Ætlar hann að hafa það?

Meðalhitinn í maí er nú kominn  niður í 8,1 stig og hefur lækkað síðustu daga um 0,1 stig. Þetta er allt í járnum hvort hann heldur átta stigunum. Miðað við spá næstu daga hækkar meðalhitinn líklega ofurlítið næstu fimm daga og jafnvel út mánuðinn miðað við lengstu spár sem ég hef séð. Enginn kuldaköst eru í sjónmáli en heldur ekki nein veruleg hlýindi hér vestanlands. Hitinn er alltaf bara jafn og fremur hár en vantar glæsilega hitadaga

Þá er ansi drungalegt veðrið og sólarlítið og verður líklega áfram. Okkur vantar sárlega bjarta daga með svona 13-15 stiga síðdegishita minnst. Ef slík hrina kæmi í nokkra daga væru horfurnar með 8 stiga meðalhita í maí í Reykjavík, hver ekki hefur komið síðan 1974, vænlegri en nú er.

Já, þetta er allt í járnum. Og spennandi að sjá hvernig fer. Kannski gloprar mánuðurinn niður 8 stigunum á lokasprettinum svona svipað og þegar "strákarnir okkar" glutra niður sigri í handboltaleikjum á síðustu mínútunum.

Um Júróvisjón þarf ekki að ræða. This is my life lyppast heim með skottið milli fótanna strax eftir fyrstu lotu.

Þetta er örugglega lélegasta júsovisjónlag allra tíma.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég get heldur ekki minnst á júrivisjon ógrátandi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Verið þá bara ekkert að minnast á það!

En hvernig hefur Mali það í dag? Leyfðu okkur að fylgjast með bata hans.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.5.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er hugsanlega meira slasaður en fyrst var talið. Hann getur pissað en hefur ekki kúkað neitt. Kannski er það út af mari á taugunum sem stjórna því en kannski hafa taugarnar farið í sundur og þá er illt í efni. Þetta kemur í ljós næstu daga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 14:07

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gaman að sjá hvernig þú læðir hversdagsmálum eins og júróvisjon inn í veðurbloggið

Annars hef ég þá skoðun, að laginu hljóti að ganga vel, þó ekki væri nema af því að mér finnst það leiðinlegt...og svo nær maí að hanga í 8 stiga múrnum

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég vona bara að litla Mala-kútnum þínum batni nú algjörlega og verði svo sprækur að hann hendist upp um alla veggi og loft.

Svava frá Strandbergi , 21.5.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: halkatla

elsku litla Malaskott við hugsum mikið til hans.

þú skalt forða honum frá júróvisjón í þessu ástandi! (sem ég er búin að spá að við vinnum, þó að ég byggi það alls enganvegin á "gæðum" lagsins sem slíks, ég vinn meira einsog völvan góða í Delphi)

varðandi færsluna: mig vantar hita, ekki birtu. Það er rosalega gott veður fyrir austan en bara svo fjári kalt, einum of kalt (ég segi það nú ekki oft) 

halkatla, 22.5.2008 kl. 18:08

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað varstu að rjúka burt af Moggablogginu Anna Karen? Ekkert sniðugt. Nú er spáð hlýindum á austurlandi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 18:13

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fyrir algjöra tilviljun sá ég þegar þetta íslenska lag var flutt í júróviosjón áðan. Þvílík hörmung! Og þvílíkt smjaðurslegt og væmið andlit sem söngvarin hefur. Finnst einhverjum þetta flott?

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 19:28

9 Smámynd: halkatla

hommarnir heillast ábyggilega, og jámm, spárnar mínar um þetta eru bara allar að rætast

en kisunum fannst eurovision horror, ég missti af byrjuninni því ég var að vinna til 8 og þegar ég kom heim og kveikti á tv fóru þær báðar í fílu. Það er ekki einleikið.

halkatla, 22.5.2008 kl. 21:28

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali var loksins að kúka svo hann er ekki með lamaðar tugar!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 22:00

11 Smámynd: halkatla

en dásamlegt þetta eru milljón sinnum betri fréttir en hitt þarna sem allir eru að blogga um!!!

halkatla, 22.5.2008 kl. 22:19

12 Smámynd: halkatla

manni er virkilega létt, ég get rétt ímyndað mér hvernig þér líður

halkatla, 22.5.2008 kl. 22:20

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sjaldan hefur manni létt eins mikið við nokkurn kúk. Batakveðjur til Mala litla.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:26

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Guði sé lof hve mér hægist um, við að frétta af þessum blessuðu hægðum hans elsku Mala frænda. Til hamingju með þetta Siggi.

Baráttuveðjur til Mala,  frá Tító og Gosa sem hafa alltaf fundist það hægðarleikur einn að kúka.

Svava frá Strandbergi , 23.5.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband