15.3.2008 | 12:52
Veldur hálslón jarðskjálftunum?
Erfitt er að túlka þessa frétt frá Veðurstofunni öðru vísi en svo að Hálslón orsaki kvikuhreyfingarnar sem jarðskjálftunum valda við Álftadalsdyngju. Ef þar gýs mun það verða fyrsta dyngjugos á Íslandi síðan skömmu eftir ísöld. Slík gos geta staðið áratugum saman. Gos úr Trölladyngju í fyrndinni náði niður í Bárðardal.
Nú höfum við til einhvers að hlakka.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Já, svo sannarlega. Og við þessu vöruðu vísindamenn áðuren ráðist var í virkjunina. -Ég sem hitti ungan mann á mótmælafundinum sem ljómaði eins og sólin sem skein á hann af því honum þótti svo gaman að lifa. Það er ekki álitleg framtíðin hans.
María Kristjánsdóttir, 15.3.2008 kl. 15:09
Ég les fréttina þannig að Veðurstofan hafi áður talið hreyfinguna vera vegna Hálslóns en nú telji hún að hún sé vegna kvikuhreyfinganna. Veðurstofan þarf að skýra þetta betur.
Þvílík búbót fyrir ferðamannaiðnaðinn ef það kæmi langvinnt dyngjugos sem ekki ógnaði neinum.
Gestur Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 15:38
Langvinnt dyngjugos sem ekki ógnaði neinu nema Kárahnjúkavirkjunum?
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 15.3.2008 kl. 16:21
Rennur hraun ekki niður á við?
Gestur Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 16:32
Ef hraun getur runnið hundrað kílómetra er ekki gott að segja til hvers það mundi leiða. Ég held að gos eftir svona langt hlé verði ekkert skemmtiefni, hvorki fyrir túrista eða aðra. Jú, kannski jarðfræðinga.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 16:55
Mun ekki verða þörf á losunarkvóta fyrir svona túrista attraksjón? Nei, ég bara spyr.
Spyrill (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 17:34
Veit nokkur með neinni vissu hvað er að gerast þarna, af hverju og hvernig það endar? Verðum við ekki bara að bíða og sjá hvað setur?
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.3.2008 kl. 19:55
Ég hef ekki séð skýringu á því hversvegna talað er um að þetta verði dyngjugos en ekki venjulegt sprungugos. Veit það einhver? Hitt veit ég að ef gosið kemur upp þar skjálftarnir eru þá mun hraunið eingöngu renna á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum og leita að lokum í farveg árinnar en ekki í átt að Hálslóni. Ef hraunið verður nógu mikið þá mun Dettifoss því verða að tilkomumiklum hraunfossi.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.3.2008 kl. 20:36
Vísindamenn túlka sömu einkennin á mismunandi hátt. Þeir eru sammála um það að þungi Hálslóns valdi því ekki beint að kvika er að brjóta sér leið upp um Álftadalsdyngju. Vísindamenn Veðurstofu og Háskóla telja hugsanlegt að fylling Hálslón hafi virkað eins og gikkur, þ.e. hleypt af stað kvikuhreyfingum sem hvort eð er hefðu orðið, þótt síðar hefði orðið.
Fyrst í stað fylgdu kvikuhreyfingar sveiflum í upphækkun lónsins en síðan fór þessi virkni að hlíta eigin lögumálum.
Álftadalsdyngja er, eins og nafnið bendir til, víðáttumikil dyngja, og hvergi eru dyngjur eins algengar á á svæðinu norðan Vatnajökuls. Þess vegna eru meiri líkur á dyngjugosi þarna en annars staðar.
Viðbrögð Landsvirkjunar við þessum atburðum hafa nú orðið þau að láta vísindamenn á sínum vegum meta þetta og þeir telja engin tengsl á milli lóns og hreyfinga. Hlýtur Landsvirkjun að vera ánægð með það og hafa varið þessum peningum vel.
Jarðskjálftarnir hafa færst um átta kílómetra í norðaustur frá upphaflegum stað og hver segir að óróasvæðið geti ekki færst enn og aftur?
Erfitt er að spá. Lyfting lands við Heklu er nú orðin talsvert meiri en hún var fyrir síðasta gos og enn gerist ekkert. Sennilega fáum við svo að vita í tilkynningu í útvarpi kortéri fyrir gos að það sé að hefjast. Kannski á þessu ári. Kannski á næsta. Kenningar um breytingu á hegðun fjallsins gætu leitt til öðru vísi og meira goss síðar ef ég skildi þær rétt á sínum tíma.
Ómar Ragnarsson, 15.3.2008 kl. 22:13
María Kristjánsdóttir, við hverju vöruðu vísindamenn við? Eldgosi?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 22:56
Æ, frændi, ég vildi bara að þetta færi allt af stað til þess að lækka hrokann og rostann í okkur voluðu íslendingum, þannig að við færum loksins að umgangast landið með virðingu og reisn sem það á skilið. Með beztu kveðju.
Bumba, 16.3.2008 kl. 01:32
Hve lengi hafa jarðskjálftamælar verið á þessum slóðum? GPS mælar?
Ágúst H Bjarnason, 16.3.2008 kl. 09:32
Já góðan daginn, Sigurður takk fyrir veður og jarðfræðifærslurnar aldeilis ekki tómur kofinn hjá þér...
Sólskynskveðja
Fríða Eyland, 16.3.2008 kl. 09:37
Ágúst
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2008 kl. 10:52
Ágúst það kemur fram i fréttinni að jarðhræringaarnar hafa staðið í rúmt ár.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2008 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.