Mali rófubrotnaði

Mali húrraði fram af svölunum í gær. Það er af fjórðu hæð.

Hann rófubrotnaði en slapp að öðru leyti. Það er búið að binda upp á honum rófuna.

Það er ekki útséð með hvort hann fær aftur mátt í hana. Ef ekki verður að taka hana af. Hann er með eitthvert lengsta og tignarlegasta skott sem sögur fara af eins og fylgir hans kyni.

Þetta er allt mjög sjokkerandi. Eitthvað sem skiptir máli. Annað en bloggblaðrið alltaf hreint.

Þrátt fyrir þrengingar sínar heldur Mali áfram að mala hve nær sem maður talar til hans eða snertir hann.

Hann er algjör mali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

elsku kallinn! þetta er hræðilegt, ég og Kassandra og Karítas sendum allar honum Mala faraó ofurstuðningsknús

lítil vinkona mín sem heitir Ronja var líka að detta um daginn, úr eldhúsglugga á 3.hæð, og hún slapp betur en á horfðist í fyrstu, var bara með blóðnasir en vanalega kjálka- eða hryggbrotna kettir í þannig falli - hún er líka svo lítil að það setti hana í enn meiri hættu.

ég vona að rófan hans Mala nái aftur sínum fyrri styrk og sinni fyrri tign

halkatla, 19.5.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, æ, æ...  aumingja Mali. Gefðu honum aukastroku frá mér og hvíslaðu að honum batakveðjum. Vonandi þarf ekki að afskotta hann!

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.5.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Grey skinnið...  Gott að Mali skuli hafa níu líf.  Vonandi á hann eftir að geta sett upp á sér stýri í framtíðinni.

Ágúst H Bjarnason, 19.5.2008 kl. 16:06

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Blessaður kallinn, það er ekki gaman að lenda í svona óhappi.

Batakveðjur frá mér 

Marta B Helgadóttir, 19.5.2008 kl. 16:13

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hræðilegar fréttir af Mala. Kauptu trampólín og settu undir báðar svalir og opnanleg gluggafög. Þú tryggir ekki eftir á nema þú eigir Glitni.

Ólafur Þórðarson, 19.5.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Grey kisan, kötturinn minn er svo mikill heigull að það er varla að hann þori út

Valgerður Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 22:48

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Aumingja Mali. Ég vona að skottið grói vel og nái sinni fyrri reisn. Hann og þú voruð heppnir að hann skyldi ekki slasast meira.
Annars heyrði ég einu sinni sögu af ketti sem hoppaði ofan af níundu hæð í brennandi húsi í London. Hann kom niður á fjóra fætur, setti uppá sér stýri, labbað tignarlega  á brott og hvarf svo fyrir næsta horn.

Ég, Tító og Gosi sendum Mala batakveðjur og þér stuðningskveðjur í þessum hremmingum. 

Svava frá Strandbergi , 20.5.2008 kl. 01:07

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er aðeins farinn að hreyfa rófuna svo kannski verður þetta allt í lagi. En hann er voða daufur.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.5.2008 kl. 10:53

9 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Var Mali greyið að gá til veðurs?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.5.2008 kl. 11:27

10 Smámynd: Ásta Björk Solis

AUmingja Mali vonandi hressist hann sem fyrst

Ásta Björk Solis, 20.5.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband