Stórskandall!

Þegar ég ætlaði að skoða dálkana í morgun á vefsíðu Veðurstofunnar fyrir mönnuðu skeytastöðvarnar um hámarks-og lágmarkshita, úrkomu og fleira kl. 9 í morgun greip ég enn einu sinni í tómt. Allir dálkar auðir. Það var því ekki hægt að skoða hitastórtíðindi gærdagsins. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. En aldrei hefur það komið sér jafn illa og nú. Svo ég segi það enn og aftur -en áreiðanlega til einskis - opinber stofnun sem vill láta taka sig alvarlega verður að hafa tölvukerfið sitt fyrir almenning í lagi en ekki þannig að gloppur séu svo að segja daglegt brauð.

Kannski koma þessar upplýsingar inn eftir hádegisathuganirnar en þá mun vanta ýmsar stöðvar sem koma alltaf inn kl. 9 en athuga ekki á hádegi.

Í þessum skrifuðu orðum var Reykjavík að detta inn með sinn tignarlega 25,7 stiga hámarkshita í gær. Allir aðrir dálkar eru áfram auðir og tómir. Klukkan 21 í gærkvöldi var hitinn á Hólum í Dýrafirði 26,0 stig en ekki er hægt að sjá hvort hann fór enn hærra vegna þessarar eyðu.

Eftir daginn í gær er hún bara ekkert minna en stórskandall!  

Varðandi hitann í gær rak ég augun í það að í Árnesi á suðurlandi var hitinn yfir 20 stigum samfellt frá kl. 9 um morguninn til kl. 23 um kvöldið. Það gerist sannarlega ekki á degi hverjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tæpast hægt að toppa,
tossaleg sú hitagloppa,
datt út gnauð,
daglegt brauð,
svakaleg veðursjoppa.

Þorsteinn Briem, 31.7.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband