Þriðji sólríkasti júní í Reykjavík

Nú er ljóst að júní var sá þriðji sólríkasti í Reykjavík síðan mælingar hófust. Sólskinsstundir voru næstum því 314. Sólríkari var júní 1928, 338,3 stundir og 1924, 313,2 stundir. Maímánuðir árin 2005, 1967 og 1958 voru einnig nokkuð sólríkari en þessi. En þessi mánuður var hlýjastur allra þessara mánaða. Meðalhitann er 10,6 stig. Frá 2002 hafa þó, merkilegt nokk, fjórir aðrir júnímánuðir verið álíka hlýir eða hlýrri en samt er mánuðurinn á topp tíu listanum frá upphafi. 

Í Vestmannaeyjum virðist þessi júní vera um hálfu öðru stigi yfir meðallagi og jafnvel sá næst hlýjasti frá upphafi. 

Á Akureyri virðist hitinn vera í meðallagi en undir því á austurlandi inn til landsins.  

Hvað viljiði það betra kæru borgarbúar? Nú fáum við svo vel yfir tuttugu stiga hita á suðuvesturlandi í vikunni ef spár ganga eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband