Allir kannast við bjarta norðanveðrið sem oft er fyrsta maí. Á þessum árstíma er norðanátt mjög algeng og oft sólríkt. Frá þessu eru þó mörg afbrigði.
Meðalhitinn þennan dag í Reykjavík frá 1949 er 4.2 stig eða sá sami og 20. október að hausti. Fyrsti maí er í rauninni ekta haustdagur! Á Akureyri er meðalhitinn 2.7 stig.
Mesti hiti þennan dag í Reykjavík sem ég veit um er 14.5 stig árið 1942 en mesti kuldi -6,5 stig 1967. Á Akureyri frá 1949 eru samsvarandi tölur 18,4 stig í fyrra og -10,4 stig 1968.
Hlýjustu og köldustu sólarhringar í Reykjavík að meðaltali voru 9,6 stig árið 1942 og -4,5° árið 1979 en á Akureyri 10,4 stig 1980 og -6,0 1979. Meðalhiti sólarhringsins var undir frostmarki í Reykjavík árin 1967, 1979, 1982, 1987 og 2003 en á Akureyri 1954, 1963, 1967, 1968, 1972, 1974, 1979, 1982, 1987, og 2003. Þetta eru 8,6 og 17% allra daga.
Frá 1949 hefur hámarkshiti átta sinnu náð tíu stigum í Reykjavík en 18 sinnum á Akureyri, eða 14 og 31% allra daga. Frost í Reykjavík var mælt 17 daga eða 29 % en á Akureyri 25 dagar eða 43 %.Árin 1967, 1973, 1979 og 1982 komst hitinn ekki yfir frostmark á Akureyri en aldrei hefur það gerst í Reykjavík.
Mest sól hefur mælst frá 1923 í Reykjavík 15,8 klukkustundir árið 1927 en á Akureyri frá 1949 14,5 klukkustundir þann kalda 1. maí 1968. Fimm daga frá 1923 hefur alls engin sól mælst í Reykjavík en frá 1949 14 dagar á Akureyri eða 24% allra daga. Var einhver að segja að alltaf væri sól og blíða á Akureyri?
Úrkomusamasti 1. maí í Reykjavík var 1957 þegar 10,6 mm mældust að morgni þ. 2. Á Akureyri var úrkomusamast 1970, 7.8 mm. Hér eru allar úrkomutölu miðað við kl. 9 þ. 2. maí því lítið vit er í því að tala um úrkomu sem fallið hefur sólarhringinn á undan kl. 9 þ.1. maí þó venjan sé að dagsetningsr á úrkomu miðist við kl. 9 þann dag sem dagsetningin segir. Engin úrkoma hefur mælst Reykjavík 48% allra daga en á Akureyri 60%.
Meðaltal hámarkshita á landinu er aðeins 10,4 stig en lágmarkshita -4,8. Lægsti hæsti hiti var 2,7 stig 1979 en hæstur 18,9 stig á Grímsstöðum í fyrra og á sjálfvirkri stöð 20,7° á Hallormsstað þann sama dag. Frá 1949 hefur frost mælst einhvers staðar á landinu 1. maí öll árin nema 1961, 1962, 1980,2000 eða hvorki meira né minna en 93% allra daga. - Im wunderschönen Monat Mai!
Á fylgiksjali má sjá hitann, sólina og úrkomuna 1. maí frá 1936 í Reykajvík og á Akureyri frá 1949, ásamt hámarks- og lágmarkshita á öllu landinu frá 1949. Auk þess er hiti og úrkoma frá Hallormsstað 1937-1948 og úrkoma og hámarks-og lágmarkshiti í Reykajvík 1889-1907 (ásamt meðaltali þess hita) og hæsti og lægsti lestur á mæla árin 1907-1918 á líkan hátt og áður hefur mátt sjá á þessari síðu um veðurdaga. Hatíðisdagur verkamanna var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1889 í heiminum.
Fyrir neðan færsluna má sjá veðrið á hádegi kaldasta og hlýjasta 1. maí frá 1949 og er nokkur munur á þeim en hér má skoða veðrið á hádegi alla dagana frá 1949.
Flokkur: Bloggar | 1.5.2008 | 15:52 (breytt 31.5.2008 kl. 21:09) | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Auðvitað er alltaf sól á Akureyri og mælingar sem gefa annað til kynna eru gjörsamlega ómarktækar.
Svavar Alfreð Jónsson, 1.5.2008 kl. 21:12
Það mun víst alltaf vera logn og alls konar blíða á Akureyri. Líka þegar það er það alls ekki.
Fyrirtaks 1. maí pistill, annars. Kærar þakkir.
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 21:20
Eru nú ekki Akureyringarnir farnir að neita staðreyndum veðurlífsins!
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.5.2008 kl. 21:57
Það hafa Akureyringar alltaf gert og eru til margar, góðar sögur af afneitun þeirra...
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 22:22
Já, og svo malbikuðu þeir undir hitamælaskýlið til að geta hreykt sér af hitametum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.5.2008 kl. 22:41
Maísólin okkar skýn á alla verkamenn í aldingarði drottins þann 1. maí, hvar sem þeir eru staddir.
Emil Hannes Valgeirsson, 1.5.2008 kl. 22:45