1.8.2008 | 19:14
Ó, er ekki tilveran dásamleg!
Hitabylgjan gerir það ekki endasleppt. Í dag varð mesti hiti í Reykjavík 23,5 stig og var í þeirri tölu einmitt við athugun kl. 18. Það er ekki útilokað að hámarkið eigi enn eftir að stíga og sést það við hámarksathugun í fyrra málið. Hvergi á landinu varð hlýrra á mannaðri veðurstöð.
Á sjálfvirkri stöð varð hlýjast 24,3 stig á Þyrli í Hvalfirði, 24,2 á Korpu og 24,1 í Geldinganesi, á Reykjavíkurflugvelli og á Möðruvöllum í Hörgárdal. Já og meira að segja stöðvarómyndin í Straumsvík sem svamlar oftast nær í úrsvalri hafgolu rauk upp í 23,8 stig! Henni er þá ekki alls varnað greyskarninu!
Nú er svo komið að fjórum sinnum á átta dögum hefur hitinn í Reykjavík farið í 22,5 stig eða meira. Það á sér ekkert fordæmi. Og svo er að koma verslunarmannahelgi við þessar aðstæður. Ó, er ekki tilveran dásamleg!
Þess má líka geta að síðustu þrjá dagana hefur hitinn komist í 20 stig í Grundarfirði en í öllum þessum hamagangi hefur hitinn ekki náð 20 stigum í Stykkishólmi fremur en fyrri daginn. Þar hafa verið veðurathuganir síðan 1846, lengur en nokkurs staðar annars staðar og er vart hægt að finna stað á öllu landinu sem er eins ónæmur fyrir hitabylgjum og einmitt Stykkishólmur. Það er því alveg ómögulegt að fá svo mikið sem grænan grun um hitabylgjur á landinu í gamla daga út frá athugunum á þeim hinum herlega stað.
Það breytist allt mannlíf á götum Reykjavíkur í svona miklum hitum. Stemningin verður engu lík og allt öðru vísi en á venjulegum góðviðrisdögum. Það verður útlenskt ástand og gjörsamlega tryllt. Allir eru líka hálfberir eða meira en það og það skapast upprífandi erótík í hlýja loftinu. (Meira að segja jafn gamlir, virðulegir og djúpvitrir menn og ég verða aftur ungir í anda og fara að sjá sætar stelpur á hverju götuhorni) En þetta var nú bara innan sviga og á ekki að fara hátt. Og þetta upplifum við aðeins á margra ára fresti og varla það. En þeir eru víst til sem velja heldur 12 stigin og rigninguna. Það er ólukkans Jan Mayen gengið!
En ekki má svo gleyma því með mikilli samúð í hjarta að á Neskaupsstað voru einmitt 12 stig í dag. Og samt búa þar víst bæði bókhneigðar manneskjur og afar stolt kattardýr og una öll glöð við sitt!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Meiri dellan í þessum veðurdellukörlum alltaf hreint!
Malína (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 20:46
Það er yfirleitt mitt fyrsta verk á morgnana að kíkja á vef Davis veðurstöðvarinnar hér á Selfossi. Hún er í einkaeigu og er afar fróðleg veðurdellufólki. Slóðin er verksud/vedur.is. Á þriðjudaginn fór hitinn í 28° og í gær í 24,3 Ölfusá er nú eins og kakó á litinn, laxveiðimönnum til mikillar hrellingar.
Sigurður Sveinsson, 2.8.2008 kl. 03:29
þetta þykir víst ekki merkilegt á Ítalíu. jafnvel hátt í ölpunum.
Brjánn Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 03:55
Sigurður: Ég veit vel af þessari veðurstöð á Selfossi. En það eru til fleiri slíkar stöðvar. Brjánn. Við erum ekki á Ítalíu. Maður verður að miðs frávik í veðri frá þeim stað sem verið er að ræða um.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 12:02
Einhvern tíma rétt eftir kl. 18 í gær fór hitinn í Reykjavík upp í 23,6 stig. Það er næst mesti hiti sem þar hefur mælst í ágúst.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 12:34
Annars er tilveran verulega andstyggileg! Og bara fífl sem halda öðru fram. Nú er ég að hlusta á Schumann sem varð brjálaður á endanum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.