Hvað gera íþróttahreyfingarnar?

200px-Dalai_Lama_1430_Luca_Galuzzi_2007cropDalai Lama, landflótta foringi Tíbetbúa, segir að Kínverjar séu að fremja menningarmorð á tíbetsku þjóðinni. Viðbrögð íbúanna síðustu daga virðast draga dám af örvæntingu til að fá athygli umheimsins þegar ólympíuleikarnir eru framundan og allra augu beinast að Kína.  

Tíbet hefur nú verið lokað, herlög eru í gildi og sagt er að allt að hundrað manns hafi fallið og sýnir það hörku Kínverja. 

En hvað gera íþróttahreyfingar í heiminum? Ætla þær bara að láta sem ekkert sé? Maður gæti ímyndað sér að það yrði ægilegt vopn ef íþróttahreyfingar heimsins settu Kínverjum hreinlega stólinn fyrir dyrnar og segðu:  Annað hvort komið þið fram við Tíbeta eins og menn eða það verða engir keppendur á ólympíuleikunum. 

Hvaða máli skipta glysgjarnir ólympíuleikar í samanburði við  hamingju heillar þjóðar?    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íþróttahreyfingarnar eru ópólitísk samtök og stefna þeirra er að halda því þannig. Íþróttamennirnir kæra sig ekki um að vera dregnir inn í slíkt, þeir vilja keppa sem íþróttamenn á íþróttavellinum gegn þeim bestu.

Um leið og íþróttahreyfingin tekur pólitíska afstöðu í einhverjum málum er hún búin að vera því þá hafa stjórnmálaskrumarar náð völdum og íþróttirnar skipta ekki lengur máli. Hver á annars að ákveða hvaða íþróttaviðburði á að sniðganga og á hvaða forsendum? Ef slíkt færi af stað yrði lítið um íþróttaviðburði sem mark væri takandi á, minnstu afsakanir fyrir sniðgöngu yrðu tíndar til og ekkert yrði úr neinu. T.d. gæti hópur þjóða neitað að taka þátt í keppnum þar sem Íslendingar taka þátt vegna hvalveiða. Lönd í mið-austurlöndum ásamt mörgum fleirum myndu ekki taka þátt í íþróttaviðburðum sem Bandaríkjamenn kæmu nærri. Stór hluti Vestur-Evrópu myndi neita að taka þátt í íþróttaviðburðum sem Kína kemur nærri, Afríkulönd neita að taka þátt í íþróttaviðburðum í Evrópu vegna tollastefnu Evrópusambandsins og svona mætti lengi telja. Pólitískir skrumarar myndu gjörsamlega tapa sér í sniðgengi á augnabliki. Þess vegna er mikilvægt að íþróttamenn heimsins sniðgangi ALLS EKKI ólympíuleikana í Kína.

Gulli (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En það er samt hart upp á að horfa að fólk sé kúgað og drepið án þess að nokkur láti sér það nokkru skipta. Svo finnst mér Gulli að þú hefði átt að skrifa undir fullu nafni. Einu sinni var S-Afríku meinuð þáttaka á ólympííuleikum. Það er ýmislegt hægt að gera ef menn vilja. Tollar og mannslíf finnst mér svo alls ekki sambærilegt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2008 kl. 19:24

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þegar þjóðir hegða sér eins og Kínverjar eiga þjóðir heimsins að hafa bein í nefinu til að sniðganga þá þjóð á öllum sviðum, viðskiptalega, menningarlega, stjórnmálalega og í íþróttakeppnum.

Theódór Norðkvist, 16.3.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Tíbetar eiga mína samúð. Jafnvel þó íþróttahreyfingarnar séu ópólitískar þá eiga þær að vera mannlegar. Þær mega gjarnan taka afstöðu í þessu máli.

Ágúst H Bjarnason, 16.3.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir stórfenglegt innlegg! Ástæðan fyrir því að engin þjíð viðir Tíbet viðlits, er einföld: Þeir eiga ekki peninga til að greiða fyrir mannúðarsjónarmið.

Kínversk Ríkistjórn er glæpahyski og ég skil ekki af hverju Cosa Nostra var ekki valin til að skipuleggja Ólympíuleikanna í stað Kínverja.

Þeir drepa þó bara einn og einn til að halda bókhaldinnu í lagi, og eru bara með vændi og eiturlyfjasölu sem tekjur.

Þeir eru þar með þó skömminni skárri félagsskapur en glæpahreyfing Kínversku Ríkisstjórnarinnar...

Óskar Arnórsson, 16.3.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það gengur ekki að hengja heila þjóð fyrir misgjörðir fárra stjórnmálamanna. Eins og Gulli bendir á myndum við lenda í eilífum vítahring óvildar sem aldrei myndi lagast. Hér verðum við að læra að draga línur óskyldra hluta þannig að saklausum sé ekki bara refsað með hinum seku eins og allt of oft er gert.

Ég hef þá skoðun að íþróttakeppnir séu heilbrigðasta form fyrir manninn til að fá útrás fyrir árásargirni. Ég fæ útrás fyrir hana í saklausri Badminton íþrótt. Mér finnst því engin ástæða til að refsa þeim sem eru með árásargirni sína undir stjórn vegna þeirra sem ekki geta það. 

Við byggjum ekki brýr skilnings í þessum heimi með því að safna upp óvild.

Haukur Nikulásson, 17.3.2008 kl. 09:52

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

þeir sem mæla með því að íþróttahreyfingin sé hlutlaus hafa vissulega mikip til síns máls. En kannski ekki allt málið. Hve nær fer algjört aðgerðarleysi, algjört ''hlutleysi'' að vera afstaða með öðrum aðila, t.d. kúgaranum? Menn létu S-Afríku ekki vera afskiptalausa. Það er eflaust hætt að þrýsta á Kínverja með ýmsum hætti. Mér finnst hér vera í sumum það hljóð að yppta ekki aðeins öxlum heldur saka þá sem vilja eki bara yppta öxlum um það að ala á óvild. Er það að ala á óvild þegar menn láta til sín taka þegar ein þjóð er að fremja menningarlegt morð á annarri. Dalai Lama er manna friðsamastur og gætnastur, krefst ekki einu sinni sjálfstæðis Tíbets, hann segir ekki svona fyrr en tilneyddur. Hér er heldur ekki um. t.d. viðskiptabann að ræða heldur þátttöku í íþróttaleik. Ekki samskipti þjóða heldur samskipti ríkja. Mér finnst þessi ásökun um að ég sé að ala á óvild beinlínis fráleit og sendi hana aftur til föðurhúsanna. Og engan skilning á högfum tíbesku þjóðarinnar skynja ég frá sumum hér í athugasemdunum, nákvæmlega engan, bara dálítið dulinn fjandskap vegna þess að maður skuli leyfa sér að ýja að einhvers konar atgerðum íþróttahreyfingarinnar vegna aðfara Kínverja í Tíbet. Er eitthvað gaman að taka þátt í slíkum leikjum ef þessar aðgerir Kínverja eru bara upphafi að öðrun og verra í Tíbet sem mun halda áfram fram að leikunum. Eru ólympíuleikarnir þess virði. Reyndar eru þeir ekki svo mjög heilbrigðir, þaar eru miklir peningalegir hagsmunir í húfi fyrir marga og óþarfi að sjá leika í rósrauðri glýju. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2008 kl. 10:09

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eflaust hægt að þrýsta á Kínverja á nú að standa þarna. Hlutleysi í svona atburðum er ekki hlutleysi heldur afstað með hinum sterka gegn hinum veika. Það er málið hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2008 kl. 10:31

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður, ég er ekki að saka þig um að ala á óvild. Þú ert að taka á fullkomlega eðlilegu réttlætismáli Tíbetum til handa sem kúgaðri þjóð.

Það eru aðferðirnar sem menn geta deilt um og þú getur ekki ætlast til að aðgerðarleysi okkar (eða frekar afskiptaleysi af innanríkismálum annarra) sé afstaða með hinum sterka. Þarna tel ég þig fara yfir strikið í rökræðunum. Skv. þessu er þín skoðun þá væntanlega sú að fullkomlega réttlætanlegt hafi verið að styðja innrásina í Írak eða hvað?

Reynslan finnst mér sýna óumdeilt að hernaður og afskipti af öðrum þjóðum sé alltaf af hinu illa og leiðir aldrei neitt gott af sér. 

Haukur Nikulásson, 17.3.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband