27.5.2008 | 10:41
Hleranirnar voru bara venjulegur ruddaskapur
Það er ekki hægt að afsaka hleranir á 32 íslenskum heimilum árin 1949-1968 með tílvísun til kalda stríðsins. Það er ekki hægt að réttlæta allt sem miður fer í ljósi tíðaranda.
Hleranirnar voru ruddaleg innrás í einkalíf fjölda fólks, ekki bara þeirra sem skráðir voru fyrir númerunum heldur allra heimilismanna og þeirra grunlausu einstaklinga sem hringdu í númerin.
Óhugnanlegast er að hleranabeiðnirnar voru næstum því aldrei rökstuddar og efnisleg afstaða tekin til þeirra heldur runnu þær sjálfkrafa í gegnum dómskerfið. Hlutur dómara er þar sérstaklega ámælisverður. Þeir eiga að gæta réttinda almennings og vera þröskuldur til hindrunar fyrir órökstuddri ásælni stjórnvalda í líf þeirra. Við afgreiðsluna var oft ekki vísað í eina einustu lagagrein. Dómararnir voru með öðrum orðum algjör gagnrýnislaus þý stjórnvalda og brugðust gjörsamlega skyldu sinni við almenning. Þetta mál ætti að verða tilefni til alvarlegra umræðna meðal lögfræðinga. En ætli þeir þegi ekki bara.
Auðvitað á að draga nöfn dómaranna fram í dagsljósið. Það er varla meira óviðeigandi en það að þeir leyfðu hleranirnar.
Flestar fóru þær fram að beiðni Bjarna Benediktssonar ráðherra. Hann hefur almennt verið hafinn upp til skýjanna, að minnsta kosti af samherjum hans í stjórnmálum. Má ekki endurskoða það álit? Er það nokkur sæmilegur maður sem ræðst af fádæma fruntaskap inn í einkalíf samborgara sinna? Svo hélt hann föðurlegar ræður til þjóðarinnar á gamlárskvöld og við ýmis önnur tækifæri án þess að hún hefði grun um hvílíkur úlfur fór þar í sauðargæru.
Auðvitað eiga núverandi stjórnvöld að biðja viðkomandi einstaklinga, niðja þeirra og þjóðina alla afsökunar á þessum dónaskap. En halda menn að Björn Bjarnason geri það? Vitaskuld mun hann verja föður sinn fram í rauðann dauðann eða yppta bara öxlum. Það er venjan meðal stjórnmálamanna undir svona kringumstæðum. Virðing og sæmd þeirra einstaklinga sem brotið var á skiptir engu máli í samanburði við orðstír einhvers stjórnmálarefsins sem líklega var oflofaður fram úr öllu hófi eins og venjan er með slíka menn.
Og þeir munu áreiðalega finnast, aðallega eftirlegukindur frá kaldastríðsárunum, sem munu reyna að réttlæta þessar hleranir og gera sem minnst úr þeim. Sem betur fer er slík þrælslund við stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á undanhaldi meðal fólks í nútímanum.
Menn vilja bara heiðarleika alls staðar og skiptir þá ekki máli hver stjórnmálaflokkurinn er. Og það á ekki að afsaka stjórnvöld, hver svo sem þau eru, þegar þau koma aftan að þegnunum, hverjir svo sem þeir eru, án rökstudds tilefnis. Það finnst mér grundvallaratriði.
Svo er það mikilvægasta spurningin: Getur ekki alveg verið að núverandi stjórnvöld séu að fremja einhver svívirðileg athæfi gegn okkur borgunum án okkar vitundar?
Viðbót: Viðbrögð dómsmálaráðherra koma reyndar ekki á óvart. Annars er ekki hægt að skilja hvað hann á við með orðunum að dómur sögunnar sé á einn veg. Það er ekki hægt að sjá til hvers þessi orð eiga að vísa. Þess vegna eru þau bara innantóm merkingarleysa. Björn grípur svo til þess skjálkaskjóls að afsaka hleranirnar með kalda stríðinu. Það var algjörlega fyrirsjáanlegt. En þegar kveðinn er upp dómsúrskurður um hleranir hjá einstaklingum verður að vera einhver sérstækari ástæða fyrir því en almennt ástand eða ímundunarafl. Og það ætti ráðherran að vita. Hann vill það bara ekki. Það er greinlegt að Björn sér ekkert athugavert við þá sjálfvirku afgreiðslu sem málin fengu og er það hrollvekjandi þegar dómsmálaráðherra á í hlut. Afstaða ráðherrans sýnir annars hvað honum finnst í lagi í mannlegum samskiptum. Hvað myndi hann segja ef ég æddi inn í svefnherbegi hans á skítugum skónum? Hleranir stjórnvalda á þessum eisntaklingum voru hliðstæður dónaskapur. Það á ekki að afsaka slíkt framferði bara af þvi að stjórnvöld áttu í hlut. En viðbrögð dómsmálaráðherra einkennast bæði af hroka og ragmennsku. Og hann situr sjálfur í skjóli valdsins. Þvílíkur heigull sem hann getur verið.
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:47 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
nú fer ég í alvarlegasta hysteríukastið til þessa!
halkatla, 27.5.2008 kl. 12:37
Svarið við mikilvægustu spurningunni er:
Jú, það getur þú bölvað þér uppá!
Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:17
Við erum andlega skyldir Þráinn, hvað sem Björn segir! Ég ætlaði áðan að gera athugasemd á þínu bloggi en mistókst og reyndi ekki aftur. Svo kemur þú bara til mín!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2008 kl. 18:30
Sæll Sigurður Þór Guðjónsson,
Ég las grein Kjartans Ólafssonar í Morgunblaðinu í dag um hleranir á "óvinum ríkisins".
Nú sé ég að við, sem fjölskylda, eigum víst hlut þar að máli, þar sem afi okkar og amma og fjölskylda þeirra, voru á lista yfir það fólk, sem virðist hafa sætt hlerunum stjórnvalda. Ég vil þó taka fram að ég persónulega mun að svo stöddu ekki taka afstöðu til þess, hvort ég krefjist afsökunarbeiðni af hálfu ríkisins vegna þess að afi minn og amma og aðrir fjölskyldumeðlimir voru hleruð fyrir 57 árum síðan.
Maður veit satt best að segja ekki hvernig maður á að bregðast við svona frétt og því rétt að melta þetta aðeins áður en einhver endanleg yfirlýsing er gefin út.
Ég á auðvitað frekar von á að stjórnvöld hafi beint sjónum sínum að öðrum innan fjölskyldunnar en grásleppukarlinum honum afa mínum og ekki á ég von á að lögreglustjóri hafi haft mikið af upplýsingum upp úr símhlerunum sínum, nema þá hvað hann fiskaði mikið af grásleppu, rauðmaga og þyrsklingi, sem villtist í grásleppunetin (þetta var áður en það varð glæpur að veiða þorsk).
Ég veit hins vegar, að karlinn átti það til að brjóta lögin og skjóta
einstaka álft, þegar hungrið svarf að í Skerjafirðinum. Önnur "landráð" mun hann ekki hafa framið á sínum langa sjómannsferli á togurum og skektu sinni.
Hér er að sjálfsögðu ekki um gamanmál að ræða, sem hafa má í flimtingum, en einhvern veginn á ég erfitt að sjá okkar fólk fyrir sér, sem fórnarlömb hlerana - og samt virðist það er satt. Pabbi sagði mér á sínum tíma að þeir bræður - Guðbjörn Jensson skipstjóri og dr. Ólafur Jensson, yfirlæknir, blóðbankastjóri og kennari við læknadeild H.Í. - hefðu heillast af kommúnismanum vegna þess að í þeirri stefnu sáu þeir og fleiri leið úr þeirri örbirgð og ranglæti, sem einkenndi æsku þeirra og margra annarra um og upp úr kreppunni miklu árið 1930. Fátæktin ranglætið fyrir 78 árum er staðreynd í flesta augum og hljóta flestir að geta séð að þessir góðu menn voru einungis að fylgja sinni sannfæringu, sem ég dáist að enn þann dag í dag.
Auðvitað voru þeir tveir meðlimir í flokkum kommúnista eða sósíalista á þessum tíma og þekktu efalaust einnig marga af forystumönnum þessara flokka. Báðir voru þeir alla tíð miklir herstöðvarandstæðingar og allir í fjölskyldunni vissu af andstöðu Ólafs Jenssonar í óeirðum fyrir utan Alþingishúsið árið 1949. Enginn í fjölskyldunni skammaðist sín fyrir það, þvert á móti virtust flestir stoltir af því að hann stæði á meiningu sinni - allavega var þetta upplifun mín á þessu í æsku.
Þegar ég stálpaðist kynntist ég Óla og Erlu - og var Óli þá orðinn doktor, yfirlæknir á Landspítalanum, kenni í Háskóla Íslands, fræðimaður og blóðbankastjóri og verð ég að segja að yndislegri, gáfaðri og skemmtilegri mann og konu hef ég ekki kynnst um ævina. Öll fjölskyldan var afskaplega stolt af því að þessi mikli læknir, fræðimaður og háskólakennari væri skyldur okkur og að mörgu leyti hefur hann alla tíð verið fyrirmynd mín.
Þetta mál er því nokkuð áfall fyrir mig og skringileg tilfinning að vera allt í einu kominn inn í hringiðu þessara hluta. Ég þarf nokkra daga eða vikur til að átta mig í raun á því, sem þarna hefur átt sér stað.
Sem mikill sjálfstæðismaður las ég bækurnar "Óvinir ríkisins" og "Í eldlínu kalda stríðsins"og fleiri ágætar bækur um þetta tímabila. Ég á satt best að segja - sem sjálfstæðismaður - erfitt með að mynda mér skoðun á þessu máli þá, og nú er ég enn meira ringlaður.
Þessi mál verður að mínu mati að ræða, þótt langt sé um liðið.
Með vinsamlegri kveðju,
Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.5.2008 kl. 18:40
Einstaklingar eru mjög berskjaldaðir gagnvart stjórnvöldum með allt sitt vald. Þess vegna ríður á að almenningur - ég tala nú ekki um dómarar - sýni þeim strangt aðhald. Þá skiptir ekki máli hver stjórnvöldin eru eða einstaklingarnir sem þau sækja að. Algjört lágmark er að stjórnvöld leggi fram RÖKSTUDDAN grun. Það virðist ekki hafa verið í þessu dæmi. Slíkt athæfi á aldrei að réttlæta í ljósi almenns tíðaranda eða með því að tortryggni og grunsemdir hafi legið í loftinu eins og sumir gera nú. Vissa aðstæður geta kannski gert ýmsar varúðarráðstafnir stjórnvalda nauðsynlegar, t.d. hleranir, en þá verður að styðja þær einhverjum rökum og dómarar að fjalla af gagnrýni um þær. Þar liggur gæfumunurinn milli réttarríkis og gerræðis. Að Björn skuli ekki skilja þetta er enn alvarlegra mál en hleranirnar sjálfar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2008 kl. 18:53
Þetta er ljóta málið, og ekki síður viðbrögðin. Tek undir með Þráni og bendi á þessa langloku hér máli mínu til stuðnings. Reyndar er ástandið vonandi ekki orðið svona skelfilegt hér á landi, en fái dómsmálaráðherra að ráða verður væntanlega stutt í það.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.5.2008 kl. 18:55
Ég man vel þessa tíma og fylgdist með þeim. Á þessum tímum voru margir góðir menn sem töldu í fáfræði sinni að kommonista stefnan væri það besta, enda var fátækt landlæg um þessar mundir á Íslandi. Menn gleymdu að taka með í reikninginn hversu margir menn eru í raun vondir. Það var það sem Halldór Kiljan sá, þegar hann fór til Rússlands, þá kommonisti, og hélt að hann mundi sjá guðsríki á jörð, en sagði eftir heimkomuna að það væri alveg sama hversu góð einhver stefna væri, að ef hún yrði svona auðveldlega misnotuð, þá ætti hún engan rétt á sér. Þess vegna skulum við ekki taka hart á því þó framsýnir menn í gamla daga, sem vissu meir en aðrir, bæðu um að símar yrðu hleraðir. Enda voru þeir viðbúnir þegar ráðist var á Alþingishúsið. Enda hvernig væri hér nú, ef Rússar hefðu lagt undir sig alla Evrópu, eins og þeir ætluðu sér, en stofnun Nató stoppaði þá með því að árás á eitt ríki væri árás á þau öll, líka Bandaríkin. Þá voru þeir reyndar búnir að leggja undir sig Eistland, Lettland, Litháen, Tékkoslovakiu, Ungverjaland, Rúmeniu, Búlgaríu og Pólland, og kannski fleiri. Við skulum láta gamla tímann eiga sig, því ef einhver þarf að biðjast afsökunar eru það þeir sem héldu að kommonistinn væri einhver lausn.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:31
Þetta breytir ekki því sem ég var að segja: til að hlera tiltekinn síma þurfa að vera konkret ástæður en ekki bara það að Rússar séu vondir. Þessar ástæður vantaði. Þess vegna voru hlerarnirnar geðþóttaákvörðun sem er samfélaginu hættuleg.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2008 kl. 21:17
Það er ansi mikið til í því að það voru aðrir tíma á dögum kalda stríðsins, og kannki smekksatriði hvort á að biðjast afsökunar á einhverju sem gert var, sem hefðu að athuguðu máli mátt sleppa.
Hins vegar er rétt að leyfa aðgang að upplýsingum um þessar hleranir, eins og gert hefur verið. Það er vel.
Mér finnst hins vegar að þær hömlur sem settar voru við útbreiðslu verka Laxness af íslenskum stjórnvöldum vítaverðar og skammarlegar, ef rétt er að íslensku ráðherra hafi komið í veg fyrir útgáfu bóka Laxness í Bandaríkjunum..
Jón Halldór Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 00:52
Menn eru nú að þokast æ nær Sovétinu.
Bráðum þagna allar gagnrýnisraddir á allt sem er talið PC.
Bráðum stækkar lagabálkurinn um hvað má segja og hvað ekki, ef vinstra ---ég er svo obboðslega góður,--liðið fær að ráða.
Svo koma fangelsisdómar í bunum um, hvað menn sögðu eða bara hugsuðu.
OFurfrjálshyggja með ,,ég er svo obboðslega góður" syndrome endar ætíð svona.
Þegar við vorum börn, þótti ,,normið" að vera hræddur við Sovétið eða lesa Þórberg.
Sumir lásu annað og hugsuðu út fyrir normið, þeir skildust ekki og voru ,,bara svona".
Nú eru allir sem ekki eru PC vondir og allir vilja banna þá og hugsanir þeirra.
Hvað næst.
Hamr og Sigð?
Bannað að hugsa eða að segja ljótu orðin.
Miðbæjaríhaldið
skilur ekki upp né niður í nútímanum, frekar en fortíðinni og biðst ekkert afsökunar á því
Bjarni Kjartansson, 28.5.2008 kl. 09:12
Ég man sjálfur eftir kaldastríðsárunum nema þeim fyrstu sem hér eru talin 1949. Það ár voru kannski viðsjár í landinu en eftir það var aldrei minnsta tilefni til að ælta nokkrum manni það að ástæða væri til að hlera hjá honum. allra síst 1968. Svo má ekki horfa framhjá aðalatriðinu sem ég minni á rétt einu sinni: heimild til hlerunar verður að vera rökstudd og dómari verður að fjalla efnislega um hana.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.5.2008 kl. 11:04
Má ekki segja að kaldastríðið ætti að vera grein innan veðurfræðinnar?
Kveðja, Viðar J.
Viðar Jónsson, 28.5.2008 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.