Draumspeki Íslendinga er bara hjátrú

Einhver maður sagðist hafa dreymt fyrir þremur ísbjörnum. Það sýnir hjátrú Íslendinga að það skuli yfirleitt hafa komist í fréttir. Ekki nóg með það! Heldur er eins og menn taki svo mikið mark á þessu að manni finnst að það hafi eitthvað að segja um væntingar manna um það að finna þriðja ísbjörninn.

Ef finnast nú þrír birnir væri þá draumur mannsins ótvíræð forspá um það? Getur ekki verið að menn dreymi þrjá ísbirni og þrír ísbirnir gangi á land án þess að nokkurt orsakasamhengi sé þar á milli?

Eitt undrar mig mjög. Það er að menn skuli ekki skrifa niður drauma sína og dagsetja þá undir eins og þeir hafa dreymt þá. Ég veit ekki um nein dæmi um slíkan frágang á draumum sem síðan var hægt að flagga framan í fólk eftir að draumurinn "kom fram". Þó getur verið að slíkt hafi gerst. Þegar menn hafa dreymt draum og geyma hann einungis í minni sér er hætt við að þeir hagræði honum, þó ekki sé nema ósjálfrátt, til að koma honum heim og saman við veruleikann, til að hægt sé að segja að viðkomandi sé berdreyminn sem á víst að vera alveg óskaplega merkilegt. Oftast mun sá hinn sami þó fremur vera bullukollur en spámaður.

Og hvað ef finnast nú fjórir ísbirnir? Væri þá um ekta berdreymi að ræða?

Meint berdreymni sumra Íslendinga skal hiklaust kallast bull og þvæla þar til þeir geta sýnt skriflega fram á það að þá hafi í raun og veru dreymt drauma sína áður en atburðirnir gerðust sem þeir þykjast hafa dreymt fyrir.

Munar þá nokkuð um að skrifa drauma sína? Ég hélt draumadagbók árum saman. Draumar mínir voru djúpir og spakir. En þeir komu aldrei fram. Draumar eru ekki fyrir einhverju heldur eru þeir  endurspeglun af sálarlífi  dreymandans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óhjákvæmilegt að einhverjir draumar "rætist" rétt eins og það er óhjákvæmilegt að einhverjir telji sig vera bænheyrða, rétt eins og það er óhjákvæmilegt að stjörnuspá eigi við hjá einhverjum.

Því fleiri sem publisa draumum sínum, því fleiri sem fara með bænir, því fleiri sem lesa stjörnuspá, því meira aukast líkur á að eitthvað eigi við hjá einhverjum.

Táknar það eitthvað spes... neibbs það táknar ekkert.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Mig dreymdi í nótt að ég færi með kettinum mínum á bókasafn, sem var í risastóru nítjándu-aldar húsi úr rauðum múrsteini.Við töluðum mikið saman. Ég hlakka mikið til að sá draumur rætist.

Annas vil ég benda á þetta:  http://www.baggalutur.is/frettir.php?id=3798

Elías Halldór Ágústsson, 23.6.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Má segja svona?

Matthías Ásgeirsson, 23.6.2008 kl. 17:28

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Að eitthvað sé bull og þvæla! Það held ég nú! hÉg segi að það sé ALGJÖR bull og þvæla. Þó skal ég ekki útuloka að unnt sé að skynja fram í framtíðina í undirvitundunni sem oft er næmari á vísbendingar en meðvitundin en það er ekkert dulrlænt við það og það geti komið fram í draumi. En það er ekki hægt að taka mark á forspárdraumum nema menn hafi vit á að spá þeim ÁÐUR EN ATBURÐIRNIR GERAST en ekki eftir á.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2008 kl. 18:45

5 identicon

Ég lagði mig í dag og dreymdi að þú mundir svara akkúrat svona Sigurður; Undur og stórmerki.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:29

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sigurður Þór, þetta er nákvæmlega það sem ég hef sagt um draumráðningar og annað húmbúkk.  Auðvitað verðum við að kalla þessi hindurvitni sínum réttu nöfnum.

Það er ekkert mál að spá fyrir einhverju eftirá.

Matthías Ásgeirsson, 23.6.2008 kl. 22:04

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, þetta er bara merkingarlaust rugl!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mig dreymdi draum aðfararnótt 15. júní.
Draumurinn rættist 19. júní.
Og hananú!

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 02:05

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Láttu þig ekki dreyma um það að þetta hafi verið forspá!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2008 kl. 02:09

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég geri það bara víst! Draumurinn og rætingin gátu bara ekki verið annað en forspá!

Og hananú - aftur! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband