Bréf til Láru er ekki bjánaleg bók

Í dag skrifar Guðmundur Andri Thorsson í Fréttablaðið  grein um Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarsonar vegna ummæla Egils Helgasonar nýlega um að hún væri ekki góð bók. Guðmundur Andri segir flest sem ég vildi sagt hafa um málið. Bæta má því við að Bréfið er talið upphaf íslenskra nútímabókmennta, ekki síst vegna þess að þar fær hugarflug og snilld frumlegrar sjálfsvitundar í fyrsta sinn að leika frjáls í bókmenntunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta tek ég svo sannarlega undir, bæði það sem þú og Guðmundur Andri segið. Ég var reyndar fyrst í gær að horfa á viðkomandi Kiljuþátt sem Guðmundur Andri vitnar í og hlusta á Egil og Kolbrúnu fussa yfir Bréfi til Láru. Ég var aldeilis ekki sammála þeim og fannst t.d. vanta alveg inn í umræðuna hvenær bókin var gefin út, í hvaða andrúmslofti og við hvaða samfélagsaðstæður. Líka hvað bókin var byltingarkennd skrif á þeim tíma og beitt samfélagsgagnrýni, enda missti Þórbergur vinnuna fyrir.

Sú staðreynd að margt sé eins í samfélagi nútímans á Íslandi er þyngra en tárum taki og enn er fólk að missa vinnuna ef það tjáir skoðanir sínar eins og ég fjalla meðal annars um í athugasemd nr. 20 við þennan pistil.

Sorglegt en satt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sammála þér Sigurður Þór. Ég las bréfið enn og aftur um daginn mér til upplyftingar.  Er þó enginn unglingur. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 21.4.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bréfið er ein af þeim bókum sem mér þykir vænst um og hefur rótað hvað mest við hausnum á mér.  Ekki vanþörf á.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband