Maí og Mali eru að spjara sig

Meðalhitinn það sem af er maí í Reykjavík er nú 8,35 stig. Hann er þriðji hlýjasti maí eftir 1949 við þessa dagsetningu. Hærri voru maí 1972, 8,36 og maí 1960, 8,66 stig. Góðar líkur eru á því að okkar maí hækki að meðalhita það sem eftir er og við endum með hlýjasta maí síðan 1960 en þá var meðalhitinn 8,7 stig.

Þetta eru þó mjög ólíkir mánuðir. Í maí 1960 kom bæði hitabylgja og kuldakast en nú hefur hitinn aldrei stigið mjög hátt í Reykjavík en heldur ekki fallið mjög lágt. Það hefur verið alveg frostlaust. Hitinn hefur verið óvenjulega jafn, dálítið líkt og 1961 sem þessi mun sennilega slá út í hitanum.  Maí 1960 var líka allt í lagi hvað sólina varðar en nú stefnir kannski í einn af tíu sólarminnstu maímánuðum í borginni 

Svo er það hitabylgjan sem sögð er vera yfirvofandi. Í gær, sem átti að vera forkunnarfínn  hitadagur, komst hitinn ekki einu sinni í 20 stig á landinu. Það er bara hallærislegt. Ég hef enga trú á því að maíhitamet verði slegið.

Samt vil ég nú ekki hengja mig upp á það. 

Það ylli þvílíkri sorg meðal hysterískra aðdáenda minna og hans Mala að ég legg það ekki á þá. Það er annars af Malanum að frétta eftir rófubrotið að taugarnar sem stjórna kúkelsinu hafa ekki aldeilis lamast eins og óttast var um tíma en það hefði orðið hans bani. Hann hefur mikið kúkt og voða stórt undanfarið.

Og ég er alveg alsæll.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Algjör sælukúkamaí! Góðar kveðjur til ykkar Mala, gott að heyra að hann er að koma til, kúturinn. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: halkatla

það eru allir mjög sælir yfir þessu

halkatla, 26.5.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband