Óvirðing við þjóðina

Er það óvirðing við dómara að sjá það sem blasir við að þeir afgreiddu beiðnir um hleranir alveg sjálfvirkt án þess að spyrja um rök eða meta beiðnirnar á nokkurn hátt? Bara stimpluðu. Ekki eru til nein dæmi um að þeir hafi synjað beiðni um hleranir.

Er ekki vænlegra að menn horfist af hugrekki og heiðarleika í augu við það hvernig dómarar brugðust heldur en fara í vörn fyrir þá?

Það er ekki eins og dómarar séu heilagir. Spilltir dómarar! Þeir eru nú ekki einsdæmi.   

Þáttur dómarana er kannski alvarlegasti þáttur hleranamálsins. Og það á að ræða þann þátt í stað þess að fá kaldastríðsflog í afneitun.

En það er kannski hægt að skilja að dómsmálaráðherra vilji ekki að ymprað sé á þessu.  Könnun á því gæti leitt ljós samþættingu flokksvalds og dómstóla svo geðsleg sem sú hugsun er.

Annars ætti dómsmálaráðherra að tala sem minnst um óvirðingu. Hvernig hann hagar sér bullandi vanhæfur í þessu máli er einhver mesta óvirðing sem stjórnmálamaður hefur nokkru sinni sýnt þjóðinni. Auðvitað kemst hann samt upp með það af því að í pólitík standa menn alltaf með sínum mönnum.

En það hlýtur að vekja óbeit alls sæmilegs fólks. 


mbl.is Dómarar ekki viljalaus verkfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var snemma árs 2003 þegar Davíð Oddsson réðst með offorsi á hæstarétt sökum þess að vinur hans Kjartan Gunnarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Sigurði (man ekki eftirnafn) forstjóra Norðurljósa.
Ekki steig Björn þá fram til varnar dómurum.

Þarf að minnast á Vatnseyrarmálið? Öryrkjadóminn? 
Ráðherrar hafa oft og víða lýst vantrausti á dómara, annað hvort með opinberu gargi, óeðlilegum afskiptum - eða lagasetningum sem drul** yfir fyrri dóma.

Allt í einu núna segist Björn Bjarnason fullviss um að engir viti betur en íslenskir dómarar?!?

Hræsni.

Hafðu þökk fyrir kröftuga gagnrýni á þetta bull Sigurður.


Baldur McQueen (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gott samstarf hins aðskilda ríksvalds.  Hljómar ekki eins og geinilegur aðalréttur.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Björn þarf bara að viðurkenna að hann tapaði kalda stríðinu.

Elías Halldór Ágústsson, 29.5.2008 kl. 00:45

4 identicon

Kærara þakkir fyrir sérlega góða færslu, mergjaða gagnrýni, sannarlega orð í tíma töluð. Baldur McQueen skrifa einnig skínandi góða athugasemd, ég er auðvitað sammála ykkur.

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband