Ja, hvur skollinn!

Hér koma niðurstöður hinnar vísindalegu skoðanakönnunar sem verið hefur á þessari gagnmerku bloggsíðu langa lengi. Spurt var formálalaust: Verður norðurpóllinn íslaus í haust? Svarendur voru gríðarlega margir og sögðu 18,4% hiklaust já en 42,7% blákalt nei.

Þá er það komið á hreint.

En könnunin var líka kænlega dulbúin skoðanakönnun um trúarviðhorf þjóðarinnar. Einn svarmöguleikinn var nefnilega: Það veit skollinn, og 22,3% prósent hinnar íslensku þjóðar treystu honum einmitt til að vita það. Og svo var spurt all lymskulega: Það veit guð, og einungis 16,5% þjóðarinnar treystu þeim herra til að vita það.

Niðurstaðan er þá sú að 5,8% fleiri af hinni hingað til sögðu kristnu þjóð treysta skollanum betur en guði til að sjá fram í tímann og um hinstu rök. 

Þetta eru merk tíðindi og kaflaskil í trúarsögu þjóðarinnar. Það hlýtur nú að fara allmjög um ofurkrissana og bókstafstrúarmennina og alla hina líka.

Það held ég nú.

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það held ég líka...! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.7.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður, mikið djöfulli ertu djúpur.......................

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2008 kl. 10:20

3 identicon

Ertu ekki að koma þér í skollans vandræði með þessum pistli?  Ég hlakka til að sjá viðbrögðin!

Malína (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 12:33

4 identicon

En, hafið þið tekið með í reikninginn að á miklu kirkjuþingi fyrir meira en hundrað árum var helvíti formlega lagt niður sem stofnun og öllum þar sagt upp?

En kannske skollinn hafið þá farið útí það að vinna freelans sem consult/ráðgjafi.

Í gvuðs friði!

Jón Bragi (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

var ekki Mikki refur kallaður skolli í einhverri vísu Lilla slifurmúsar? hélt skolli væri orð yfir ref.

annars er rétt að kompaníin í efra og neðra hafa verið sameinuð í Andríki Group. samlegðaráhrifin talsverð og mannauðsstjórnun mun einfaldari á eftir.

Brjánn Guðjónsson, 29.7.2008 kl. 13:52

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þegar þú talar um mannauðsstjórnun, Brjánn...  er þá sálnastjórnun innifalin?

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.7.2008 kl. 14:14

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég, guð og jafnvel skollin sjálfur vitum margt en vorum ekki alveg vissir með hafísinn þegar þú settir þetta fram, en nú erum við á því að norðurpóllin verði ekki íslaus í haust.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.7.2008 kl. 16:43

8 Smámynd: halkatla

þessar niðurstöður eru miklu alvarlegra en fólk heldur, og ekkert grín vonandi funda ofurkrissar um málið hið snarasta! en ég held að ef fólk notaði rökhugsunina við að svara þá sé ljóst að skrattinn sem ræður eldinum niðrí helvíti sé sá eini sem getur hitað þennann hafís (því global warming er ekki að því einsömul)

hitabylgjurnar eru farnar að ógna sjálfum Drottinssiðnum í landinu með þessu áframhaldi...

halkatla, 30.7.2008 kl. 02:30

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Anna Karen: Ertu þú nú ekki ein hrikalegasta ofurkrissínan? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.7.2008 kl. 03:21

10 Smámynd: halkatla

Skrattinn liggur samt í leyni og freistar mín við hvert fótmál það er mjög hrikalegt!

halkatla, 30.7.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband