7.7.2008 | 11:59
Því er ekki að leyna
Að ýmislegt er óljóst varðandi mál Paul Ramses. Mér finnst til dæmis að þau hjá ABC, sem sagt er að hafi sönnungargögn um það að Ramses sé á dauðalista í Keníu, ættu að birta gögnin opinberlega. Gögnin hafa hvergi birst svo ég viti. Þessi líflátsógnun er sterkasta röksemdin fyrir því að Paul Ramses verði veitt hér hæli sem pólitískum flóttamanni.
Nú er ég ekki að draga trúverðugleika Paul Ramses í efa. Aðeins að benda á það að beinar staðreyndir eru grundvöllur allra mála.
Sitt hvað fleira sem mál hans varðar mætti vera stutt órækum gögnum frá hlutlausum aðila. Ekki treysti ég Útlendingastofnun og vitnisburður annarra þarf auðvitað líka traustra heimilda við.
Útvarpið var að skýra frá því að utanríkisráðherra vildi ekki gefa upp afstöðu sína til þess hvort hún vilji að reynt verði að fá Paul Ramses aftur til Íslands. Hvers vegna ekki? Hún hefur sagt að sér sé umhugað um málið. Afhverju getur ráðherran þá ekki gefið hug sinn upp til þjóðarinnar? Þjóðin hlýtur að eiga heimtingu á því miðað við fyrri yfirlýsingar utanríkisráðherra.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:35 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það er nú auðvelt að sjá hvaða skoðun utanríkisráðherra hefur í þessu máli með því að skoða hennar aðgerðir í málinu.
Rosemary, eiginkona Pauls Ramses, fékk dvalarleyfi í Svíþjóð til ársins 2012, trúlega vegna þess að það væri svo leiðinlegt að búa í Kenía, samkvæmt Ómari Valdimarssyni.
Og gruni lögregluna í Kenía Paul um að hafa stolið peningum, sem sendir voru héðan til Kenía á vegum ABC Barnahjálpar, bar henni að krefjast framsals á Paul til Kenía. Og lögreglan hér hefði átt að rannsaka það mál, gruni hana slíkt hið sama, og ekki hefði nú Útlendingastofnun látið happ úr hendi sleppa að minnast á slíkt í sínum yfirlýsingum.
Það er ekki nóg að vera svartur eða geðveikur, maður þarf líka að geta sannað það. Tala nú ekki um ef maður er bæði svartur og geðveikur.
Þorsteinn Briem, 7.7.2008 kl. 14:46
við Mali viljum koma á framfæri óskum um svör - undir þetta skrifar Anna Karen
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 16:28
Sá sem sækir um pólitískt hæli á Íslandi er klárlega geðveikur. Hann þarf ekki að sanna það. Bobby Fischer fékk hér pólitískt hæli á grundvelli sérstakra tengsla sinna við landið, án þess að hafa búið hér eða dvalið í rúmlega þrjá áratugi, átt hér ættingja eða maka. Hann hafði einungis verið hér í nokkrar vikur sumarið 1972 vegna heimsmeistaraeinvígis í skák.
Fyrst fékk Bobby Fischer hér dvalarleyfi og þegar það dugði ekki til að fá hann lausan úr varðhaldi í Japan fékk hann nokkrum mánuðum síðar íslenskan ríkisborgararétt.
Kenía, Bandaríkin og Japan eru öll utan Evrópu. Bobby Fischer var hins vegar hvítur og bar hróður Íslands út um allar koppagrundir með því að láta svo lítið að koma hingað fyrir 36 árum. Þess vegna slapp hann við fangelsisvist í Bandaríkjunum. Það borgar sig alltaf að koma til Íslands.
Þorsteinn Briem, 7.7.2008 kl. 17:04
Anna Karen var hér í heimsókn að heilsa upp á Mala og láta gott af sér leiða.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 17:12
Í dag segir leiðari Morgunblaðsins að taka ætti mannúðarsjónarmið til greina í Ramsesmálinu. Sama var haft eftir varaformanni Smfylkingarinnar í sjöfréttum RÚV. Þetta hef ég verið að segja hér á blogginu og bent á að mannúðarsjónarmið eru ekki eitthvað sem er utan við lögin sem fara á eftir heldur er beinlínis gert ráð fyrir þeim í lögunum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 18:14
Samkvæmt lögum um útlendinga er beinlínis bannað að senda flóttamann héðan til annars ríkis, hafi hann sérstök tengsl við Ísland, þrátt fyrir að viðkomandi hafi komið hingað frá öðru Schengen-landi.
Í því tilfelli þarf einungis að skilgreina hvaða merkingu "sérstök tengsl" hefur og það gefur auga leið að þau merkja hér fleira en eingöngu það að viðkomandi flóttamaður eigi hér fjölskyldu eða maka, því þá myndi slíkt vera beinlínis tekið fram í lögunum, í staðinn fyrir "sérstök tengsl".
Mestu tengsl við landið eru að eiga hér fjölskyldu eða maka og þau næstmestu eru að hafa búið hér, líkt og Paul Ramses hefur gert. Og ekki er hægt að ætlast til að pólitískir flóttamenn hafi búið hér lengi til að þeir teljist hafa sérstök tengsl við landið.
Hér er hins vegar um undanþáguákvæði að ræða og því ber að túlka það þröngt, þannig að ekki getur verið um margt annað að ræða í þessum efnum. Þeir sem hafa einungis komið til Íslands sem ferðamenn hafa til dæmis ekki sérstök tengsl við landið í þessum skilningi.
Bobby Fischer fékk hér hæli sem pólitískur flóttamaður á grundvelli sérstakra tengsla sinna við landið, sem hann taldist hafa, þar sem hann hafði teflt hér sumarið 1972. En hann átti hér "eingöngu" vini en ekki ættingja eða maka og hann hafði aldrei búið hér.
Paul Ramses sótti hér um pólitískt hæli 31. janúar síðastliðinn og þá voru bæði hann og eiginkona hans hér löglega. Hann kom hingað frá Ítalíu um miðjan janúar í ár og dvalarleyfi hans á Ítalíu rann út 20. febrúar síðastliðinn, samkvæmt Útlendingastofnun.
Lög um útlendinga nr. 96/2002:
46. gr. Réttur til hælis.
Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd.
Maki flóttamanns, sambúðarmaki eða samvistarmaki og börn undir 18 ára aldri án maka, sambúðarmaka eða samvistarmaka eiga rétt á hæli nema sérstakar ástæður mæli því í mót."
Þorsteinn Briem, 7.7.2008 kl. 21:01
ég fann svörin við skuggalegustu spurningunum okkar Mala í bakþönkum Þráins Bertels í dag, allavega sumt af þeim Mali getur ábyggilega bitið mjög fast í helbláu höndina!
halkatla, 7.7.2008 kl. 21:13
Það kom vel fram í Kastljósi, sem Steini Briem hefur reyndar bent á einhvers staðar á netinu, að kona Ramses kom hér löglega en svo rann dvalarleyfið út vegna seinagangs Útlendingastofnunar við afgreiðslu málsins. Svo fjallar Haukur Guðmundsson um hana sem afbrotamann og hótar að reka hana úr landi, væntanlega með samþykki dómsmálaráðherra. Þetta er að koma eigin sök upp á aðra og er fáheyrður skepnuskapur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 21:48
"Ættingja eða maka" átti að sjálfsögðu að standa hér að ofan en ekki "fjölskyldu eða maka".
Davíð Oddsson, þáverandi utanríkisráðherra, beitti sér fyrir því á sínum tíma að Bobby Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt og þar með pólitískt hæli hér. Sú umsókn fór fyrir Allsherjarnefnd Alþingis og Alþingi veitt honum ríkisborgararéttinn í mars 2005, en Fischer hafði fengið hér dvalarleyfi í desember 2004, sem dugði ekki til að Japanir slepptu honum úr haldi.
Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir að fá Fischer framseldan frá Japan til Bandaríkjanna, þar sem hann átti yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir að brjóta viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Júgóslavíu með því að tefla við Boris Spassky í Belgrad árið 1992.
Þorsteinn Briem, 7.7.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.