Einhvers skírra, einhvers blárra ...

Stundum þegar ég er að grúska í gömlum og mygluðum veðurskýrslum, jafnvel þegar glæsileg hitamet eru slegin út um allt, fer ég að hugsa með skáldinu: "Einhvers skírra, einhvers blárra æskti hugur minn".

Já, ég gæti jafnvel líka tekið undir með öðru skáldi og andvarpað "af hverju kemur enginn og dregur oss á tálar?"

Og senn líður að hausti - ég þoli ekki menn sem skrifa um haustið um hásumarið - og eftir það kemur sá vetur sem aldrei mun líða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða skáld voru það sem mæltu þessi fleygu orð?

Ég skal fúslega taka það að mér að draga föður hans Mala á tálar  - með einu skilyrði:  Litli Malaprinsinn verður að fylgja með í kaupunum! .

Bara að hafa samband...

Malína (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já það er nú svo að "Gegnum haustsins húmið þétta/hugur víða fer.."

Árni Gunnarsson, 31.7.2008 kl. 17:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann Siggi lifir í synd,
sér þar fyrir sér mynd,
hún er blá,
hún er ójá,
af kollóttri norðlenskri kind.

Þorsteinn Briem, 31.7.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Benna

Sæll Sigurður, ég sé að þú ert mikill kattarvinur en málið er að kisan mín týndist síðastliðinn laugardag og erum við fjölskyldan í rusli af áhyggjum af henni. MIg langaði að biðja þig um stórgreiða að hjálpa mér að auglýsa eftir henni með því að linka á bloggið mitt í færslu hjá þér...ég veit að því fleiri sem vita af þessu auka líkurnar til muna að hún muni finnist sem fyrst...Með fyrirfram þökk Benna:)

Benna, 1.8.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband