13.7.2008 | 11:46
Orð guðs
Það er sagt að biblían sé orð guðs. Sumir vilja skilja þau orð alveg bókstaflega þó öll önnur orð, jafnvel hin hversdagslegasta umræða, séu alltaf tvíræð og túlkunum háð, jafnvel eftir tónblæ raddarinnar í töluðum orðum.
Biblían er fjandi gömul, sum rit hennar eru meira en 2000 ára og mygluð eftir því en yngstu ritin eru frá því kringum 150 eftir Krist.
Hvers vegna í ósköpunum datt guði í hug að opinbera orð sitt fyrir svona ævalöngu síðan þegar öll tækni til að útbreiða orðið var á öðru og lægra stigi? Ekkert prent, ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, ekkert blogg! Hefði ekki verið svo miklu praktískara fyrir guð að bíða með að opinbera öll sín mörgu orð - og náttúrlega þennan frelsara - þar til á okkar dögum. Hugsið ykkur ef allar sjónvarpsstöðvar heims myndu boða frumflutning á boðorðunum tíu í beinni útendingu um gjörvalla heimsbyggðina. Píslarganga Krists væri svo lýst á staðnum undir listrænni umsjá Mel Gibsons. Og annað eftir því.
Já, guð þjófstartaði heldur betur með sín orð, hver ég þori ekki fyrir mitt litla líf að draga í efa, en ég veit að margir nýjungagjarnir menn og glysgjarnar konur vísa þeim háðulega á bug sem forneskjulegu tauti. Hversu miklu skynsamlegra og notendavænna hefði það nú verið af guði að bíða með orðin sín til okkar daga og nota alla nýjustu áróðurs-og fjölmiðlatækni til að koma þeim á framfæri.
Meginflokkur: Guð sé oss næstur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:32 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Jæja - þá er fjandinn laus...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.7.2008 kl. 12:07
Já er það ekki skrítið að ef Guð skapaði heiminn þá beið hann í um 13 milljarða ára til þess eins og hafa afskipti af einum litlum hnetti, í öllum alheiminum. Og til hvers jú til að skapa m.a. eina skrítna dýrategund, í sinni mynd.
Líður svo og bíður, í nokkur hundruð þúsund ár, þar til einn daginn ákveður Guð, að best væri nú að senda son sinn til jarðarinnar, með munnleg fyrirmæli um það hvernig skildi dá sig og dýrka.. Til að bæta gráu ofan á svart, sendir hann strákinn í lítinn smá bæ, í miðausturlöndum...
Þetta hljómar allt mjög sennilega er það ekki...?
Tinni (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 12:41
Til að bæta gráu ofan á svart lítur út fyrir að þessi bær hafi alls ekki verið til fyrr en eftir dauða hans.
Elías Halldór Ágústsson, 13.7.2008 kl. 13:18
Gaman hefði verið að bloggast á við hann
Beturvitringur, 13.7.2008 kl. 16:00
éfú er á blogginu
Brjánn Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 16:27
Sæll Sigurður. Það eru nú einhverjar milljónir manna sem líta þetta allt örðum augum, eða þannig að þessi þjófstarts-hugmyndafræði verður óþörf.
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér það frekar, er ágætt að byrja t.d. hér
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.7.2008 kl. 16:44
Ég hallast helst að því að þú hafir rétt fyrir þér hérna.´
Ég á líka erfitt með að skilja hvers vegna guð hefur ekki "uppfært" biblíuna. Hugsaðu þér hversu mikið minna væri um rangtúlkanir ef hann héngi með í þróuninni.
Guð fyrirgefi oss!
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 17:28
Athyglisverður pistill. Ha ha - ég hef aldrei áður séð þennan frumlega vinkil á umræðuna um guð!
Auðvitað hefði hún guð átt að bíða eftir blogginu. Hvað var kerlingin að hugsa?!
til Mala
Helga (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 19:00
Allir senda til Mala en enginn sendir til mín.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 19:59
Gróðvænlegasta "Nígeríusvindl" allra tíma.
Sá sem trúir þessu kjaftæði er með einhver efnaskiptavandamál í hausnum á sér... nú eða hefur beina hagsmuni af dæminu.
Margir mundu trúa á Hans og Grétu ef þau segðu að þú fengir extra líf ef þú gerðir það.
Mér finnst nú soldið gay að senda þér þetta.. en oki, til þín Sigurður
DoctorE (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 20:46
Doctor:
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 20:51
Orð Guðs leiðir greinilega af sér mikla -
halkatla, 13.7.2008 kl. 22:32
Og það frá Doksa af öllum mönnumþ
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 23:42
Já gaman að þessum pælingum. Er bjalla um hálsinn á litlu pussy sem situr í fanginu á þér?
Ólafur Þórðarson, 13.7.2008 kl. 23:56
Þetta er nú meira kærleiksheimilið orðið... Þú ættir kannski að blogga oftar um gvuðsfeðga ef það hefur svona áhrif.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.7.2008 kl. 00:22
Þvílíkt rugl og vanvirða.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 00:24
Jón Valur! Þú þarft að læra að rugla soldið. Það er gott fyrir meltinguna og losar um harðlífið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 00:30
Ég verð hjartveikur á að horfa upp á að hörkutól eins og þú ert farinn að veifa þessum eldrauðu hjörtum.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 00:38
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 00:48
Nú fæ ég kast...
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.7.2008 kl. 01:01
Þvílíkt rugl og vanvirða í Jóni Val að segja orð þín rugl og vanvirðu.
Vanvirðu við hvað gæti maður svo spurt?
Er hægt að vanvirða hugarburð eða það sem ekki er til? Er hægt að vanvirða fólk, semtrúir á eitthvað sem ekki er til, með því að segja að það sé ekki til?
Vanvirða Jóns við almenna skynsemi og órarnir í hans eigin höfði eru alltaf jafn broslegir og aumkunarverðir. Greistrákurinn að vera svona uppfullur af steypu. Það veður allt svo miklu þyngra.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2008 kl. 01:04
Jón minn Steinar! Slakaðu á! Jón er ekki verri en þú. Þið eruð bara ólíkir en ágætir báðir tveir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 01:07
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 01:09
Og Siggi. Skammastu þín fyrir að espa upp hómófóbíuna í Jóni Val! Kærleiksvottur manns í garð annars, er fyrir honum argasta kynvilla.
Það var þó merkileg vísindarannsókn sem Doksi birti í gær eða í fyrradag. Þar kom í ljós að þeir sem voru hómófóbískir, hlutu mesta og hraðasta örvun við að skoða hommaklám. Vert umhugsunnar. Mikið er ég nú alltaf þakklátur vísindunum. Þau eru andstæða óskhyggjunnar og óranna og sýna hlutina eins og þeir eru en ekki eins og maður endilega vildi að þeir væru.
Tough luck fyrir JV
Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2008 kl. 01:11
Ég á nú eitt svar við þessu kommenti Jónvalur, spónvalur, skíta rónvalur. Pant alltaf hafa réttara fyrir mér 1,2, 3,4, 5, 6, 7,8,9, 10...alltaf tíu sinnum réttara fyrir mér! Na na na na na na! liggaliggalá!
Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2008 kl. 01:14
Já, það er merkilegt hvað Guð þegir mikið þessa dagana. Hann greinilega nennir ekki að tala við nokkurn mann núorðið, en talaði signt og heilagt við útvalda í den. Væri ekki kjörið að koma með update á boðorðin tíu eða eitthvað?
Guð virðist reyndar hafa þagnað á svipuðum tíma og fréttir hættu að berast af hrikalegum refsiaðgerðum hans, samanber Gamla testamentið. Í því talaði hann við menn út og suður og refsaði syndugum hægri vinstri.
Að vísu segja ýmsir að Guð tali við sig. Þeim er almennt ekki trúað. Í den var slíkum trúað og frásagnirnar færðar í bækur. Nú er slíkum stungið á hæli. Kannski þess vegna sem Guð hefur þagnað.
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 01:27
Friðrik Þór finnst gaman að tala án ábyrgðar eins og fleiri hér. Mikið voðalega eigið þið Siðmenntarmennirnir bágt með ykkur.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 01:42
Hvar er ábyrgðin í orðum þínum JV? Fátt verður lesið úr þínum skrifum annað en: ÉG!
Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2008 kl. 01:45
Einu sinni enn Jón valur en svo nenni ég ekki að tyggja það í þúsundasta sinnið ofan í þig: Ég er ekki í Siðmennt. Ég er ekki í Vantrú heldur. Talandi um ábyrgðarleysi! Þusar eitthvað sem þú hefur enga hugmynd um! Bla dí bla dí bla. Guðs útvaldi maður.
Ég tala hér víst af ábyrgð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum. Og á ekkert bágt með mig. Annað en þið í Guðspekifélaginu, JV.
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 01:54
Enda heita allar mínar efnismöppur ÉG – eða hvað?
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 01:58
Hvernig átti ég að muna þetta um þig, Friðrik minn? Maður getur nú ekki munað allt. Og síðan hvenær er ég í Guðspekifélaginu?! En gættu tungu þinnar (og óstýrilátra tölvufingra), eins og sá sé til, sem þú hefur enga sönnun fyrir, að sé ekki til.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 02:02
"Ja hættu nú að snjóa", segi ekkert annað en það. Með beztu kveðju.
Bumba, 14.7.2008 kl. 03:03
Allt í einu vaknaði ég um miðja nátt, aldrei þessu vant. Ég vil koma með netta ritskýringu við þetta blogg: Það er auðvitað rakið bull og án ábyrgðar fremur en argasta rugl og ber því augljósan vott að það er ekki í fúlustu alvöru en öllu gamni fylgir nokkur óskilgreind alvara. Og það er holt að bulla stöku sinnum enda dregur það oft fram léttari hliðar manna eins og hér sést í sumum athugasemdunum. En talið eigi niðrandi um hvern aðra, bloggvinir og bræður!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 04:05
Sofnar þú út frá blogginu Sigurður?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.7.2008 kl. 08:30
Jón Valur: Þvílíkt rugl og vanvirða.
Ertu viss um það?
Ef ég segði við þig að ég héldi að Harry Potter væri til.. Mundi það vera rugl og vanvirða að reyna að koma mér í skilning um að hann væri alls ekki til..?
Þá þíðir ekkert að koma með þá röksemd að þín ævintýrabók sé betri.. það er hún bara einfaldlega ekki...
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 09:10
takk alles fyrir skemmtilega lesningu í morgunsárið.
fjas er til framdráttar!
Brjánn Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 09:47
Tinni, ég endurtek: Þið hafið enga sönnun fyrir því, að Guð sé ekki til. Hins vegar vita allir, að Harry Potter varð til í höfði rithöfundarins.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 10:09
Er Harry Potter ekki til..
Óskar Arnórsson, 14.7.2008 kl. 10:11
Nei Vilhjálmur Örn. Ég sofnaði ekki út frá blogginu. Fór bara að sofa á venjulegum tíma en glaðvaknaði allt í einu kl.4. Það geri ég aldrei svo þetta var einkennilegt. En heyrðu karl minn, ertu nokkuð farinn að loka á athugasemdir frá mér? Ein undrasnjöll kom aldrei. Þú mátt svo sem alveg hafa ráð fyrir mér í þessum efnum því þú ert mér auðvitað svo miklu vitrari!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 10:41
Jahérna! ég skemmti mér konunglega hérna! Haldið áfram!!!
Tinni, Harry Potter, Guð og Jesú Kristur....allir samankomnir á blogginu þínu Sigurður!
I love it
Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 10:42
Góður Óskar :)
JVJ: Can't prove a negative
Takið þið eftir að allir voru í elskulegum fíling þangað til að meintur guðsmaður kom, það hlýtur að vera tákn.. um eitthvað.
Já og rannsóknin með hommafóbíu var góð, sannar eiginlega það sem ég hef alltaf sagt :)
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/589587/
DoctorE (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:52
Ó - er Jón Valur ekki í Guðspekifélaginu? Hvernig átti ég að muna það?
JV heldur þruglinu áfram og segir mér að gæta tungu minnar. Samt fabúlerar hann ekki bara um félagsaðild mína, ranglega, heldur gerir mér upp þá skoðun að ég telji sannað að Guð sé ekki til. Fabúlerar enn, ranglega, um að ég sé trúleysingi þar með. Sennilega telur hann alla trúleysingja sem ekki trúa á HANS Guð. JV: Ég er, ef eitthvað er, Agnostic og þar með tel ég einmitt að tilvist Guðs hafi ekki verið afsönnuð - né heldur sönnuð. Reyndu að setja það á bak við eyrað og muna næst. En sennilega áttu bágt með að muna nokkuð það, sem ekki er um það bil 2000 ára gamalt. Þið í Sálarrannsóknarfélaginu eigið erfitt með það sem ekki er löngu dáið.
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 10:58
Jón Valur: Hins vegar vita allir, að Harry Potter varð til í höfði rithöfundarins.
Er það nú víst!!! ? Held nú bara að svo sé ekki... Til er fólk sem trúir að Elvis sé á lífi.. Reyndar hef ég heyrt að til sé trúarsöfnuður í BNA þar sem Elvis er dýrkaður.. Hefur söfnuðurinn meira að segja fengið viðurkennda réttastöðu sem sérstakur trúarsöfnuður og hefur sú trú sömu réttindi og önnur trúarbrögð, þar vestra...
Ég veit það hinsvegar fyrir víst að meirihluti mannkyns heldur að Guð sé til... en það er ekki nein sönnun á tilvist hans frekar en að meirihluti mannkyns hélt að jörðin væri flöt í denn..
Harry Potter varð til í höfði rithöfundarins.
Afar athyglisverð yfirlýsing komandi frá þér Jón Valur, af öllum mönnum!... Hugsaðu þá um þetta Kann það að vera að Guð finnist einungis í höfðum þess er á hann trúa... þ.e. rétt eins og Harry Potter..
Jón Valur! Ef ég segi að á sporbaug um Mars sé fljúgandi teketill.. Getur þú afsannað þessa fullyrðingu?
Getur þú afsannað tilvist Harry Potter?
Hef heyrt það fyrir víst að rithöfundurinn hafi verið innblásinn af heilögum anda, við ritstörf sín.. Hún sjálf áttar sig ekki því, að hún var í raun að skrifa um staðreyndir... Óskar þannig ekki örvænta.. Harry Potter er í rauninni til ..
Það er vanvirðing við þá sem trúa á Harry Potter að halda öðru fram.. Það kallast Potterlast..
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 11:12
Hér er kominn Harry Potter,
Helvíti hjá Sigga nú flott er,
með gasið Tinni,
úr Gröfinni Binni,
skondnir margir með skott hér.
Þorsteinn Briem, 14.7.2008 kl. 11:31
Ég mun berjast ötullega fyrir Potterisma.. og hrópa POTTERLAST!! í hvert sinn er einhver vogar sér að hallmæla eða draga í efa hinn heilaga Harry Potter.. Heimta að viðkomandi verði tekinn út af bloggsíðum þar sem slíku verður haldið fram..
Svo finnst mér að veita eigi Potterprestum aðgang að skólum landsins.. Einnig ætla ég að berjast fyrir því, að í dómsölum landsins, verði hægt að sverja við heilagann Potter að maður ætli að segja heilagann sannleikann og ekkert nema sannleikann..
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 11:34
Varðandi bloggfærsluna: Ef gert er ráð fyrir því að guð sé til og biblían sé í rauninni hans orð, skrifað þó gegnum dauðlega menn, má þá ekki alveg hugsa út í það hvers vegna guð, sem sagt er líka að sé alvitur og hlýtur þess vegna að hafa séð fram í tímann, hafi kosið að opinbera orð sín í fornöld fremur en t.d. á okkar dögum? Mega menn ekki bollaleggja um þetta? Er eitthvað að því? Og er til eitthvert stílform (alvarlegt þá víst og ábúðarfullt?) sem á að vera hið eina rétta ef menn bollaleggja um þetta? Það er svo alveg rétt að framan af voru allir i góðum fíling í athugasemdum en svo fóru menn að berjast innbyrðis. Og allt spratt þetta af því að ég furðaði mig á því allir senda til Mala en enginn sendi til mín. Meira var það nú ekki. En by the way: Mali sendir til allra sem ramba inn á þessa síðu, réttlátra jafnt sem ranglátra, guði þóknanlegra sem guði mjög vanþóknanlegra.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 12:01
Sigurður! Viltu hætta þessu standi! Klæðir þig svo illa :)
Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 12:20
Ja, hérna! Oft geta sakleysisleg orð leitt fólk á villigötur öfganna.
Auðvitað er Harry Potter til! Ég er búin að lesa um hann 7 bækur og horfa á... ja, 4 eða 5 bíómyndir um hann. Á þetta allt uppi í hillu. Þar eru bækurnar um Harry Potter við hlið Biblíunnar, Kóransins og Blöndalsorðabókar, svo eitthvað sé nefnt.
Felst ekki í orðinu trúfrelsi að maður megi trúa því - eða á það - sem manni sýnist? Ég hélt það...
Katla krútt sendir til Mala mjása.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:24
Ég þoli nú ekki þennan Harry Potter. Mér finnst einhver meinfýsni svífa yfir vötnunum. Og heitir hún svo Katla hundfrökenin! frá mér og frá Mala til hennar. Og svo alveg extra, bara frá mér, til Heiðu:
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 12:30
Takk fyrir að bjarga mér Lára Hanna!..mér líður strax betur.. jédúda minn!!...ég trúi á trúfrelsi..
Óskar Arnórsson, 14.7.2008 kl. 13:24
Sigurður: má þá ekki alveg hugsa út í það hvers vegna guð, sem sagt er líka að sé alvitur og hlýtur þess vegna að hafa séð fram í tímann, hafi kosið að opinbera orð sín í fornöld fremur en t.d. á okkar dögum?
Ef homo sapiens er a.m.k 160.000 ára.. telst Guð hafa haft samband, rétt fyrir augnabliki síðan.. Þannig þetta eru ekki valid rök Sigurður.... Heldur hvernig hann fer að því að hafa samband..
Það sem vekur furðu mína, er aftur á móti, hversvegna beið hann svona lengi með að hafa samband??.
Af hverju sendi hann gamlan kall upp á fjall og lét hann hanga þar í um 40 daga eftir níþungri steintöflu sem kallinn asnaðist svo til að brjóta, rétt í því þegar hann kemur ofan af fjallinu..
Hefði nú ekki verið betra að dreifa boðorðunum 10 á löggiltum skjalapappír yfir heimsbyggðina. ?
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:44
Svo til að svara Guðsótta börnum...
Ef þið trúið að Guð sé alvitur, almáttugur og algóður.. þá er hægt að afsanna tilvist hans vísindalega.. og það hefur verið gert..
Victor J. Stenger, God: The Failed Hypotesis. How Science Shows that God Does not Exist
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:51
Hérna eru í gangi fjörugar umræður! En eru þær ekki að verða á köflum full alvöruþrungnar?
Stundum veltir lítið þungu hlassi...
til Mala og til Nimbusar.
Helga (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:59
Tinni: Ávending mín er fullkomlega valdi með hliðsjón af því sem er aðalpunkturinn og þér virðist hafa yfirsést : hve það hefði verið praktískara að koma með orðið þegar fjölmilatæknin var orðin þróuð. Svo sagði ÉG ekki að guð væri alvitur, heldur EF gert yrði ráð fyrir því. Skoðun mín á guði er reyndar ekki hér til umræðu og mun ekki verða.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 14:35
Frá mér til Helgu. frá Mala til Helgu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 14:37
Friðrik Þór, það er gott, að þú skulir ekki vera róttækari en svo að vera í eivitahyggjunni (agnosticisma). Hættu svo þessari viðkvæmni.
Gervidoktor og Tinni, þið hafið enga afsönnun fyrir tivist Guðs og ættuð því að tala varlegar hér sem annars staðar.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 14:38
Jón Valur: Gervidoktor og Tinni, þið hafið enga afsönnun fyrir tivist Guðs og ættuð því að tala varlegar hér sem annars staðar.
Þú hefur ekki afsannað tilvist teketilsins eða heilags Harry Potters... vil því biðja þig um hafa aðgát í nærveru sálar.. og bera virðingu fyrir því fólki sem trúir ekki á þinn Guð heldur Harry Potter og fljúgandi teketil.. Hver veit, eftir svona 2000 ár, verði heilagur Harry Potter með svipaða stöðu og Jesú hefur í dag.. og hver veit að nema Jesú hafi svipaða stöðu og sólguðinn Horus, hefur í dag.. En Horus er nú einmitt talinn, af mörgum, vera frumgerðin fyrir Jesú biblíunnar.. En á tímum forn Egypta var talið að Horus væri til rétt eins og menn telja að Jesú hafi verið til...
Sigurður.. Já enda sagði ég að aðferð Guðs, til að hafa samband við okkur væri býsna umdeilanleg og deili þar með algerlega þeirri skoðun þinni.. en er ekki sammála um að það sé langt síðan hann hafði samband ef aldur homo sapiens er skoðaður.. Þú hefur einnig misskilið að ég hafi verið að gera þér upp skoðanir á því hvort þú teldir Guð alvitran og algóðan... átti við allt annað fólk en þig.
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:06
Það eru allir trúleysingjar. Sem dæmi eru kristnir menn trúlausir á allah og Múslimar trúlausir á hinn kristna guð. Það er heimskulegt að halda að einhver ein órökstudd trú sé rétt og sönn en samt allar hinar sem eru jafn vitlaur séu ekki sannar. Það eina rétta er að trúa ekki á neinar af þessum miðaldar/fornaldar goðsögnum. Sama á við um miðla, spákonur, skottulækna og allt það kjaftæði.
Óli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:17
Af öllum lífmassa Jarðar, er svokallaður Homo Sapiens um 0,001%. Skyldi megnið af þessum lífmassa, 99,999%, einhverja guði hafa?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.7.2008 kl. 15:33
Það er hlægilegt þetta tal um Harry Potter í þessu sambandi. Ekki svaravert.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 15:33
En mitt komment er það svaravert.
Fyndið með þessi Sköpunarsinna. Alltaf segja þeir að rök séu ekki svaraverð þegar þeir eiga ekki til neitt skynsamlefg svar.
Teketillinn eru mjög góð rök gegn tilvist guðs. Það er ekki hægt að afsanna ketilinn frekar en guð, en tilvist beggja er stjarnfræðilega ólýkleg. Það er ekki 50/50 þó svo þú getir ekki sannað né afsannað bara fávitar halda það.
Óli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:39
Jón: Trúir þú því að til sé eitthvert "afl" er sé alviturt, algott og almáttugt??
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:44
Siggi kall þú ert búinn að gera Jón Val alveg snældupirraðan með þessu guðslasti þínu og mig með hrúgunni :)
Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 15:57
"þið hafið enga afsönnun fyrir tivist Guðs og ættuð því að tala varlegar hér sem annars staðar"
-Jón Valur Jensson
Ábyrðin liggur hjá ykkur trúuðum að sanna. Það er ekki okkar að afsanna goðsagnir sem við trúum ekki á.
Getur þú afsannað Allah, Budha, Þór og allar hinar goðsagnirnar?
Óli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:58
Sé að hér ríkir kærleiksandi og allt logar í hjörtum, sendi hér á síðueiganda, svo og alla aðra sem við því vilja taka. Ég held að Guð hafi einmitt alls ekki hætt að tala .. frekar að við höfum hætt að hlusta, ef eitthvað er.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.7.2008 kl. 16:12
Óli reit; "Það er ekki hægt að afsanna ketilinn frekar en guð en tilvist beggja er stjarnfræðilega ólýkleg"
Lifið sjálft er stjarnfræðilega ólíklegt. Þarf að sanna tilvist þess?
Að eitthvað se stjarnfræðilega ólíklegt utilokar ekki tilvist thess. Ergo; Fyrri hluti setningarinnar er rokrettur; "Það er ekki hægt að afsanna ketilinn frekar en guð", en sa siðari ekki.
Gott ad Oli gerir ser grein fyrir thvi, tha tharf ekki ad rifast frekar um thad.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 16:18
Tinni, spurðu sjálfan þig: Er Tinni til?
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 16:29
Það er frekar auðvelt að sanna að líf sé til ekki satt. Hér erum við jú lifandi við lyklaborðið.
Ertu að halda því fram að við þurfum að afsanna allar mögulegar goðsagnir til að þú gerir þér grein fyrir því að það er ekki rökrétt að trúa þeim. Af hverju að velja að trúa á einn guð og hafna hinum. Fólk sem trúir á guð velur guðinn bara eftri því hvað foreldrarnir trúa. Ef Jón Valur hefði fæðst í Írak þá væri hann múslimi. Þetta fólk sem trúir svona fornaldar goðsögnum hugsar ekki sjálfstætt.
Þegar eitthvað er stjarnfræðilega ólýklegt þá er það ekki þess virði að spá í möguleikanum.
"Þvílíkt rugl og vanvirða"
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 00:24
Af hverju finnst þér trúarbrögð hafin yfir gagnrýni. Finnst þér líka rugl og vanvirða að gagnrýna sjórnmálaskoðanir?
Óli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:35
"Tinni, spurðu sjálfan þig: Er Tinni til?"
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 16:29
Er þetta þá gáfulegasta sem þú getur komið með?
Óli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:42
Er núna að hugsa með síðdegisteinu: Ef teketill á að vera á sveimi kringum Mars þá hlýtur hann að hafa komist þangað með geimfari frá jörðu því fyrirbærið teketill er ómundeilanlega mannaverk. Það hlýtur að vera hægt að fá það uppgefið hjá geimvísindastofnunum Bandaríkjanna og Rússlands hvort einn teketill hafi einhvern tíma verið sendur til að vera á braut um mars. Ef ekki þá er það algjörlega útilokað, sem sagt eins mikil sönnun og verða má, að þar sé einn teketill á sveimi. Þetta finnst mér ekki flókið dæmi. Harry Potter ævintýrapersóna sem sköpuð var af skáldsagnahöfundi alveg eins og margar aðrar skáldsagnapersónur. Hann er tilbúningur og allir vita það og hægt er að rekja tilbúninginn til upphafs síns. Þó menn trúi ekki á guð er ég hærddur um að menn verði að reyna að afsanna hann með traustari rökum en Harry Potter. Menn eru samt fyrir löngu hættir að reyna að sanna tilvist guðs af því að hún verður ekki sönnuð með þeim aðferðum sem venjulega er sannað með en það er heldur ekki hægt að afsaanna tilvist guðs með neinum aðfeðrum. Það verða guðleysingjar að skilja ef þeir vildu allra náðarsamlegast gjöra svo vel. Þó þeir fullyrði allir í kór: Guð er ekki til, er það ekki traustari staðhæfing en þegar trúmennirnir fyllyrða allir í kór: Guð er til. Það held ég nú. Það er nú líkast til.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 16:53
Það sem þolir ekki gagnrýni og er varið með ritskoðun/höftum á málfrelsi, er einskis virði.
Sannanir_fyrir_tilvist_guða = 0;
Sannanir_gegn_tilvist_guða =0;
Við höfum ekkert, hvorki af eða á.
Huglægt mat eða tilfinningar, gamlar sögur, mikilfengleiki alheimsins/lífsins segir ekkert.
Að við skiljum ekki eitthvað er ekkert nema akkúrat það; það er bara staða þekkingar okkar á hverjum tímapunkti.
Þar til guðinn kemur og sýnir sig og sannar hver hann er, þá er hann einfaldlega ekki til.
Að halda því fram að mannkynið sé eitthvað spes er hreint fáránlegt, við erum eins og krabbamein á plánetunni okkar.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:56
Ja thad er alveg satt her sijum vid thrattt fyrir ad thad se vidurkennt ad tilvist throads lifs a jordinni se stjarnfraedilega olikleg sem sannar ad tho ad eitthvad se stjarnfraedilega oliklegt er thad ekki omogulegt.
Hver er ad setja ut a at truarbrogd seu gagnrynd?
Oli reit;"Ertu að halda því fram að við þurfum að afsanna allar mögulegar goðsagnir til að þú gerir þér grein fyrir því að það er ekki rökrétt að trúa þeim."
OLI reit; "Teketillinn eru mjög góð rök gegn tilvist guðs. Það er ekki hægt að afsanna ketilinn frekar en guð,.."
Thetta er rokvilla Oli minn. Thad er vel haegt ad sanna ad thad er enginn teketill og thad er vel haehgt ad sanna tilvist Guds.
Ef thu hefur ahuga a ad kynna ther thad tha skal eg birta tha rokleidingu her.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 17:00
Þú afsannar ekkert teketilinn með því að spurja nasa. Hvað ef Ríkur sérvitringur hafi skotið teketil eitthvað út í geim og hann hafi hitt á braut um mars. Eða ef einhverjar geimverur annarstaðar að hafi búið til teketil og sent hann á braut um mars? Ef þið áttið ykkur ekki á því þá er þetta dæmi bara til að sýna hversu fráleitt það er að trúa á guð. Því þetta er jafn fráleitt. En alveg eins líklegt.
Óli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:03
Hvernig myndirðu sanna að tekitillinn sé ekki til? Hvernig sannarðu að guð sé til?
Mér þætti gaman að sjá það.
Óli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:18
Mér er skemmt...
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.7.2008 kl. 17:19
Þetta er ekki rökvilla. þetta er bara til að sýna fram á að það er hægt að koma með fullt af jafn óafsannanlegur hlutum sem eru álíka fáránlegir og tilvist guðs.
Að margir trúi einhverju gerir það ekki satt.
Óli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:22
Það er ekki "teketill" sem geimverur myndu búa til. Teketill er almennsk uppfinning. Og hann er mjög efnislegur hlutur. Slíkur hlutur af mannavöldum getur ekki verið úti í geimnum nema honum hafi verið komið þangað. Enginn ríkur sérvitringur getur komið hlutum út í geiminn, aðeins geimvísindastofnanir. Dæmi til rökstuðnings verða að vera raunhæf, þær mega ekki bara vera fantasíur þó þær geti verið skemmtilegar. Þetta dæmi er ekki nothæft til að afsanna tilveru guðs. Það er ekki hægt að búa til absúrd dæmi til að sanna eitthvað sem líka á að vera absúrd nema með því að leiða líkinguna vel í ljós. Það vantar þarna. Annars nenni ég þessu svo ekki lengur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 17:25
Svanur! Það sem Óli á, að sjálfsögðu við, er að þeim sem trúa ekki á tilvist guðs er það jafn fjarlægt og að til sé ketill svífandi í kringum Mars... Þú þarft ekkert að reyna að snúa út úr þessu... Það er ekki verið að afsanna tilvist Guðs með katlinum heldur að benda á hversu ólíklegt það geti verið að fyrirbærið Guð sé til... Það getur ekki nokkur maður með 100% vissu sagt að Guð sé ekki til.... frekar en maður getur verið 100% viss um nokkurn hlut.
Hinn frægi trúleysingi Richard Dawkins hefur búið til skala frá 1 - 7.
1 = Alveg 100% viss um að til sé Guð..
7= Alveg 100% viss um að ekki sé til Guð..
Richard hefur sett sjálfan sig á skalann og er hann nr. 6.. en segir svo í góðlátlegu gríni svona ca. 6,5 - 6,7...
Í gegnum rannsóknir sínar hefur hann fundið mjög fáa sem eru algerlega sannfærðir þ.e. 100% sannfærðir um að Guð sé ekki til.
Hinsvegar hefur hann fundið aragrúa fólks sem staðsetur sig nr. 1 á skalanum eða 100% viss um að Guð sé til...
Þetta segir nú meira um hrokann í þeim trúuðu heldur en því fólki sem ekki trúir..
Jón víkur sér undan að svara fyrirspurn minni um hvort hann trúi á að til sé e-h afl sem sé alviturt, algott og almáttugt.. !!
Af hverju skildi það vera
Jón Valur! Jæja gefum okkur að Jón telji að Guð sé a.m.k. algóður.. er þá í raun hægt að lasta gegn honum?
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:27
Við þyrftum eiginlega að hittast öll í góðu teboði og brjóta þetta allt til mergjar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 17:34
Góður Sigurður ... í þetta sinn!
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 17:37
Takk fyrir þetta Tinni. Þetta er akkúrat það sem ég er búinn að vera að segja. Ég hef aldrei haldið því fram að ég sé að afsanna tilvist guðs enda get ég það ekki.
Ég myndi ekki búast við svörum frá Jón Val. Það eina sem hann getur sagt er að við séum sálsjúkir og sýnum vanvirðingu með því að viðra okkar skoðanir. Hann getur ekki komið með nein rök sjálfur.
Óli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:37
Hver ætli eigi nú stærsta og flottasta teketilinn? Er ekki hægt að metast og þrasa um það líka?
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.7.2008 kl. 17:38
Ef við gerum ráð fyrir þvi að guð sé til og viti allt, geti allt og geri allt tipp topp.
Af hverju skapaði hann Adam (Fail)
Af hverju skapaði hann Evu (Fail)
Af hverju skapaði hann svona steiktan frjálsan vilja, frjáls vilji er meira en bara frjáls vilji(Fail)
Af hverju skapaði hann okkur, hann mátti vita hversu mikið við sukkuðum(Fail)
Af hverju skrifaði hann biblíu.. hann mátti vita að milljónir/skrilljónir manna myndu deyja vegna hennar.(Fail)
Af hverju skrifaði hann svo barnalega bók að hugsandi menn geta ekki trúað henni(Fail)
Af alvitrum/almáttugum gaur þá er ansi mikið um fail í gangi.. total fail eiginlega, a.m.k. hvað viðvikur okkur OG við eigum að vera sköpuð í hans mynd.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:41
Ég og Guð vitum allt. Þetta er eitt af því sem Guð veit, ekki ég..DoktorE.
Óskar Arnórsson, 14.7.2008 kl. 17:46
Svona hafa nú hinir 100 þús. „trúbræður“ okkar það í Kairó - e-ð mikið að?
Og hér er einn af mínum mörgu tekötlum...;)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.7.2008 kl. 17:52
Auðvitað er Guð til. Við erum öll Guð(ir). Við erum örverur í einhverju gríðarlega stóru (afstætt þó) sem við getum og megum kalla Guð. Og í hverju okkar eru örverur sem hafa það á tilfinningunni að eitthvað æðra sé til (við). Fæst okkar skipta sér af því hvað örverurnar í okkur eru að gera. Sum okkar fara virkilega illa með örverurnar okkar.
Ég vildi að ég gæti sagt við örverurnar mínar að ég er ekkert sérstaklega mikið æðra máttarvald. Það væri holl lexía fyrir Jónval-ísku örverurnar mínar. En sjokkur fyrir DoctorE-ísku örverurnar mínar...
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 18:02
Þetta er á svo lágu plani, að ég held mig frá því í bili; svara þó seinna.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 18:13
Skoðum aðeins samhengið, Powers of ten
http://www.youtube.com/watch?v=BBsOeLcUARw
Við erum örverur í graftarkýli á rassinum á gudda, skiptum engu máli í the big picture... bíðið bara þar til guddi kreistir bóluna: Game over
DoctorE (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 18:16
Eg er nú alveg hissa á því, að einhver skuli trúa í alvörunni, að jafnfullkomið fyrirbæri og líf og alheimur frá a-ö hafi orðið til... bara af tilviljun rétt si sona !
En svo er Biblía og önnur trúarrit annað mál. Að mínu mati er misskilningur af mönnunum að ætla að túlka slík trúarrit of bókstaflega... jafnvel, að það eru ekki endilega orðin sem skipta mestu, heldur það sem er á milli þeirra.
Í guðlegum pælingum er auðvitað gott og nausynlegt að hafa trúarrit heimsins til hliðsjónar en það er ekki eina leiðin til að nálagast guðdóminn. Stundum er td. afbragð að ganga út um kvöld, finna sér hljóðlátan stað og skynja guð í andardrætti alheimsins.
Guð verður aldrei skilinn og skilgreindur til fulls í orðum eða með jarðneskum mælistikum. Þessvegna er "hann" nú Guð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 18:28
Nú þarf hún Anna Karen bara að fara að birtast aftur og koma einhverju viti í þessa umræðu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 18:35
Jebb tvær nýjar útgáfur af Guði, frá Friðrik og Ómari..... sem styður þá kenningu mína að Guð á sér enga tilvist utan höfuðs þeirra er á hann trúa.. sem aftur leiðir af sér að hugmyndin af Guði er jafn mikið á reiki og sá fjöldi sem telur sig hafa einhverjar hugmyndir um fyrirbærið.. Sem aftur felur í sér að bæst hefur enn eitt lóð á vogarskálar þeirra er halda því fram að fyrirbærið sé mjög líklega ímyndun..
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 18:41
Ómar... er lífið fullkomið og alheimurinn?
Svo stekkur þú á ódýrasta trikkið í bókinni, guð verður aldrei mældur með orðum blah.. vegir guðs eru órannsakanlegir.
Trú/guðir eru misheppnuð vísindi fornmanna + snuð gegn dauða og þjáningum + peningur & völd.
Annars er ágætt að láta Hitchens taka þetta fyrir, hann gerir það sæmilega hér.
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/590470/
DoctorE (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 18:57
Ég er á því að hún guð sé að verða leið á þessu þusi um sig - hún sagði mér það reyndar rétt áðan.
Kerlingunni finnst ekki veita af fleiri hjörtum í umræðuna: Teketill, Harry Potter, Leðurstígvél, Bomsur.....
Mali og Malapabbi
Helga (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 19:03
orð Guðs er hinn endanlegi sannleikur, það held ég nú!
halkatla, 14.7.2008 kl. 19:03
Anna Karen.. orð Guðs er hinn endanlegi sannleikur, það held ég nú
Er enginn heima hjá þér dúllan mín?.. Hefur Guð einhvertíma sagt e-h?... ??
Mofi og fleiri eru að berjast við að sanna að fyrirbærið sé yfir höfuð til... vilt þú ekki bíða eftir því að þeim takist það áður en þú ætlar fyrirbærinu að geta talað?..... Þessi speki þín er því full snemma á ferðinni, eins og þú sérð..
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 19:29
Þetta er örugglega orðin hjartnæmasta bloggfærsla allra tíma þó menn greini á um markmið og leiðir!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 19:29
Jón Valur segir að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd.
Þess vegna lítur Guð út eins og Jón Valur.
Hvaða tekatlapíp er þetta eiginlega?!
Þorsteinn Briem, 14.7.2008 kl. 19:36
Að guð sé kerling sem lítur út eins og Jón Valur??!!
Helga (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 19:48
Tinni reit;
Það geri ég samt ekki og svara játandi.
Svo við erum sem sagt ekki að ræða hvort það er hægt að afsanna tilvist Guðs, heldur hversu ólíkleg eða líkleg tilvist hans er. Ég frábið mér alla umræðu um gríska guði og einhverjar guðlíkingar eins DrE og jón og Friðrik vilja blanda í þessa umræðu sem um leið er komin út um víðan völl.
Ef við athugum líkurnar á tilvisst Guðs þá verðum við fyrst að grundvalla hverjar staðreyndirnar eru.
Við vitum að guðstrúin hefur fylgt manninum, einum af skepnum jarðarinnar, svo langt aftur sem þekking okkar á mannsætinni nær.
Þörfin fyrir að þekkja og tilbiðja (elska) er svo samofin tilvist vitsmunaverunnar mannsins að það er ekki hægt að afgreiða hana sem hliðarverkannir við efnislegar þarfir mannsins. Það er ekki hægt að skýra þörf mannsins fyrir Guð (sem er óumdeilanleg) með einhverjum skýskotunum til erfðafræðilegra eiginleika,sem samt væri ekki óeðlilegt að væru til staðar ef Guð hefði viljað gera okkur efnislega eðlislægt að leita sín.
Við vitum jafnfram að upp hafa risið meðal mannkynsins að ytra útliti venjulegir menn, en afar frábrugðnir mönnum að öðru leiti,andlegir vitar, sem hafa framfleytt siðmenningum mannkynsins frá frummennsku til geimaldar. Ef að orð þeirra hefðu engan kraft utan þess sem fylgir skynsömum ráðum, væru þessir menn löngu gleymdir og kenningar þeirra líka.
Boðberar Guðs, eins og Kristur, Búdda og Móses, lif þeirra og kenningar eru sönnun fyrir því að til er máttur æðri mönnum sem stýrir framvindu mannkynsins í stórum dráttum með opinberun vilja síns fyrir hvert tímabil í trúarbrögðum sínum.
Fyrir utan þessi augljósu sannindi eru röklegar sannanir sem leiða líkur að tilvist Guðs svo margar, að ekki er hægt að gera þeim skil hér að sinni án þess að íþyngja lesendum með miklu lesmáli.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 19:53
Nú eru komnar yfir 100 athugasemdir. Ég skal segja ykkur það! Ég ætla líka að segja ykkur það, hvað sem minn hjartkæri doktor segir, að ég trúi því eins og nýju netI að Kristur og Búdda hafi verið innblásnir af guðlegum anda og einfaldlega verið að reyna að leiða menn til þess anda. En þar sem forherðing hjartans hefur völdin og máttur myrkursins ríkir þar mun eigi ljós guðs ná að tendrast. Þegar menn brúka kjaft frammi fyrir almættinu þá mun þeim enginn annars staður fyrirbúinn en glötun í EIÍFU HELVÍTI.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 20:10
SvanurG: Trú á stokka og steina hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda, táknar það að stokkar og steinar séu guðlegir.
Menn fundu guði upp til þess að reyna að skilja tilveruna og heiminn, til þess að finna tilgang með tilveru sinni, til þess að afgreiða óttann við dauðann, til þess að afgreiða sorgina.
Trúin spilaði vissulega rullu í gamla daga, hún gerði það kleift að viðhalda lögum og reglu, hún gerði það mögulegt að ógna skrælingjum sem lifðu við helvíti á jörð með því að enn verra tæki við ef þeir gerðu ekki eitthvað X.
Það skiptir engu máli þó fólk um allan heim trúi á eitthvað, við eru jú öll mennsk og því rökrétt að við högum okkur mannlega.
Að eitthvað hafi fylgt okkur lengi táknar ekki að það sé eitthvað raunverulegt á bakvið dæmið.
Þetta er sama gamla sagan... um leið og fyrsta geimverusagan um litla græna karla kom út, þá byrjaði fólk að segjast hafa séð geimverur, að geimverur hafi numið það á brott og stungið tólum í þarminn á því.
Það er hluti af mannlegu eðli að gleypa við svona sögum.
Á endanum erum við bara að taka sjálf okkur í rassinn með þessu.. mörgum finnst það gott.
Það að hinir svokölluðu boðberar guðs eru ekki hér í nútímanum er sönnun fyrir því að þessir menn voru bara menn, no more no less.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 20:14
DrE. Þakka þér þetta andsvar.
Það sem ég var að reyna að benda á er að þessi þörf er til staðar í manninum og hefur ætíð verið til staðar svo langt aftur sem við getum rakið.
Ég er ekki að andmæla því að þessari þörf er oft beitt í rangan farveg, og hefur verið notuð til að stjórna og kúga fólk. Það hefur verið gert við allar sterkar mannlegar hvatir. Sjáðu t.d. hvernig Hitler reis upp til valda. Með því að höfða til lægri kennda fólks og veita þeim það sem þær kröfðust. (Lestu endilega ef þú kemst í hana einhversstaðar, The rise and fall of the third reich).
En þróunarfræðilega hlýtur hún (þörfin til að trúa) að eiga djúpstæðari orsakir en dauðaótta. Hún krefst þess af okkur að við elskum hugmyndir umfram hluti, þráum réttlæti umfram náttúrulögmálin og viljum þóknast öðrum frekar en sjálfum okkur. Allt þetta eru merki um andlega hlið sem finnur aðeins útrás í sannri tilbeiðslu Guðs, sem öll þjónusta við mannkynið er.
Þú ritar;
Þú veist vel að ég trúi einmitt hinu gagnstæða :) Ég skilgreini trú, frekar en fullvissu um eitthvað sem ekki er hægt að sanna, afstöðu til hins óþekkta og hins óþekkjanlega. Hvorutveggja er til og það skiptir máli hver afstaða okkar er til þeirra.
Ég "trúi" því að trúarbrögð séu endurýjuð með vissu millibili í samræmi við þroskastig mannkynsins. Um það fjallaði reyndar upphaflega færsla Sigurðar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 20:50
Svanur! Höfum farið i gegnum þetta áður.. Einn þekktasti heimspekingur samtímans Daniel Dennett og einn frægasti guðleysingi allra tíma Richard Dawkins, hafa einmitt fært fyrir því mjög veigamikil rök að trúarþörfin er okkur eðlislæg,... hmm við getum sagt forrituð inn í huga okkar.. Því er það svo, að þér finnst þetta vera allt saman mjög eðlilegt og meika sens.. Markt fólk skilur ekki ef maður segir við það "ég trúi ekki á neitt"... Það bara nær því ekki.. og spyr jafn harðan.. "Já en þú hlýtur að trúa á e-h".. svarið "neibb".. Undrunar og vantrúarsvipurinn leynir sér ekki á viðmælandanum.. Það er dálítið líkt með þér og þessum viðmælanda... Eða þú ert hreinlega kolfastur í því að maðurinn verði bara að trúa.. og þá sérstaklega á e-h gott.. annað er bara ekki inn í myndinni.. Svo reynir þú og rembist við að sannfæra þig og aðra hvað trúin sé falleg og hvað hún hafi gert fyrir mannkynið og fabúlerar um boðbera Guðs fyrr á öldum osfrv...
Fréttir!! en þessar gömlu sögur eru einfaldlega ekki sannar!! Það er mjög líklega ekki til neitt "æðra vald".. Það breytir engu þó þér finnist að þetta hljóti að vera satt og lífið hafi tilgang og það hljóti að vera líf eftir dauðann... Það er mjög erfitt fyrir mannskepnuna að glíma við þetta og nánast vonlaust fyrir suma því hefur þessi flóttaleið, sem kalla má trú, þróast með okkur sem afgangsafurð vegna getuleysis heila okkar að sætta sig við "líklegan" raunveruleika... Þá er tekið upp á því að smíða flóknar seimóníur utan um hversdagslega hluti eins og skíra, gifta og jarða... og þá sérstaklega jarða.. það er erfiðasti hlutinn...
Gættu að um leið og þú viðurkennir, að til sé e-h afl sem sé algott, alviturt og almáttugt.. Verður þú í raun, hvort sem þér líkar það betur eða verr, að sætta þig við þá staðreynd að hægt er að afsanna slíkt.. og það hefur verið gert.! Þetta hafa ekki margir tekist á við, að ég held.. en ég hef þó bent á einn sem tekist hefur á við þetta og fært fyrir því vísindaleg rök að þetta getur á engan hátt staðist...
Þú virðist vera sæmilega skynsamur maður.. hættu sífellt að leita að flóknum skíringum við léttum spurningum... einfaldasta svarið er nánast alltaf það rétta... Guð er líklega ímyndun þeirra er á hann trúa... ekkert annað..
Tinni (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 20:52
"Ég frábið mér alla umræðu um gríska guði og einhverjar guðlíkingar eins DrE og jón og Friðrik vilja blanda í þessa umræðu sem um leið er komin út um víðan völl".
Þvílíkt umburðarlyndi. Svanur vill stjórna því um hvað er talað og Jón Valur segir mér að gæta tungu minnar. Og þetta er ekki einu sinni þeirra blogg. Næst fara þeir í synagógur, hof og moskur og segja fólki þar hvað tala megi um og trúa.
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 21:00
Án þess að það komi mér svo sem við fjallaði "upphafleg færsla" mín EKKI um það að trúarbrögðin séu endurnýjuð með vissu millibili í samræmi við þroska mannkynsins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 21:01
Jæja......
Þetta er orðin svona "eggið og hænan" umræða með "twist" af leiðindum og hroka
Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 21:04
Friðrik; Þú talar um það sem þér sýnist mér og mínum að meinalausu. Ég þarf ekki að taka mark á því er það? Ég frábið mér, sagði ég.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 21:08
Sigurður reit:
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 21:10
Já, einmitt Svanur. Það sem ég hefi skrifað það hefi ég skrifað! En til Heiðu í leiðindunum:
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 21:17
Híhí Sigurður! Hættu!!!
En það er soldið fyndið að lesa fyrsta kommentið við þessari færslu! Ætli þessi Ásgeir sé skyggn :)
Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 21:24
Þá biðst ég forláts á því Sigurður að hafa mistúlkað orð þín.
Persónulega held ég að þú hafir einmitt verið að velta því fyrir þér hversvegna Guð talaði ekki til mannkyns nú á dögum og um það fjallar einmitt þessi hugmynd um stighækkandi opinberun Guðs og endurnýjun trúarbragða hans.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 21:28
Heiða, ég er rammskyggn - þessum færslum fer nú senn að ljúka. Ekki nema 35-6 færslur eftir...;)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.7.2008 kl. 21:57
Allt dottið í dúnalogn hérna núna...
Hér er gott að vera - friður og ró og spekt.
Helga (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:16
til Sigurðar
alva (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:32
En hvað með mig Sigurður, er ég innblásinn líka; Kannski antikræst eða eitthvað ha :)
DoctorE (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:50
Liggur það ekki í augum upp minn hjartkæri Doktor: Djöfullinn er að spila í þér!
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 00:09
ég vil sjá enn fleiri hér, Biblían mín er líka full af þeim
halkatla, 15.7.2008 kl. 00:14
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 00:22
Segir í þjóðsöngnum okkar og minnir okkur á að fyrir Guði er tíminn ekki mælikvarði eins og hann er okkur, fremur en vegalengdir. Hugmyndir okkar um Guð gera ekki ráð fyrir að hann sé hluti af náttúrunni heldur sé hann æðri henni og eigi tilvist utan hennar og óháður lögmálum hennar. Hugleiðingar um tíma þegar Guð er annars vegar eru því svipaðar því og að hugleiða vegalengdir. Hvernig Guð eða englar komist samstundis milli tveggja punkta í heiminum. Athyglisverðar spurningar og dæmigerðar fyrir viðfangsefni skólaspekinnar og því skemmtilegt að sjá þær hér á moggablogginu. Það segir okkur kannski eitthvað um samtíma okkar.
Nóg um tímasetningu Guðs í bili en um framsetningu hans á boðskapnum, já það er líka sérlega athyglisverð spurning. Við getum þess vegna alveg eins velt fyrir okkur af hverju Jesú réði ekki færustu hraðritara samtímans til að ná boðskapnum niður villulaust og án hættu á missögnum. Af hverju fyllti hann flokk sinn af fiskimönnum, iðnaðarmönnum og tollara? Athyglisverð pæling og hún hefur trúlega eitthvað með fullkomleikann og boðskapinn að gera. Ég skrifaði pistil um svipað efni á kirkju.net fyrir nokkru og hér er tengill á hann. Hann hét: "Hvernig menn voru postularnir". B.kv. til Sigurðar og annarra innleggjara.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 15.7.2008 kl. 00:36
Þetta er orðið djöfullegt hjartablogg...
...eða hjartnæmt djöflablogg...
Helga (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 00:46
Góða nótt í guðs friði!
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 00:47
Doktor: Af því þú beinir þessu til mín "er lífið fullkomið og alheimurinn?"
Sjáðu til, uppbyggingin. Snilldarsmíðin. Líf og alheimur er augljóslega alltof flókin fyrirbæri til að vera afleiðing tilviljanakenndra ferla. Þarf nú engan Einstein til að fatta það. Í rauninni blasir tilvist Guðs allstaðar við hvert sem litið er.
En það sem þú kallar "ódýr trikk" ... þá er þetta nú bara grunnatriði sem verður að átta sig á ef ætlunin er að fá brotabrot af skilningi á eðli æðri heims, að þá gengur ekkert að mæta bara með jarðneskar vogir og mælistikur. Það segir sig í rauninni sjálft og ekkert ódýrt eða trikkkennt við það. Það er verið að tala um öfl eða heim handan hins jarðneska. Þessvegna byggir þetta á því að teygja andann upp til hæða og fara í ferðalög innávið. Útí ómælanleg regindjúp. Inní dimma dali óskráðra sanninda etc. Það að ríghalda í einhver orð í Biblíunni skilar þér ekkert áleiðis. Því má líkja við bát sem hefur siglt uppá sker. Hann leggur ekkert á djúpið í því ásigkomulagi.
En það er vissulega rétt hjá þér að trú á æðri öfl hefur fylgt manninum. Sameiginlegt flestum ef ekki öllum hópum manna að trúa á eitthvað sem mætti nota sem samnefni: "Mikla anda" Ýmsar útfærslur hafa verið við það tilbrigði og má deila um hvaða útgáfa hafi komist á mest flug við að skilgreina eða lýsa eðli Handanheims og Æðri afla á jarðneskan hátt.
En, vel að merkja, það er ekki það að þú ræður náttúrulega sjálfur hvaða stefnu þú tekur í þessum málum og ekki ætla ég að reyna að þvínga neinu uppá þig. Reyndar er slíkt varla hægt því Guðrsríki er hið innra með yður eins og sagt var forðum. (Reyndar held eg að það megi alveg deila um hvað Jesú, eða sá sem skrifaði fyrir hans hönd, nákvæmlega meinti með þeim orðum)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.7.2008 kl. 00:50
Jæja, ég tek undir allt sem Ómar segir. Frábært komment! Skynsemistrúar. Líst vel á þetta hjá þér Ómar...
Óskar Arnórsson, 15.7.2008 kl. 06:03
Siggi litli 10, ára, og pabbi hans:
Siggi: Pabbi er Guð til?
Pabbinn: Nei vinur Guð er ekki til
Siggi: En fullorðna fólkið segir að Guð sé til.
Pabbinn: Þetta er bara ímyndaður vinur, eins og Einar Áskell á, í bókinni.
Siggi: En veit fullorðna fólkið ekki að þetta er bara plat?
Pabbinn: Jú flest fullorðið fólk veit að Guð er líklega ekki til, en það getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og býr til allskonar sögur til þess að sannfæra sig um að þetta geti hugsanlega verið satt..
Siggi: Já eins og biblían
Pabbinn: Já t.d. og líka eins og sögurnar hans Svans frænda...
Siggi: Já en af hverju gerir fullorðna fólkið þetta?
Pabbinn: Ég veit ekki drengur minn en sennilegasta skýringin er sú að mamma þeirra og pabbi kenndu þeim að til væri Guð og það myndi gerast e-h voðalega slæmt ef þau tryðu ekki á hann. Svo lofar Guð líka lífi eftir dauðann... það er, líklega aðal skýringin..
Siggi: Er þá ekkert líf eftir dauðann?
Pabbinn:Nobb
Siggi:Grátur og snökt
Pabbinn: Svona svona rólegur.. hmmm... uuuu.. Jú annars hvernig læt ég... ég var bara að bulla.. það er víst líf eftir dauðann og Guð er góður kall á himnum sem þú ferð til, þegar þú deyrð..
Siggi: Brosir... takk pabbi núna líður mér miklu betur..
Tinni (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 08:28
Veröldin er of flókin fyrir ferla... þannig að Harry Potter er málið, það er það sem þú ert að segja Ómar :)
Sérðu ekki hvað þú ert að skrifa mar :)
Að þér eða mönnum þyki eitthvað flókið er ekkert nema mælikvarði á vitrænan skilning okkar á hverjum tíma...
Að aðrar geimverur hafi komið við sögu er skrilljón sinnum líklegra en að "guð/galdrakarl" hafi hókuspókusað dæmið upp og fylgist með okkur... bíði eftir að við púpumst út og fljúgum til himna.
Lísa í undralandi með galdrakarlinum í Oz á LSD trippi
DoctorE (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 09:16
Well, nú er ég kominn á ról fyrir þó nokkru og veröldin snýst enn eins og ekkert hafi ískorist enda hefur ekkert ískorist. Minn hjartkæri Doktor er líka snemma á fótum og lætur ekki deigan síga við að afgaldra heiminn. fyrir alla inn í daginn. fyrir Heiðu og loks fyrir Önnu Karen - frá mér og Mala the malacious.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 11:05
Man on a mission, það er ég :)
Ég var reyndar að fatta það að ég á viku eftir af sumarfríinu mínu, það er sko ekki guði að þakka, bara mér sjálfum :)
DoctorE (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 14:33
"þið hafið engar sönnur fyrir því að guð sé ekki til"
HAHAHAHA eru þetta rökin :)
flýtum okkur . allir að koma með heimskar yfirlýsingar sem skulu standa sem sannleikur þar til einhver afsannar þær.
Egill, 15.7.2008 kl. 15:22
"Þið hafið engar sönnur á að glæpur hafi ekki verið framin fyrr enn þið afsannið hann!" Erti frá gamla Rússlandi Egill?
Óskar Arnórsson, 15.7.2008 kl. 15:40
Extraordinary claims require extraordinary evidence.
Það gengur ekki að segja bara: Sannið að bullið í mér sé ekki rétt :)
DoctorE (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 15:46
Alveg finnst mér merkilegt að Sigurður Þór, sem er að jöfnu góður bloggari, skuli gera bloggsíðu sína öðru hverju að skolpröri fyrir guðsafneitara og andlegt harðlífi þeirra.
Theódór Norðkvist, 15.7.2008 kl. 16:02
Ég vil minna ykkur á fyrstu orð Ásgeirs Kristins Lárussonar í þessari bloggfærslu-
Þar segir hann- "Jæja þá er fjandin laus"
Ég fæ ekki betur en að sá ágæti maður SÉ MIKILL SPÁMAÐUR
Það er allt að vera brjálað hérna..
Takk fyrir stórskemmtilegar færslur.. Ég er búin að skemmta mér konung lega yfir þessum umræðum.
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 16:15
Alveg er merkilegt að Theódór guðsmaður segi alla sem trúa ekki því sama og hann vera skolprör... nei annars, það er ekkert merkilegt; það er sjálfgefið harðlífi manna með ímyndaða einræðisguði að vaða yfir alla með andlegu skolpi.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:20
Theodór: Það hlaut að koma að því að einhver kæmi með andstyggilegheit. Ég vísa því fullkomlega á bug að bloggið mitt sé nokkrun tíma skolprör, alla vega ekki meira en þitt og örugglega ekki leiðinlegra. Þú ættir kannski að halda þig bara á eigin sorphaugum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 16:23
Ég tek undir með Brynjari - þetta er skemmtilegasta bloggumræða sem ég hef lesið og tekið þátt í til þessa (fyrir utan suma guðslanghundana sem ég nennti ekki að lesa). Ég hef sjaldan hlegið eins mikið - og er ennþá að.
Nimbus er frábær og skemmtilegasti bloggari landsins.
Helga (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:26
Aldrei í lífinu myndi ég vaða inn á bloggsíðu annars manns og lýsa því yfir að hún væri skolprör. Slíkt á ekkert skylt við það að vera misboðið skoðanalega séð. Það er bara meinfýsni. Hér hafa margir gert heiðarlegar athugasemdir í gamni og alvöru og þátttakendur, hvaða skoðanir sem þeir hafa sett fra, eiga ekki skilið svona sóðalegt orðbragð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 16:37
Theódór er ritskoðunarmaður dauðans, hann hefur klagað mig og aðra margoft.
Mér er óskiljanlegt hvers vegna hann fer ekki með bænirnar sínar og biður guðinn sinn að rústa mér og öðrum.
Merkilegt lið, svo er náttlega hann JVJ sem skipar trúsystkinum sínum að banna hinn og þennan, skipar fyrir hvaða bloggvini fólk má eiga.
Svona er að túlka guðinn sinn sem húmorslausann einræðisguð með zero þolgæði.
Ég hef sagt það áður að ef guðinn er eins og sumir vilja meina, þá er himnaríki og helvíti nákvæmlega sami staðurinn.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 17:18
Þarf ekki bara blog.is að bjóða sorphreinsun á moggablogginu eins og það leggur sig út?
Hvað er þetta, skolprör, andlegt harðlífi, þessi hugtök eru bara saklausar myndlíkingar. Ef þessi orð hafa móðgað einhvern skal ég biðjast afsökunar á þeim og gef Sigurði fullt samþykki mitt fyrir því að taka athugasemdina í burtu (ritskoða.)
Efasemdir um guðdóminn eiga fullkomnlega rétt á sér og hver sem er má viðra þær mín vegna. Ég áskil mér hinsvegar rétt til að vera ósammála þeim aðilum.
Loks vil ég taka fram að ég var ekki að líkja skrifum Sigurðar við óæðri enda, mér finnst þau að mörgu leyti prýðileg.
Það sem ég á við með andlegu harðlífi er að líða illa í sálinni og ég lít þannig á að ég sé sjálfur með andlegt harðlífi stundum.
Theódór Norðkvist, 15.7.2008 kl. 17:25
Eins og einhver gáfaður maður sagði einhvern tímann:
"Því sem haldið er fram án nokkurra sannana má líka vísa frá án nokkurra sannana."
Pétur Fannberg Víglundsson, 15.7.2008 kl. 18:14
ahh ég var að vakna núna... það er svo bjart á morgnanna. Þetta hefur mér fundist mjög gaman að lesa en samt skil ég ekki alveg allt sko. Þið eruð ekki sammála um að hann þarna uppi sé þarna uppi eða ekki. Það eru mjög skemmtileg rifrildi
Endilega haldiði áfram þessu
Brúnkolla (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:22
Ekki les eg blogg Sigurðar. Hef ekki áhuga á veðri. Las hins vegar ungur Truntusól og hélt að höfundurinn væri spámaður í föðurlandi. Liðu svo árin.
Rakst hér inn fyrir tilviljun, og hvílík viðbrögð við einum pistli !
Er Sigurður spámaður eftir allt saman? Eða e.t.v. eitthvað meira? Messías? Enn meira?
Rómverji (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:46
" Við, sem hírðumst í útrýmingarbúðunum, munum eftir mönnunum sem komu í skálana, hughreystu okkur og deildu út meðal okkar síðasta brauðbita sínum. Þeir kunna að hafa verið fáir, en þeir voru lifandi sönnun þess að unnt er að svipta manninn öllu nema einu: - síðasta vígi frelsis hans, að ákveða viðhorf sitt til hvaða aðstæðna sem er, að velja eigin götu. "
Viktor Frankl
Mér finnast þessi orð sanna að einhverskonar Guð sé til.
Ég held að Guð sé Sköpunin.
Þróun.
Myndun, mótun og lífið.
Aðstæður hvers og eins ákveða hvað hann trúir á.
dtm (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:01
dth: Sorry trú er ekkert nema von/óskhyggja.
Að menn flýji eitthvað í huga sínum við einhverjar kringumstæður táknar ekkert spes, zero, null, nada, 0.
Þetta er svona eins og alki sem lýgur að sjálfum sér að hann eigi ekki við vandamál að stríða... hann er síðastur til þess að sjá ruglið
DoctorE (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:33
Þið sem haldið að lífið sé of flókið til að það hafi orðið til af sjálfu sér. Hvernig getur guð þá hafa orðið til af sjálfum sér. Hann væri enn flóknari en lífið ef hann væri til.
Óli (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:50
Hvílík tímasóun að reyna að rökræða trúarskoðanir annars fólks.
Annars sé ég ekki annað en að tími sé kominn til að uppfæra biflíuna. Spurning hver er hæfur til þess starfs.
Jón Halldór Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 00:55
JÓN
Tíma sóunn...
þetta er EINHVER BESTA SKEMMTUN SEM ÉG HEF ORÐIÐ VITNI AF Í LANGAN TÍMA.. .
Hreint út sagt dásamlegar umræður.
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 01:47
Mis-dásamlegar þó!
Ótrúlegt hvað það fýkur í fólk þegar lífssýnin þeirra er ekki boðleg öðrum.
Hvaða akkur er trúuðum í því að troða sinni trú á fólk sem vill ekki sjá hana? Ef það væri ekki raunin, þá væri mér slétt sama þó að þessir sem eru trúarmegin í lífinu lifðu í þvi sem mér finnst öfgar.
En það er með trú eins og samkynhneigð. Alveg er mér sama hvað fólk gerir undir sænginni sinni/í kirkjunni/á koddanum...whatever
Á meðan ég fæ að hafa mín lífsviðhorf í friði og þarf ekki að taka þátt í þeim sem hugnast mér ekki þá er ég tiltölulega sátt bara
Jón Valur og co eru ekkert "betri" en samkynhneigða fólkið sem þeim er svo meinilla við..... báðir hóparnir eru að berjast við að koma sínum lífsgildum og réttindum á framfæri á nákvæmlega sama háttinn nema að það er hægt að skiptast á skoðunum við annan en yfirleitt ekki hinn
Tomatós/Tomatos
Heiða B. Heiðars, 16.7.2008 kl. 03:17
Jamm... Ég held að þetta síðasta innlegg Heiðu sé með því betra sem lesa má í þessum athugasemdahala.
Tek undir allt sem hún segir.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.7.2008 kl. 03:20
Það eru ekki bara trúaðir sem troða lífsgildum sínum upp á aðra. Það gera trúleysingjar líka af engu minna offorsi. En nú verða víst margir fjandar lausir, hver með þrjátíu höfuð og hvert höfuð mneð eldspúandi eiturhvoft mar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 09:56
Höfum "við" sagt eitt einasta orð í þessari umræðu?
Matthías Ásgeirsson, 16.7.2008 kl. 10:05
Lengi er von á einum! Ég hef nú talið minn hjartkæra Doktor til "ykkar" og hann er reyndar á við marga.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 10:48
Þótt að doktorinn fari mikinn þá er hann nú bara að tjá sig hér á moggablogginu og heldur úti einni vefsíðu þannig að líkja honum við ríkiskirkjuna sýnir kannski hve öflugur hann er.
Samt finnst mér svolítið ósanngjarnt að líkja honum við ríkiskirkjuna þar sem þar er ólíku saman að jafna. 1 maður/1 vefsíða vs. ~200 prestum/~5 milljörðum/Troðandi sér í grunnskóla og leikskóla/kirkjur á hverjum hól/o.s.frv.
Ég spyr því, hjá hverjum liggur átroðningurinn?
Jón Magnús, 16.7.2008 kl. 11:30
Boðberar Guðs, eins og Kristur, Búdda og Móses, lif þeirra og kenningar eru sönnun fyrir því að til er máttur æðri mönnum sem stýrir framvindu mannkynsins í stórum dráttum með opinberun vilja síns fyrir hvert tímabil í trúarbrögðum sínum.
Tilvist mætra manna en hvorki sönnun fyrir tilvist Guðs né UFO.
Fyrir utan þessi augljósu sannindi eru röklegar sannanir sem leiða líkur að tilvist Guðs svo margar, að ekki er hægt að gera þeim skil hér að sinni án þess að íþyngja lesendum með miklu lesmáli.
Ég gef enn engin haldbær rök heyrt fyrir tilvist Guðs. Lát heyra.
Annars er þetta allt spurning um tilvist Guðs/guðs. Erum fið að tala um nafnorðið guð, eða sérnafnið Guð?
Biflían talar um Guð. Heilagan anda. Guð sem er allsstaðar og eilífur. Anda sem skapaði mann í eigin mynd.
Guð er andi og því ekki úr föstu efni. Hann þarf ekki að borða en hefur samt meltingarveg og endaþarm. Hann eykur ekki kyn sitt (eins og við mennirnir gerum) en hefur þó eistu og getnaðarlim. Hann á ekki móður en hefur þó nafla.
come on...get real!
Er Guð þá ekki til?
Það er spurning um skilgreiningu. Nei, ég tel Guð ekki vera til, en fyrir mér er til guð.
Þeir sem segjast hafa fundið fyrir guði (eða herra Guði) lýsa það sem gífulegum friði og óttaleysi. Ég hef upplifað það sjálfur. Hinsvegar er það bara tilfinning og hefur ekkert með einhvern gaur að gera.
ástin er guð, kærleikurinn er guð, óttaleysið er guð, hamingjan er guð.
guð er tilfinning.
Brjánn Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 13:34
Takk Brjánn! Gott að vita af skynsemistrúarmanni. Skynsamt komment..
Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 13:40
Ég tek undir með Jón Magnúsi. Hvernig treður DoktorE sínum lífsgildum upp á aðra? Fer hann í leikskóla með trúleysisboð? Fer hann í grunnskóla með trúleysisboð?
Þú berð í sífellu saman öfgafólk og hógvært og segir að það sé nákvæmlega eins. Blessaður hafðu þína hentisemi, það er augljóslega ekkert hægt að ræða við þig.
Matthías Ásgeirsson, 16.7.2008 kl. 14:08
Alltaf velkomin Mattías! Það er hægt að læra eitthvað nytsamt af öllum, ekki satt. Við skulum vona að DoktorE láti litlu börnin í frið með kenningar sínar. Ekk er ég að bera sama öfgafólk ef þú átt við mig. Allar öfgar eru ekki til neins gagns, hvorki mína eða annarra. Annars fatta ég ekki almennilega við hvern þú átt þegar þú segir "þig". Það síðasta sem ég vil er að troða mínum skoðunum upp á aðra. Hvernig get ég vitað að ég hafi þær réttu? Takk fyrir innlitið Mattías, ég hef mína hentisemi og tel mig ekki þurfa leyfi frá neinum til þess...
Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 14:39
..ég tók þetta til mín mattías eins og þú sérð..var það rangt?..
Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 14:40
Ég er ekki í neinum samtökum, er bara einn að berjast fyrir mannréttindum, jafnrétti, trúfrelsi, vísindum ofl.
Ég treð engu upp á einn né neinn, þvinga enga til þess að lesa bloggið mitt, tek enga peninga.
Hvað segið þið, einn launalaus gaur öflugri en ríkistrúkirkjan
Það er jú þekkt að áskrift að launum gera menn að áhugalausum óinnblásnum letingjum
DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 14:41
Sigurður má þó eiga það, að hann kemur af stað skemmtilegri umræðu! Það er ekki öllum gefið..Ég les alltaf bloggið þitt DoktorE og hef bæði gagn og gaman af..minnist þess ekki að hafa fengið reikning frá þér fyrir það..
Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 15:12
Ertu að tala við mig Matthías, að það sé ekkert hlægt að tala við mig? Að ég sé í sífellu að bera saman hógværa og öfgafullt fólk. Fyrr má nú vera öfgarnar. Það er líka óþarfi að tka lengi er von á ein um eitthvað illa upp. Það átti bara að vera vinsamlegheit. Þú virðist líka vera fullkomlega húmorslaus. Ekki er ég að lasta Doctor E. En því er ekki að neita að varla má nefna guð án þess að hann sé kominn til að tala gegn honum. Hann er örugglega trúleysingi og hann er á við marga slíka af því að hann er bæði klár og skemmtilegur og líka heiðarlegur. En má ekki alveg segja að hann sé að troða sínum skoðunum upp á aðra hvað það varðar að mæta alltaf og tala gegn guði hvar sem á hann er minnst. Þtta var svo sem ekkert illa meint frá mér og hann má þetta alveg mín vegna. Mér finnst alveg óþarfi hjá þér Matthías að vera með þennan skæting alltaf hreint. Þú ert óþægilegasti athugasemdari sem ég veit um. Ekki vegna skoðanna þinna sem ég er oft sammála heldur vegna þess hvað þú ert oft hranalegur og virðiust ekki geta vanið þig af því. Svo hreykirðu þér af þ´vi hvað margir loka á þig með athugasemdir eins og þú sért píslarvottur. En það er bara út af þessum hranaskap. Fólk hrekkur frá slíkum mönnum. Það er ekki hægt að ræða við slíka menn. Haltu þig þá bara frá þessari bloggsíðu. Þú ert sá eini sem mér finnst að það ætti að gera sem hér hefur gert athugasemdir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 15:37
Hmmm kannski ég ætti að stofna DoctorE trúfrelsisbragð, allir sem ganga í þann söfnuð trúa því að engir guðir séu til og eða að skipulögð trúarbrögð sukki.
Hvað þarf ég marga, 300 manns?
Svo smíðum við trúfrelsis kirkju þar sem allir geta komið saman og chillað/gift sig eða whatever... óháð trú eða trúfrelsi.
Ok.. það viðurkennist að þarna væri um skipulag að ræða EN aðalmálið væri að þetta er fyrir alla, meira að segja JVJ
DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 16:09
Vel mælt Sigurður! DoktorE er einn bestasti vinur minn og les ég öll bloggin hans af sama áhuga og þín...og margra annara.
Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 16:17
Ég er sammála Sigurði Þór: Matthías er yfirleitt gjörsamlega húmorslaus alls staðar þar sem hann fer um - alltaf þetta endalausa harðlífi og eiginlega bara illgirni. Og meiriháttar GLEÐISPILLIR - skilur eftir sig sviðna jörð hvert sem hann fer.
DoktorE má þó eiga það að hann stundar yfirleitt sitt trúleysistrúboð á fyndinn og skemmtilegan hátt (sumt harlífisfólk er auðvitað ósammála þessu!) - og er eldklár líka eins og Sigurður bendir á. Hið sama verður alls ekki sagt um Matthías.
Og hananú.
Helga (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:00
Hér er smá lesning fyrir köttinn, Sigurður Þór:
(Markús 5:1-2 og 6-13): Þeir komu nú yfir um vatnið í byggð Gerasena. Og um leið og Jesús sté úr bátnum, kom maður á móti honum frá gröfunum, haldinn óhreinum anda. - Þegar hann sá Jesú álengdar hljóp hann og féll fram fyrir honum og æpti hárri röddu: "Hvað vilt þú mér, Jesús, sonur Guðs hins hæsta? Ég særi þig við Guð, kvel þú mig eigi!" Því að Jesús hafði sagt við hann: "Þú óhreini andi, far út af manninum." Jesús spurði hann þá: "Hvað heitir þú?" Hinn svaraði: "Hersing heiti ég, vér erum margir." Og hann bað Jesú ákaft að senda þá ekki brott úr héraðinu. En þar í fjallinu var mikil svínahjörð á beit. Og þeir báðu hann: "Send oss í svínin, lát oss fara í þau!" Hann leyfði þeim það, og fóru þá óhreinu andarnir út og í svínin, og hjörðin, nær tveim þúsundum, ruddist fram af hamrinum í vatnið og drukknaði þar.
Ribbaldi (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:03
Þarna var illa farið með saklaus svín.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 17:35
Doktor E sem æðsti prestur í sínum söfnuði. Það líst mér vel á! Og hann þarf bara 12 til að allt verði fullkomnað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 17:40
.. Mér fanns ég eitthvað svo illa innrættur! Gott að fá skýringar á þessu. Mér hefur aldrei langað til að hafa óboðna gesti inn í mér. Og allt svínasteikinni að kenna?? Þessu verð ég að segja konunni minni frá!
Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 17:42
Leyfir DoktorE svínakjötsát? Kannski við fáum að vera djáknar Sigurður ef við biðjum DoktorE voða hógværlega..hvað fær maður annars í laun fyrir svona djobb?
Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 17:45
Ég hélt að fjandinn hefði verið laus áður en ég gerðist svo hrikalega ofstækisfullur að tjá mig hér.
Mikið eigið þið bágt að vera fórnarlömb ofstækisárása minna, sérstaklega hún Helga - hver svo sem það er.
Matthías Ásgeirsson, 16.7.2008 kl. 18:29
Sigurður Þór, gerðu það fyrir mig, ekki segja ósatt um mig. Hef ég logið einhverju um þig?
Hvar hreyki ég mér af því?
Matthías Ásgeirsson, 16.7.2008 kl. 18:31
Helga er ég og ég er Helga...
Og ég er ekkert fórnarlamb. Þvert á móti, ég er í góðum fíling.
Helga (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 19:25
Vá Stefán, pcp/lsd?
Hefur þú lesið meint orð guðs, eða sagði þér einhver að það væri svona rosalega rosalegt?
Myndi þér finnast það jafn rosalegt ef þar stæði að þú værir dauður þegar þú værir dauður?
Það er einmitt það sem heillar þig svo mikið.. 1UP, extra líf með engum áhyggjum, bara tilbeiðlsu og rasskossum.
Mundu bara að guðinn er hefnigjarn mjög, erfir allt endalaust... ef hann breytir þér til þess að þóknast sér í himnaríki, sem hann verður að gera því menn gera mistök, þá ertu ekki þú sjálfur lengur, þú ert eitthvað allt annað, ef þú ert eitthvað allt annað... muntu þá yfirhöfuð vita það að þú sért í himnaríki með Ironmasternum þínum.
Verður þú ekki bara eins og vélandi sem kyssir rassinn á masternum að eilífu... verður alltaf jafn yndislegt að kyssa hann.. eftir milljón ár.. trilljón ár, alltaf sama sagan, kiss his ass and tell him how great he is.
Hljómar boring, er svona eins og að sitja á brotnu, riðguðu & bitlausu sverði & horfa á Omega að eilífu.
Þú mátt borða það sem þig lystir Óskar.. þú mátt gera hvað sem þú vilt svo lengi sem þú skaðar ekki aðra.
Kaup segir þú... ég elska peninga náttlega jafn mikið og aðrir, ef ég ætti ekki peninga þá gæti ég ekki bloggað eða neitt.. boring dæmi.
Money takes the sting out of being poor.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:05
Snilld Stefán Andri! Snilld! Nú er ég búin að lesa svo mikið úr biblíunni að ég get afskrifð stóran hluta hennar...Jesú myndi þykja skömm að því hvernig er búið að fara með Guðs orð...
Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 22:16
Til umhugsunar og til að halda umræðunni áfram (!):
Þegar Páll var í Antíokkíu komu menn sunnan frá Júdeu og kenndu bræðrunum, að eigi gætu þeir hólpnir orðið nema þeir létu umskerast. Sérhvert sveinbarn meðal gyðinga skyldi umskera átta dögum eftir fæðingu. Umskurnin táknaði, að sáttmála
guðs (Jahve) og Abrahams væri fullnægt og þar með tilheyrði sveinbarnið Ísraelsþjóðinni
(Mósebók 17:14): "En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið."
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 22:39
Mosebók 17:14 er þvæla. Umskurður er þvæla. Að gyðingar séu merkilegra fólk í augum Guðs er þvæla. Að Páfin sé tenging við Guð er þvæla. Umskurn barna er bara gerð af barnaníðingum og öðrum sadistum. Að fórna blóði til Guðs er þvæla. Að leggja Guði orð í munn gera bara hálvitar. Guð getur talað fyrir sig sjálfur. Og það síðasta sem Guð myndi gera, væri að láta hafa eitthvað eftir sér í Biblíunni...heilög orð er ekki hægt að skrifa niður. Þau þurfa að heyrast..
Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 23:06
Hallelújah!
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 23:43
Stefán, það hljómar ekki vel í mínum eyrum að einhver guð vilji mannfórnir til þess að bæta fyrir meintar syndir eigin sköpunarverks.
Jesú á að vera guð og visa versa... mér finnst það ekkert rosaleg fórn ef hann drapst ekki einu sinni í alvörunni, hann fór bara á betri stað.. back home.
Ég myndi taka betur undir þetta ef hann hefði komið til þess að biðja okkur afsökunnar á Nóaflóðinu og öðrum hörmungum sem hann dembdi yfir okkur samkvæmt bókinni... ég hefði samt ekki tekið undir að hafa mannfórn.
Menn geta faktískt hent öllu bullinu úr öllum þessum trúarritum og sett: All we need is love.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:52
Fer þessi svarhali hérna ekki að slá einhver met? Hvert er svarhalametið á Moggablogginu? Veit það einhver?
Helga (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 00:05
Stuðið heldur áfram.
Þetta er eiginlega farið að verða bloggfestival
Aldrei átti ég von á því að samræða um guð yrði svona kvalar-lostafengin.
"Umskurður á kynfærum og menn séu gerðir upprætir frá þjóð sinni ef þeir brjóta þann sáttmála..
Sem sagt þá eru samræðunar orðnar dálítið "Bdsm í bland við pólitíska flóttamensku"
Haldið endilega áfram piltar og dömur..
Ég skemmti mér konunglega.
Brynjar Jóhannsson, 17.7.2008 kl. 01:45
Rite Stefán, ég kveiki alveg á því að fólk er tilbúið að gera sig að þrælum eigin ímyndunarafls, tilbúið að leggjast undir fjöldamorðingja ef það telur að það fái eitthvað í staðin.
Þegar ég sé regnboga þá er það bara samspil ljóss og vatns.. þegar þú sérð regnboga þá sérðu loforð einræðisguðsins með að flodda þig ekki aftur....
Það var líka stórkostlega vel af verki staðið hjá guðinum að drepa alla nema fjölskyldu ofurglæpamannsins Nóa.. skrítið að guð hafi ekkert spáð í að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.. duh
DoctorE (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 06:50
Við verðum bara að biðja Sigurð Þór að koma með nýtt umræðuefni í sama stíl, bara ekki alveg eins. Hann er lúnkin að að koma af stað umræðum sem síðan öðlast algjörlega eigið líf..hann er snillingur..
Óskar Arnórsson, 17.7.2008 kl. 07:19
Sko Óskar ég er með tonn af svona dæmum á mínu bloggi... það eru bara allir sammála mér og því fæ ég ekki eins fjörugar umræður ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 08:40
..þá verðum við að koma af tað fjörugum umræðuð DoktorE! Ekki satt?
Óskar Arnórsson, 17.7.2008 kl. 08:47
Merkilegt hvað margir hafa heitar skoðanir á því sem ekki er til.
Steinunn Aldís (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 14:28
það fullnægir kvalalostaþörf minni næstum að lesa þetta
halkatla, 17.7.2008 kl. 19:41
Comon Stefán.. Prófessor Totten... creationisti með litla sem enga vísindalega þekkingu.. gaur sem fer í hvítan slopp og les bíblíu BANG vísindamaður.
Næsta sem þú segir er að Jósúa eða whatever hafi verið í rauðum buxum og gotóttum sokkum, prófessor Hotten Totten hafi lesið það aftan á Cheerios pakka.
Tinni í Kongó er skemmtilegri en þetta rugl mar
DoctorE (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 21:36
Jédúdamía. Það virðist enn vera eitthvað lífsmark hérna inni.
Nema frá feðgunum Nimbusi og Mala. Líklega eru þeir komnir í sumarfrí...
Helga (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:31
Vá...talandi um skoðanir.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:16
Loksins lít ég aftur á þennan svarthala eða ranghala. Ef maður fletti upp nafninu Matthías Ásgeirsson á Moggablogginu fyrir nokkru síðan kom hann þar upp með skilaboð eitthvað á þá leið að hann væri bara að gera athugasemdir hjá öðrum eða þeim sem ekki höfðu lokað á hann. Þetta fannst mér hljóma eins og hann væri að hreykja sér af því hve margir lokuðu á hann. Ef maður slær Matthíasi NÚNA upp er komið allt annað, bara hans eigin bloggsíða einhvers staðar og ekki þessi eldri skilaboð. Þannig var nú það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.7.2008 kl. 11:07
M.v. umræður Stefáns, Friðriks og DE þá er nú kominn tími á Harry Potter.. alveg sama þótt Sigurður þoli hann ekki..
Ef menn ætla að fara ræða biblíuna á þann hátt að um heilagann sannleik sé að ræða... þá er umræðan kominn á algerar villigötur..
Biblían er ekki neinn sannleikur, frekar en biblían um Harry Potter!! Hvenær ætlar þessir trúarnöttarar að fara að kveikja á því?
Enginn af persónum og leikendum í biblíunni var í rauninni til, alveg eins og í biblíunni um Harry Potter..
Jesú var mjög mjög mjög líklega ekki til eins og Harry Potter!
Djöfullinn er ekki til frekar en Lord Voldemort...
Kirkjur nútímans má líkja við Schools of Witchcraft í bókum Harry Potter..
Osfrv. osfrv. eru menn farnir að sjá samhengið eða er enn verið að berja hausnum við steininn og, hugsa með sér, að ekki sé um sambærilega hluti að ræða, af því að ævintýri Jesú er eldra?
Það sjá það flestir, aðrir en trúarnöttarar, hversu heimskulegt það er að ræða í alvöru hvort Harry hafi töframátt og geti læknað sjúka, því hann var ekki til!!
Það er því jafn heimskulegt að ræða um hvað stendur í biblíu kristinna, því ekkert af því sem þar stendur, gerðist í raun...
Hvað sagði "Guð"........HALLÓ!!! Þetta er marg þýddur og skrumskældur texti, skrifaður af mönnum fyrir menn!! Sem sumir vilja nú að taki breytingum jöfnum höndum, eftir v/þekkingarauka mannsins... svo fræðin geti hljómað trúverðug, væntanlega... "Guð" sagði því aldrei neitt!! Því hann var ekki og er mjög líklega ekki til!!
Hvenær ætlar fólk að fara átta sig á þessu eiginlega??
Tinni (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.