23.5.2008 | 15:29
Verður maíhitametið slegið á landinu?
Samkvæmt veðurspá er gert ráð fyrir "allt að 25 stiga hita á Austurlandi". Í fréttinni, sem hér er vísað til og er skelfilega ónákvæm og ómerkileg, er sagt að það sé með ólíkindum. Það er þó ekki ólíkindalegra en svo að slíkur hiti hefur einmitt mælst á austurlandi í maí 1991 og 1992 og á Akureyri 1980. Mjög raunverulegt. Um þetta má lesa hér.
Hitt er annað mál að þegar svona hlýtt loft er yfir landinu og gert er ráð fyrir 25 stiga hita má alveg búast við nýju hitameti, hitinn geti t.d. farið á einhverjum stað í 26 stig, en metið er 25,6 stig á Vopnafirði frá 1992.
Þetta er reyndar leiðinlegasta tegund af hitabylgju fyrir höfuðborgarbúa. Þar verður þungbúið og rigning og hámarkshiti ekki mikið yfir tíu stig nema kannski á miðvikudag og fimmtudag ef allt gengur vel. Hins vegar verður næturhitinn tiltölulega hár og þar með meðalhitinn og ætti 8 stiga meðalhita mánaðarins að vera borgið ef ekki kólnar niður úr öllu valdi á síðustu dögum mánaðarins.
Annars er dálítill munur á því hitastigi sem spáð er á hlýjustu svæðunum. Á veðursíðu Morgunblaðins og spáritum á vef Veðurstofunnar er gert ráð fyrir ívið meiri hita heldur en á hitaspánum á kortunum.
Ég hallast að lægri tölunum og býst ekki við hitameti en myndi fagna því ef það kemur.
Næstum óraunveruleg veðurspá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Jæja, nú er ljóst að þú varst ekki sannspár um júrólagið sbr. þessa yfirlýsingu í síðustu færslu: "This is my life lyppast heim með skottið milli fótanna strax eftir fyrstu lotu."
En það, að vera ekki sannspár um júró þýðir nú aldeilis ekki að þú getir ekki verið sannspár um veðrið - kannski þvert á móti. Ég tek undir með þér að þetta væri leiðinleg tegund hitabylgju fyrir höfuðborg og nágrenni, ég vil hafa bjart - en myndi þessi bylgja ekki bjarga ósk okkar um hitamet í maí?
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.5.2008 kl. 16:56
Heyrðu, ég var að sjá mjög trúverðuga skýringu á þessu hjá Brjáni Bergmálstíðindum - hér!
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.5.2008 kl. 16:59
Frómt frá sagt hef ég lítið gaman af svona veðurgríni eins og þú ert að vísa á. Menn mega alveg tala skynsamlega um veðrið. Það hefur enginn gert af þeim sem vísa til þessarar fréttar á blogginu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 17:29
Jú, þú. En veðrið er ekkert hafið yfir grín þótt það sé hátt uppi og tölur við efri mörk.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.5.2008 kl. 17:31
Þegar menn eru bara með hótfyndni og svoleiðis þegar miklir veðuratburðir gerast finnst mér það ekki áhugavert. Auðvitað er allt í lagi að gera grín að veðri en þegar ÖLL umræðan er á þeim nótum eða álíka finnst mér það ekki skemmtilegt. Það er auðvitað til fólk sem ber ágætt skynbragð á veður - en það fólk bloggar ekki!
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 17:38
Meðal annara orða: Að þetta viðbjóðslega lag með þessum subbulegu flytjendum skuli hafa komist áfram í júróvisjón sýnir aðeins að hún er fyrir utan allt velsæmi í lagkúru. Anna Karen, baulaðu nú mér til samlæts ef þú ert einhvers staðar á lífi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 20:05
Er þér sammála um það að hlýndin í kortunum nú skortir þá "dýpt og fágun" sem var uppi t.d. 1987. Það vantar nú dálítið upp á að loftmassahitann, þó svo að aðrir þættir séu hagstæðir Austfirðingum s.s. ákveðin SV-átt og gufunarvarmi (hnjúkaþeyr) vegna rigningarsudda suðvestan og vestanlands.
Bendi annars á frekari útleggingar í atugasemd við samantektina um maíhitabylgjur hér aftar (20.maí)
Kveðja
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 24.5.2008 kl. 00:06
Já, þetta er bara ekki nógu síviliseruð bylgja sem er að koma!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.5.2008 kl. 00:32
Mér finnst þetta fín speki! Sem betur fer eru ekki líkur á sólríkum maí það sem eftir er í Reykjavík!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.5.2008 kl. 00:41
Mikið er gaman að heyra talað um veðrið af dýpt, fágun og sívílíseringu. Sem veðurfræðiaðdáanda frá unga aldri gleður það mína gömlu sál.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 01:27
Það er nú líkast til, Lára mín!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2008 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.