15.6.2008 | 23:17
Beðið fyrir Vantrú í Laugarneskirkju
Bjarni Karlsson bað fyrir félaginu Vantrú í messu í Laugarneskirkju í kvöld. Hann bað reyndar ekki um það að guð leiddi félagsmenn til réttrar trúar heldur eitthvað í þá veru að þeim vegni vel að leita sannleikans.
Mér finnst alltaf svo yfirlætislegt þegar trúaðir menn eru að biðja upphátt fyrir trúleysingjum: Sjáið þessa syndara hér? Ekki veitir nú af að biðja fyrir þeim! Geta þeir ekki gert það í hljóði?
Einföld mannþekking og félagsleg þekking segir manni að þetta sé eins konar ögrun. Margir trúleysingjar standast nefnilega ekki reiðari en þegar allt í einu er farið að biðja fyrir þeim. Það hélt ég að jafn ágætur og vitur maður og Bjarni Karlsson ætti að vita.
Það fór líka fyrir brjóstið á mér að Bjarni prédikaði á móti greininni "Trúlausi guðfræðingurinn" sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Hana skrifaði Teitur Atlason sem lauk BA prófi í guðfræði en hætti svo námi og er nú í Vantrú. Auðvitað má gagnrýna þær skoðanir sem þar koma fram í sjálfu sér.
Mér finnst hins vegar ósanngjarnt þegar prestar nota prédikunarstólinn til að nafngreina menn sem skrifað hafa blaðagreinar og ráðast gegn skoðunum þeirra. Eðlilegt væri að svara þeim í blöðunum. Bjarni sagði að Teitur hæddist að hugmyndinni um fórnardauða Jesú sem mér finnst hann reyndar ekki gera eins og ég skil háð þó hann tali gegn hugmyndinni.
Messa er athöfn þar sem menn sem vegið er að geta ekki svarað fyrir sig á sama vettvangi. Höfundur greinarinnar hefði alveg getað verið viðstaddur án þess að geta komið nokkrum vörnum við.
Ég segi fyrir mig að ég yrði æfur, og er ég þó skapstillingarmaður hinn mesti, ef prestur í stólnum nefndi mig þar með nafni og réðist að skoðunum mínum í blaðagrein frammi fyrir söfnuðinum. Ég myndi fara með það undireins fyrir siðanefnd presta til að vita hvað þeir hefðu um það að segja. Í slíkum nefndum verða menn að rökstyðja niðurstöðu sína vandlega eftir siðfræðilegum brautum (líka siðanefndir trúarstofnana), ekki trúarlegum.
Svona eiga menn bara ekki að gera. Það er lágmark að svara mönnum á þeim vettvangi þar sem jafnræði ríkir með þeim sem hafa ólíkar skoðanir.
Meginflokkur: Guð sé oss næstur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:42 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Auðvitað átti hann að láta ógert að nefna manninn. Við, prestar sem og allir aðrir, eigum að tala VIÐ fólk, en ekki Á það!
Reyndar kvaddi ég einu sinni, í mikilli geðshræringu, andstæðing minn eitthvað á þessa leið: "Nei, ég ætla ekki að tala við þig aftur, - og guð blessi þig" Ég er viss um að þessi "blessun" hefur virkað sem argasta blótsyrði fyrir áheyrandann, - sbr. "djísöss kræst, ætlaru a dreba mig"
Beturvitringur, 15.6.2008 kl. 23:50
Ekki er vanþörf á að biðja fyrir vantrúarmönnum.
Theódór Norðkvist, 16.6.2008 kl. 00:17
Það stuðar mig óskaplega lítið þó trúfólk biðji fyrir mér. Mér þætti samt betra fyrir alla ef þetta trúfólk gerði eitthvað gagnlegt við tíma sinn.
En hvað sagði Bjarni, var hann eitthvað að tala um Svarthöfða eða var þetta bara prédikað út frá grein Teits í Fréttablaðinu?
Auðvitað er það háttur rolunnar að prédika um fjarstadda sem ekki geta svarað fyrir sig. Þetta gera prestar gjarnan, líka í bloggheimum.
Matthías Ásgeirsson, 16.6.2008 kl. 00:18
Það stuðar suma trúleysingja, kannski marga, þegar trúfólk biður fyrir þeim. En Bjarni lagði út af grein Teits. Hann gerði það kurteislega og málefnalega. Hann minntist ekki á Svarthöfða en hins vegar vék hann lítillega að Jóni Gnarr. Svo finnst mér Bjarni ekki meiri rola en t.d. Matthías Ásgeirsson þó mér finnist að hann hafi ekki átt að nefna nafn greinarhöfundar. Svo vil ég endilega taka fram að mér er andskotans sama þó menn biðji fyrir mér enda mun ekki af veita.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2008 kl. 00:25
Já, það er nú andskotans skárra en beðnar óumbeðnar bölbænir
Beturvitringur, 16.6.2008 kl. 00:43
Mér finnst það svona svipað að biðja fyrir vantrúar mönnum og að vantrúar menn sendu Svarthöfða á prestana.
Evert S, 16.6.2008 kl. 01:06
Ég man nú svo langt að ég minnist greinar sem ég skrifaði í DV, gegn því að keypt yrði orgel í Hallgrímskirkju, en mælti með því að peningunum yrði heldur varið til þess að koma upp aðstöðu og hjálp fyrir unga fíkniefnaneytendur, sem ekki var til þá.
Ég fékk á mig heila útvarpsmessu sem útvarpað var yfir landslýð allan, þó var ég að vísu ekki nefnd með nafni. En presturinn vildi meina að ég, höfundur grreinarinnar væri í ætt við sjálfan Andskotann. eða alla vega haldin annarlegum hvötum eins og hann orðaði það.
Ég hafði ekki aðstöðu til þess eins og klerkurinn, að útvarpa svari mínu , enda fannst mér þessar bölbænir guðsmannsins ekki svaraverðar.
Þó gaf vís maður mér óteljandi punkta um það á hvaða hátt ég skyldi svara prestfj.....
...........................................................................................
..............................................................................................
............................................................................................
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Svava frá Strandbergi , 16.6.2008 kl. 01:24
Gott að gegna vísum mönnum Guðný :)
Það er rosalegt að nota fjölmiðlun til að "messa" yfir fólki sem ekki hefur tök á að "messa" á móti.
Það er líka rétt, það á ekki að eyða púðri í það sem í raun er ekki svaravert! amen eftir efninu
Beturvitringur, 16.6.2008 kl. 02:18
Mér finnst merkilegt að prestinum hafi fundist Teitur vera að hæðast að hugmyndinni um fórnardauða Jesú, ég sé ekki betur en að Teitur útskýri einfaldlega frá því hvað felist í þessari meintu fórn samkvæmt kristinni trú.
Prestinum finnst greinilega það að útskýra fórnardauðann vera það sama og að hæðast að honum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.6.2008 kl. 03:07
Hvað get ég sagt, svona er hallelúja fólkið.
Ef menn eru ekki sammála því eða benda einfaldlega á að dæmið þeirra gangi ekki upp, vísindalega sannað að dæmið er einfaldlega rangt þá eru menn vondir og ég veit ekki hvað & hvað.
Þessir prestlingar eru náttúrulega að verja launaumslagið sitt fyrst og fremst.
Mér er nákvæmlega sama þó einhverjir talið við sjálfa sig um mig... úps biðji fyrir mér.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 09:37
Doktor: Þú hefur nú oft getað sagt ýmislegt og ekki allt par kristilegt. Og ég gæti trúað að heilu bænahringirnir, andlegir kleinuhringir, séu að biðja fyrir þér út um allan bæ. Svava: Hvað hét þessi prestur þinn? Var hann mikill kennimann? Evert S: Já, nokkuð til í þessu. Kannski er þetta bara kómedíustríð milla tveggja andlegra stórvelda; hins góða og hins illa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2008 kl. 09:56
En hvað er fyndið við að biðja fyrir einhverjum?
Matthías Ásgeirsson, 16.6.2008 kl. 10:19
Já Sigurður það hafa ótal menn farið í bænahringi vegna mín um allar jarðir og ekkert gerist, sem er sönnun fyrir því að bænir virka ekki.
En ef ég tek mið af því sem mér var sagt sem ungum dreng um Jesú karlinn þá verð ég eiginlega að segja að ég er kristilegri en flestir kristnir ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 10:21
En getur ekki verið minn kæri doktor að þú sért bara svo forhertur í afneitun á guði og náðargjöfum hans að bænir virki bara ekki á þig? Matthías: Evert finnst það svipað að biðja fyrir vantrújarseggjum eins og það að Vantrúarmenn sendu Svarthöfða á prestana og það átti að vera voða fyndið. Kannski finnst því sumum fyndið að biðja fyrir einhverjum. Mér finnst það nú eiginlega hálf fyndið ef einhver er að biðja fyrir t.d. þér, doktornum eða mér því allir vita að góðar bænir hrökkva af oss forhertum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2008 kl. 10:52
Ég er ekki í afneitun, ég tek bara staðreyndir eins og þær liggja fyrir.
Ég er ekki forhertur ef ég segi að 2 + 2 = 4 en ekki 5
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:03
Sæll aftur Ragnar Örn. Lærðu endilega að skrifa nafnið mitt, það er á skjánum.
Á ég að segja þér leyndarmál? Það þarf töluvert hugrekki til að andmæla hér á Íslandi vegna þess að um leið og þú mótmælir ranglæti ertu troðinn niður í svaðið af þeim sem verja það.
Ertu þá að tala um ríkiskirkjuna sem veltir rúmum fjórum milljörðum á ári eða ertu að tala um stærstu stjórnmálaflokkana?
Hvaða þunga þarf? Held það væri lýsandi ef þú myndir fræða okkur um það.
Matthías Ásgeirsson, 16.6.2008 kl. 11:50
Well um aldaraðir réðst kirkjan af miklum þunga á alla þá sem voguðu sér að efast um eitthvað sem hún sagði, það þarf ekki að fara nema nokkur ár aftur til þess að mér og Matthíasi hefði verið stungið í steininn, ef við förum aðeins aftar í tímann þá væru ég og Matthías á útgrilli sem eldiviður, eða jafnvel tjékkað á hvernig við virkuðum flotholtslega séð.
Þúsundir milljóna á ári í kufla er geggjun, misrétti, að þessir peningar fari í ríkistrú og gullkirkjur á hverju götuhorni er ekki samboðið þjóð sem segist virða lýðræði og trúfrelsi.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:57
Get verið sammála því að verjast skuli árásum á sama stað og þær eru gerðar - þ.e. ekki úr prédikunarstólnum, amk ekki varðandi einstök atvik og einstaklinga.
Hitt vil ég líka segja að ef "Dr. E" er málsvari sannleika og réttlætis og andlegs heilbrigðis, þá pant vera lyginn, óréttlátur og bandbrjálaður - að eilífu!
Hermann (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:17
Hermann fellur í kristilega gírinn og gefur í skyn að ég sé andlega vanheill, þetta bætist nú í ásakanir krissa á hendur mér... ég er dópari, e-töfluæta, illmenni, djöfladýrkandi... jæja ég nenni ekki að telja meira upp.
En ok við erum öll andlega vanheil.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:49
Gott fólk.
Það er ekki dauð umræðan og það er gott. Mig langar að útskýra að ég leyfi mér það á sumrin að vera ögn óformlegur í prédikun í kirkjunni. Þarsíðasta sunnudag var ég að tala um hvað það er absúrd að móðgast í Jesú nafni yfir honum Jóni Gnarr og símaauglýsingunum og svo ákvað ég að nota tíma minn á sunnudagsmorguninn síðasta til þess að skrifa svargrein við því sem Teitur Atlason fjallaði um í Fréttablaðinu. Ég hef hins vegar haft þann háttinn á að senda helst aldrei frá mér opinbera grein fyrr en ég er búinn að prédika um efnið. Ástæðan er sú að prédikun er ekki einræða heldur er söfnuðurðinn ekki síst í því hlutverki að afrugla prestinn. Í gærkveldi gekk ég hreint til verks, sagði fólki að ég væri ósviss um efnistökin og bað þau að hlusta og gagnrýna. Í messukaffinu á eftir fékk ég mjög gagnlegar athugasemdir og gat þá lokið greininni og komið henni í hendurnar á Bergsteini hjá Fréttablaðinu.
b. kv. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju
Bjarni Karlsson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:36
Þá er nú gott að lesa sér til Ragnar minn, þú getur t.d. lesið grein dagsins á Vantrú, en hún er fínt dæmi um að það sem við erum að andmæla.
Já en Ragnar, þetta er ekki trú meirihluta íslendinga. Þetta er trú minnihluta íslendinga. Kristnir eru hávær minnihluti hér á landi. En það er allt í lagi, þeir mega alveg vera kristnir mín vegna, ég vil bara að hér ríki jafnrétti í þessum málum sem öðrum.
Matthías Ásgeirsson, 16.6.2008 kl. 13:39
Það er nú beðið fyrir kirkjunni, prestum, biskupum og djáknum í hverri einustu messu - og veitir ekki af.
Auk þess er þar beðið fyrir "forseta vorum og ríkisstjórn" og dómstólum svo iðrunarlausir vantrúarseggirnir eru ekki í slæmum félagsskap.
Svavar Alfreð Jónsson, 16.6.2008 kl. 15:19
Ég er nú alveg á móti því - með leyfi - að sérstaklega sé beðið fyrir forseta vorum og ríkisstjórn við hverja guðþjónustu. Mér finnst það einmitt sýna auðsveipni kirkjunnar við ríkisvaldið. Afhverju er ekki alveg eins við allar messur beðið fyrir mér og Mala? Ég hata öll fín forréttindi. Biddu nú fyrir okkur með fullu nafni í næstu messu Svavar Alfreð! Og er þá aldregi að vita nema við iðrumst synda vorra.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2008 kl. 15:34
Ragnar Örn, ertu að reyna að koma einhverju á framfæri?
Með öðrum orðum, svo ég hafi þetta einfalt. Hefur þú eitthvað að segja?
Matthías Ásgeirsson, 16.6.2008 kl. 17:08
Prestur er með þessu að segja að vantrúaðir hafi rangt fyrir sér án þess að þurfa að rökstyðja það um leið og hann er að sveipa sig sjálfmiðaðri helgi. Hann setur sig stalli ofar en aðrir og þykist hafa eitthvert yfirnáttúrlegt vald.
Að leiða fórnardauðann eða hvað sem er af ólíkindum guðspjallanna í ljós jarðbundinnar rökhyggju verður sjálfkrafa háð, það er viðurkennt, en það er ekki vegna þess sem skoðar heldur að viðfangsefnið þolir ekki ljós skynseminnar og verður fáránlegt.
Ég vona bara að prestar haldi áfram slíkum barnaskap og blotti almennilega eðli sitt. Það verður alltaf vatn á myllu vantrúar.
Annars hefur bænarfyrirbrigðið verið marg rannsakað og sýnt að virki alls ekki. Menn geta t.d. séð árangurinn hjá ríkistjórninni, sem fr extra dós á hverjum sunnudegi.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2008 kl. 19:06
Gvöð og Ekkert, Djöfull eru menn nú fullir af anda.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2008 kl. 19:23
Ship o hoj!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2008 kl. 19:25
Ég skil ekki hvernig menn geta dressað sig upp í kufla og haldið þessari þvælu á lofti árið 2008, ég skil ekki menn árið 2008 sem koma fram og halda þessu fram þó þeir klæðist "eðlilega";
Þetta er algerlega óskiljanlegt en ég skal hætta að tala um dæmið um leið og þeir hætta að ætlast til þess að ég virði það, um leið og þeir hætta að ætlast til þess að ríkið dansi eftir dogma þeirra, um leið og þeir hætta að svíkja fé úr sjúkum og einföldum, um leið og þeir hætta að valsa inn í grunnskóla
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:09
Geymdi... um leið og þeir hætta að fá skattaafslátt vegna hjátrúar... það er eins og þetta lið sé á ofurörorkubótum, súperöryrkjar eða eitthvað álíka
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:11
Þakka innlitið frá séra Bjarna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2008 kl. 20:41
Bæn: Að halda að þú sért að hjálpa án þess að gera nokkuð.
Jón Ragnarsson, 16.6.2008 kl. 21:58
Nimbus, ég man ekkert hvað presturinn hét, enda langt síðan hann messaði mig niður, á gömlu gufunni, í Ríkisútvarpinu, en hann var á þessum tíma prestur í Breiðholtskirkju í Mjódd.
En spólan með þessari útvarpsmessu er geymd í Útvarpshúsinu og ég hlustaði vandlega á hana þar og ákvað þá, að láta þennan ofstækiskennimann eiga sig.
Svava frá Strandbergi , 16.6.2008 kl. 21:59
Nimbus, ég man ekkert hvað presturinn hét, enda langt síðan hann messaði mig niður á gömlu gufunni, í Ríkisútvarpinu, en hann var á þessum tíma prestur í Breiðholtskirkju í Mjódd. En spólan með messunni er geymt í Útvarpshúsinu og ég hlustaði nánar á hana þar.
Svava frá Strandbergi , 16.6.2008 kl. 22:19
Eins og ég hef margoft sagt er trúin, í sinni einföldustu birtingarmynd, aðferð mannskepnunnar til að sætta sig við látna ástvini. Trúa því að þeir hafi í raun ekki yfirgefið okkur þ.e. enn þá til bara á öðrum stað (sem trúaðir kalla t.d. himnaríki).
Rannsóknir virtustu vísindamanna hafa leitt það í ljós að heilastarfsemi okkar er ætið að búa til áætlanir fram í tímann.. fara í sumarfrí, í skrúðgöngu, í bíó, í afmæli osfrv. osfrv. með fjölskyldu og vinum. Þegar einn okkar deyr er ekki lengur hægt að gera það sem búið var að "plana" með viðkomandi en heili okkar heldur samt áfram að gera plön, því er einfaldast að láta sem viðkomandi sé í raun enn þá meðal okkar og þar kemur trúin sterk inn.
Þess vegna trúum við!
Þetta er aðferð okkar til að blekkja sjálfa okkur til að sefja huga okkar.. ekkert annað...
Það er því langlíklegast að ekki sé til neinn guð, enginn Jesú og biblían er einfaldlega verklýsing af áðurnefndri sefjun og hefur ekkert með staðreyndir að gera.
Tinni (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 12:19
kvikindislegir trúmenn njóta þess í botn að biðja fyrir óviljugum trúleysingjum þeir geta ekkert varist, bara núna var ég t.d að biðja fyrir einum ykkar - segi ekki hverjum
halkatla, 17.6.2008 kl. 16:13
Vildi að ég væri trúleysingi svo einhver mundi hugsa fallega til mín!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 16:26
Við gætum hefnt okkar með því að bölva þeim á móti, beðið skrattann að fyrirgefa þeim eða eitthva... hehehe
DoctorE (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:50
nei plís ekki senda skrattann á eftir mér Dokksi
Sigurður, ef þú verður nafngreindur í kirkjunni næsta sunnudag (og etv Mali líka) þá þarftu ekki á ómerkilegum almúgahlýhug að halda!
halkatla, 18.6.2008 kl. 10:33
Ég þykist þess fullviss að Svavar Alfreð muni biðja fyrir okkur Mala. En ég verð æfur og klaga í allar siðanefndir guðs og manna ef Mali verður EKKI nefndur sínu fullu nafni: Mali Sigurðsson.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.