19 stig kl. 9 í Reykjavík

Klukkan níu var hitinn kominn upp í 19 stig í Reykjavík í hægri austanátt og sólarlausum himni . En það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Klukkan tíu var áttin orðin norðaustlæg og hitinn hafði lækkað ofurlítið. Það er ekkert víst að hann fari nokkuð hærra. En þetta er samt ágætt svo snemma dags.

Á Hjarðarlandi í Biskupstungum var hitinn kominn í 20 stig klukkan níu. Og klukkan 11 var hitinn 22 á Þingvöllum og 20 á Skrauthólum á Kjalarnesi og í Bíldusal þar sem voru 25 stig í gær. Hitabylgjan er ekki liðin hjá.

Á Neskaupsstað var aldrei nein bylgja. Þar eru menn dúðaðir í sínum peysum í þessum ámáttlegu tíu stigum. Samt búa þar bæði stórskrýtnar manneskjur og stórgöfug kattardýr.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður, ég er að drepast úr hita og það getur verið að ég sé nojuð en ég hef það sterklega á tilfinningunni að það sé þér að kenna.  Að þú hafir gert samning við einhverja í neðri byggðum um að lofta út hjá sér.

Er annars að passa kettling, hann er krútt en heldur að hann sé hundur.  Vóff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér er það mikill heiður að menn skuli standa í þessari meiningu enda er hún hárrétt!. Núna kl. 15 var  hitinn 22 stig á mæli Veðurstofunar. Og versló að koma. Ó, er ekki tilveran dásamleg!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já svei mér þá, nú er hitinn aftur að fara úr böndunum. Nýja metið í hættu?

Emil Hannes Valgeirsson, 1.8.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: halkatla

 norðfirðingar eru það heitir að þeir þurfa sárlega á kælingu sem þessari að halda

halkatla, 2.8.2008 kl. 00:44

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En þeir verða að passa að ofkælast ekki!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 00:54

6 Smámynd: halkatla

öllu má nú reyndar ofgera
- nú er ég bara með hor og það skrölta í mér tennurnar, og garðhúsgögnin eru gegndrepa eftir rigninguna í nótt. Ef Karítas breiðskotta væri ekki hér til að halda lífi í glæðunum þá færi þessi verslunarmannahelgi fyrir lítið

halkatla, 2.8.2008 kl. 13:55

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvergi á landinu rigndi í nótt að ráði nema á Norðfirði. Þú þarft bara að  fara að flytja suður í menninguna og hlýjuna Anna Karen! Þetta er alveg vonlaust að kúldrast svona við ysta haf. Mali langskotti var að éta hrátt kjet, sem ég gef honum einstaka sinum, þó ég eigi víst á hættu að hann verði þá enn þá grimmari bitvargur en hann þó þegar er. En ég er nú líka hörkutól!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband