Guðfræði

Þegar ég geng yfir bakgarðinn við húsið þar sem ég á heima kemur oft ungur köttur hlaupandi til mín með spert stýri og fer að nugga sér við fætur mínar. Þegar ég er búinn að klappa honum í bak og fyrir eltir hann mig svo um allan garðinn alveg út að undirgöngunum sem liggja út á akbrautina. Þetta endurtekur sig nánast á hverjum degi.

Engin deili veit ég á þessum ketti önnur en þau að hann er æðislegur.

Og sá er nú ekki að hugsa um það hvar ég er í pólitík eða hverju ég trúi eða hvers kyns ég eiginlega er. Hann er bara sæll og glaður yfir því að vera til og heldur að allir menn séu góðir og fagnar hverjum og einum af heilum hug.

Samt trúir hann ekki á guð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband