Páskalambið

Nú er ég búinn að borða aumingja litla og saklausa páskalambið.

Og mikið lifandis skelfingar ósköp var það nú gott!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ertu alveg viss um að þetta hafi ekki verið stórsyndug, sjálfdauð rolla...?  

Njóttu dagsins. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.3.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verði þér að góðu.

Gleðilega páskarest.

páskar

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2008 kl. 14:52

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gleðilega páska, vonandi ertu að hressast af flensunni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.3.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Var ekki Kristur páskalambið?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.3.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hver var týndi sauðurinn...? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 02:16

6 identicon

Vonandi hefur lambið verið gott á bragðið,

kannski jafn gott og hjá séra Svavari um jólin

 ,,lambið meig upp í hann ".

Svanfríður G. Gísladóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 04:58

7 identicon

Gleðilega hátíð Sigurður minn. Vonndi hefur verið minni snjókoma á Íslandi um hátíðarnar en hérna í Hollandi og Belgíu. Þetta eru köldustu páskar í 40 ár hér um slóðir. Ekkert lambið snæddi ég um hátíðarnar, heldur allt mögulegt annað. Og smakkaðist það bara vel. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:50

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég örvænti ekki um þig fyrst þú hafðir orku til að elda og lyst á að borða litla páskalambið - sennilegar ertu orðinn galvaskur á ný í þessum skrifuðum orðum.

Mér líst vel á þá hugmynd að þú skrifir minningargrein um sjálfan þig. Gætir sent blöðunum hana til að geyma á lager. Er einmitt núna að lesa bók um mann sem var ráðinn til dagblaðs í Rússíá til að skrifa minningargreinar til að hafa tilbúnar er kunnir borgarar kynnu að hrökkva upp af. Sá á reyndar mörgæs sem heitir Mísha, en ekki kött sem heitir Mali.

Andrej Kúrkov: Dauðinn og mörgæsin.  

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:22

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Verði þér að því.

Jón Halldór Guðmundsson, 24.3.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband