Kælandi áhrif sjávarins

Í dag var loftið í háloftunum yfir landinu hlýrra en það hefur verið áður í sumar. Því miður ná þessi hlýindi sér óvíða á strik vegna þoku og skýja sem koma frá hafinu. Á svæðinu kringum Þingvelli, Borgarfjörð og sunnanverðu Snæfellsnesi, ásamt hálendinu milli Hofsjökuls og Vatnajökuls hafa hlýindin skilað sér. Á Þingvöllum og Hvanneyri fór hitinn í 24 stig, 22 í Stafholtsey í Borgarfirði, 21 á Mýrunum og í Húsafelli og 20 á Bláfeldi á suður Snæfellsnesi. Og 22 stig voru svo í Veiðivatnahrauni og 20 á Setri fyrir sunnan Hofsjökul.  

Í Reykjavík komst hitinn í 15 stig sem er auðvitað ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hins vegar var sami hiti á Skálafelli í yfir 700 metra hæð og í Bláfjöllum komst hitinn í 18 stig og 19 á Hellisheiði. Sýnir þetta vel kælandi áhrif sjávarins.

Þetta hægviðri er reyndar alveg vonlaust fyrir höfuðborgarbúa. Ekki er von um neitt skárra nema hreyfi vind af hagstæðri átt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér er spurn og þó fyrr hefði verið: Afhverju gerir aldrei neinn efnislegar athugasemdir við veðurfærslur mínar þó menn kommenti eins algjörir besservisserar á allar aðrar færslur á þessari bloggsíðu?

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það gera sér allir grein fyrir að þú veist betur um veðrið - ég að minnsta kosti - og Emil er í Barcelóna.

Ég var útivið í dag þegar þokunni létti loksins og mikið lifandis skelfing var það gott... ylurinn var yndislegur. Mér finnst 15 stig í sól í Reykjavík bara mjög fínt, ekkert hægt að kvarta yfir því.

Býst við að þú sért búinn að sjá þokufærslu Einars Sv. Hún var athyglisverð.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hugur minn er nú mjög í þoku. En gaman var að sjá fyrsta besservisserann birtast!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 22:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sólskin, logn, fimmtán stiga hiti og minnkandi mengun vegna hækkandi bensínverðs.

Gæti ekki betra verið.

Þorsteinn Briem, 7.7.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ertu búinn að breyta mér úr hysterískum aðdáanda í besservisser? Varla get ég verið hvort tveggja, það fer svo illa saman!

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.7.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst nú bara gott að búa út við sjóinn, það verður frekar sjaldan of heitt fyrir mig hérna.    En það hefur samt komið fyrir, ég fjárfesti í borðviftu sem bjargar mér á heitustu dögunum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.7.2008 kl. 03:00

7 Smámynd: halkatla

hreppurinn minn kemst ekki einu sinni á blað!

halkatla, 10.7.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband