Glæsilegur árangur

Nú er ljóst að maí var í Reykjavík sá hlýjasti síðan 1960. Meðalhitinn var 8,6 stig og er 2,3 stig yfir meðallagi. Þetta er jafnframt þriðji hlýjasti maí í borginni síðustu 150 árin. Aðeins maí 1935 (8,9) og 1960 (8,7) voru hlýrri.

Allir dagar mánaðarins voru yfir meðallagi og er það sannarlega sjaldgæft. Úrkoman var vel undir meðallagi, kringum 70% af því, en mánuðurinn var sólarlítill, vantar svona 50 sólarstundir upp á meðallag. Mesti hiti mánaðarins var í lægra lagi, merkilegt nokk með svo hlýjan mánuð, aðeins 13,8 stig en aftur á móti gerði aldrei frost. 

Lítið fór fyrir hitametunum á landinu sem spáð var. Hitinn fór aldrei í 20 stig á mannaðri stöð en komst í 21,7 stig á sjálfvirku stöðinni á Hallormsstað einn daginn. 

Nú er það bara spurningin hvort mánuðurinn hafi ekki líka náð 8 stigum á Akureyri. Frávik beggja staðanna frá meðallagi er eitthvað svipað, vel yfir tvö stig.

Þetta var glæsilegur árangur hjá honum maí og við Mali erum ekki minna stoltir af honum en "strákunum okkar". Ekki spillir svo að ég sagði þetta hér hálfpartinn fyrir. Mjá! Það held ég nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þetta kallar maður að dúxa - hamingjuóskir!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 1.6.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband