29.6.2008 | 14:39
Víkverji um blogg
Víkverji á Morgunblaðinu segir þetta í dag um blogg og bloggara:
"Víkverji sér ansi oft vitnaði í blogg í fjölmiðlum. Hann getur ekki séð að menn hafi þar ýkja mikið fram að færa. Mest eru þetta skammir eða raus á fremur illa skrifaðri íslensku. Það er eitthvað sérlega dapurlegt við það að fólk sé farið að eyða mörgum tímum á dag í að kynna sér þessi ómerkilegu skrif. Fólk ætti að taka sér góða bók í hönd eða horfa á fugla himinsins, fremur að eyða þeim í leit að vitleysislegum og síst mannbætandi skrifum á netinu."
Alveg er ég hjartanlega sammála Víkverja en bendi á með fágætri auðmýkt og lítillæti að það er svo sem hægt að rausa og skammast líka á hinn vitleysislegasta hátt í blöðunum á óprenthæfri íslensku og það jafnvel nafnlaust eins og huglausustu og ómerkilegustu bloggararnir.
Það sannaar grein Víkverja.
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:37 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Já, þetta var náttúrulega mjög vel ígrundaður og málefnalegur pistill hjá Víkverja dagsins - og frábærlega vel skrifaður og stílbragðið með eindæmum skemmtilegt.
Ég vona að við fáum fleiri slíka í framtíðinni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 16:14
Sælir
Ég er mikið uppá samsæriskenningar og þess vegna dettur mér í hug hvort það sé eitthvað samhengi milli þess að uppúr því að hart er herjað á Sjálfstæðismenn á bloggsíðum fyrir meinta spillingu að þá komist Víkverji að því um bloggskrifin að "mest eru þetta skammir eða raus á fremur illa skrifaðri íslensku.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 17:03
Það er tímaeyðsla að lesa hinn nafnlausa Víkverja. Enn meiri tímaeyðsla að lesa nafnlausa Staksteinana. Og fólk sem hangir á Z-unni eins og um sjálfstæði landsins sé að ræða er ekki sérfræðingar um gott íslenskt mál.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 18:12
Og nú ætla ég að fara að horfa á leikinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.6.2008 kl. 18:41
Mikið er ég hjartanlega sammála ykkur Víkverja.
Hins vegar verð ég (enn eina ferðina) útskýra og taka upp hanskann fyrir okkur nafnlausu bloggarana. Ég held að fæst okkar séu hugleysingjar í leit að einhverju/m til að níðast á. Hvað sjálfan mig varðar þá er ég mikið þekktari undir netheimanafninu mínu heldur en raunheimanafninu. Þetta væri svona svipað og ef ég færi upp úr þurru að kalla þig Tóta en þú kysir að vera kallaður Sigurður Þór og ekkert annað. Enginn myndi þekkja þig ef ég myndi bara spyrja um Tóta þegar ég væri að reyna að ná í þig í síma.
Af hverju "nafnleysi" ?
Ég hef hvorki tíma né nennu til að útskýra raunheimanafn mitt fyrir útlendingum (því þeir hafa jú líka þetta "internet" sem okkur finnst svo gaman að) þannig að ég einfaldlega vel mér nafn sem fólk allstaðar í heiminum getur stafsett og lesið skammlaust. Séu útlendingarnir, eða aðrir sem ég spjalla við, forvitnir þá er lítið mál að upplýsa það (og þá fyrst eyða tíma í útskýringar á -son og -dóttir nafnahefðinni hér á landi) , auk þess er það í höfundarhlekknum mínum.
p.s. sér enginn nema ég mótsögnina í því að skrifa stuðningsyfirlýsingu við blaðagrein um lélega bloggara í bloggi ?
B Ewing, 29.6.2008 kl. 23:01
Ég er ekkert á móti nafnlausu bloggi og er bara að stríða Víkverja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.6.2008 kl. 23:32
Bara til að það sé á hreinu, eru Staksteinar ekki nafnlausir. Þeir eru skrifaðir af ritstjórn Moggans. Þetta las ég alla vega í Staksteinum...
Sigurjón, 30.6.2008 kl. 05:26
Jájá, förum bara öll að horfa upp í loftið á bíbí, með góða bók í hönd...
Getur maður ekki bara gert bæði, lesið góðar bækur og bloggað? Ég hef nú ekki mikinn áhuga á fuglum himinsins, en internetið er þeim mun skemmtilegra.
Rebekka, 30.6.2008 kl. 09:43
50 metrar hérna undir Vatnajökli í dag í verstu hviðunum! Kannski ég snúi mér ekki bara að því að blogga um veðrið, ég hef hvort eð er aldrei neitt merkilegt að segja!
Kreppumaður, 2.7.2008 kl. 05:12
Haha Sigurður, skemmtilega háðskur tónn í þessuhjá þér, sömuleiðis skemmtileg viðbrögð margra hérna.
Og get alveg sagt það, að þið Einar Sveinbjörns og Ómar Ragnars stundum, eruð ekki beinlínis leiðinlegustu né vitlausustu bloggararnir og hvað þá ílla skrifandi!
Magnús Geir Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.