég byrjaði að blogga árið 1971, ömmu minni til mikillar kvala. Það var munnlegt blogg (diarrhea boccea), sem hún og gamlar konur í vesturbænum hlustuðu á og fjallaði um óréttlæti og arðrán. Ég tók strætó heiman frá mér, þar sem var heildsalaheimili, og alla leið vestur á Hringbraut, þar sem var lítið alþýðuheimili. Ég gerði þetta í nær 10 ár. Afi fór bara og lagði sig í stofunni. Amma gaf mér pönnsur fyrir ræðurnar. Nú blogga ég meira til hægri á mbl.is og sé eftir því að ég hafa ekki orðið heildsali eins og hann faðir minn, sem aldrei bloggaði. Maður verður ekki ríkur á því að blogga!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.3.2008 kl. 20:20

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vissi ekki að blogg væri til fyrr en sumaarið 2006 þegar hún Tóta pönkína dúkkaði upp í lognkyrru lífi mínu eins og meiri háttar stórhveli.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 20:33

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ætli þú sért ekki fyrsti Veðurbloggarinn? Það dugar mér alveg.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.3.2008 kl. 20:50

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fyrsti veðurbloggarinn er víst þessi ágæta síða, Brim.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 22:05

17 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já Brimsíðan stendur alltaf fyrir sínu. En hvað ætli eðalfemínistar segi við myndinni þar á hausnum?

Emil Hannes Valgeirsson, 2.3.2008 kl. 22:51

18 Smámynd: Jens Guð

  Hvenær byrjaði Björn Bjarna að blogga?

Jens Guð, 2.3.2008 kl. 23:51

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég veit það ekki. Er ekki lengra síðan en elstu menn muna?

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 23:56

20 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið ertu nú kurteis, Emil... "eðalfemínistar"...    Ég hef oft farið inn á þessa síðu og aldrei einu sinni tekið eftir hausmyndinni.

Ég er greinilega enginn eðalfemínisti... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:02

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki ertu dólgafemínisti Lára - nei fjandakornið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2008 kl. 00:08

22 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað er nú það? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:16

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það má fjandinn vita.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2008 kl. 00:27

24 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ef þú þekkir hann... þá spyrðu hann kannski að því... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:29

25 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Skv. dagbókinni hans Björns byrjaði hann í mars 1995.  Það er reyndar enginn texti fyrsta árið en síðan er texti frá mars 1996.  Maður veit ekki hvað veldur því að enginn texti er fyrsta árið eða hvort hann byrjaði ekki fyrr en í mars 1996.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 3.3.2008 kl. 01:59

26 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég tók fyrst eftir moggablogginu á haustdögum árið 2005

Brjánn Guðjónsson, 3.3.2008 kl. 02:56

27 Smámynd: Lindan

Það var að sjálfsögðu til blogg fyrir moggablogg.

Man eftir bloggi (vefdagbók) sem ég las reglulega 1997. Björn byrjaði 95-96 eins og Sigurður bendir á.  Björn var samt alveg örugglega ekki fyrsti bloggari landsins.   Ég hef sjálf bloggað síðan 2003 :o)

Lindan, 3.3.2008 kl. 10:25

28 identicon

Forsíða Brims (textinn innifalinn) minnir mig nú bara á lýsingu sem ég heyrði nýlega á klósettum í Japan þar sem volg vatnsbuna kemur í stað pappírs.

ella (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:33

29 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Blogg = weblog = dagbók á vefnum. Það var Björn Bjarnason sem byrjaði.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.3.2008 kl. 11:17

30 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað er dagbók á vefnum. Fram hefur komið að Björn var ekki sá fyrsti sem fór að skrifa á netið það sem við höfum kallað blogg. En er það bara kallað blogg sem er með dagbókarsniði, hvað þá um þá sem skrifa bara almenna pistla? Annars neitaði Egill Helgason því að hann væri bloggari heldur netskrifari. Hver er eiginlega munurinn? Annars líta margir niður á bloggið, ekki síst menntamenn og listamenn. Þeir taka það fram samviksulega "ég les ekki blogg" og setja nefið upp í vindinn. Það er margt lélegt á blogginu en líka margt gott og sem fyrirbæri er það merkileggt. Betur að rithöfundar létu t.d. meira til sín taka, sjáiði fyrir ykkur blogg Einars Kárasonar, Einar Má, Guðmundar Andra, svo  ég nefni nöfn af handahófi. Eða heimspekinganna, Vilhjálms Árnasonar, Eyjólfs Kjalars og hvað þeir allir heita. Og allir veðurfræðingarnir sem ekki blogga. Og allir aðrir fræðingar. Það á ekki að láta bloggið bara eftir heilalausum Moggablogguruum

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2008 kl. 11:36

31 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hafna því að vera heilalaus, Sigurður Þór... en tek undir allt annað sem þú segir af rómaðri visku, speki og innsæi hins hugsandi manns.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.3.2008 kl. 11:38

32 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Varstu búinn að sjá þetta, Siggi?

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband