Er hann 250 manna maki?

Æðsti stjórnandi Kaupþings var árið 2006 tvo mánuði að vinna fyrir ævitekjum eins verkamanns. Árstekjur hans voru þá jafnháar og árslaun 250 almennra verkamanna.

Svo segir í úttekt sem Alþýðusambandið hefur gert á launum stjórnenda íslenskra fyrirtækja.

"Við hljótum að spyrja að samfélagslegri ábyrgð stjórnenda sem þiggja slík laun í ljósi þeirrar staðreyndar að um tuttugu ára skeið hefur ríkt sátt um að launafólk sýni ábyrgð í launakröfum sínum til þess að hér mætti ríkja stöðugleiki í efnahagslífinu," segir einnig í skýrslu ASÍ.

Nú eru alltaf einhverjir sem segja að svona megi ekki spyrja, það sé bara lágkúruleg öfund. Og þeir verja svona mismunun og segja að þeir hæfustu eigi að fá mest. En ekki trúi ég því að þessi vesalings forstjóri Kaupþings sé virkilega 250 manna maki. Hann er hins vegar í sérstökum aðstæðum þar sem menn hafa enga samfélagslega ábyrgð til að bera svo það sé sagt bara hreint út.

Mér finnst samt undarlegt að hann og aðrir sem þiggja álíka ofurlaun skuli yfirleitt geta sýnt sig á almannafæri innan um venjulegt fólk. 

Að þeir skuli ekki sökkva ofan í jörðina af skömm og blygðun.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ekki trúi ég því að nokkur bankastjórnandi á Íslandi sé að gera eða hafi gert hluti sem hvaða sæmilega skynsöm manneskja gæti ekki gert eftir að hafa kynnt sér starfið í mánuð eða svo.

Elías Halldór Ágústsson, 28.5.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband