2.8.2008 | 13:18
Bloggað um frétt
Nú ætla ég að blogga um frétt sem er á netsíðu Morgunblaðsins en ekki er gefinn kostur á að blogga um. En það er ýmislegt athugunarvert og eiginlega hneykslanlegt við fréttina. Hún er svona:
Röng greining: Ungt barn lést í sjúkrabíl í þriðju ferð til læknis
Barn lést eftir að botnlangi þess sprakk en þá höfðu foreldrar þess farið með það tvívegis til læknis en í bæði skiptin voru þau send heim. Þegar barninu hrakaði kom nágranni fólksins að sem er sjúkraliði og hringdi á sjúkrabíl. Barnið dó á leið á sjúkrahúsið en banamein þess var blóðeitrun vegna sprungins botnlanga. Atvikið átti sér stað í síðstliðnum mánuði.
Málið í nánari skoðun
Miðað við þær upplýsingar sem við höfum frá læknum Landspítala var hér um mjög óvenjulega sjúkdómsmynd að ræða og ekkert sem bendir til að aðstandendur eða læknar hefðu átt að bregðast öðruvísi við en gert var," segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá landlæknisembættinu. Þá virðist eftirfylgni við aðstandendur hafa verið góð en við eigum von á skýrslu frá Landspítalanum og munum þá skoða málið nánar," segir hann og ítrekar að hin óvenjulega sjúkdómsmynd hafi dulið hið alvarlega ástand með ofangreindum afleiðingum.
Gott aðgengi skiptir máli
Sem betur fer er það mjög sjaldgæft að fólk deyi vegna afleiðinga sprungins botnlanga," segir Niels Christian Nielsen, lækningaforstjóri á Landspítalanum, og bætir við að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu skipti miklu máli.
Frétt lokið.
Það sem er athugunarvert og eiginlega hneykslanlegt við fréttina er hvað þeir læknar sem talað er við gera sem allra minnst úr málinu. Það er til dæmis undarlegt að blanda viðbrögðum aðstandenda við sjúkdómnum inn í málið. Ábyrgðin er eingöngu læknanna. En þarna er verið að drepa þeirri ábyrgð á dreif með lævíslegum hætti.
Viðbrögð læknanna einkennast af undabrögðum. Lækningarforstjóri Landsspítalans áréttar að mjög sjaldgæft sé að fólk deyi af völdum sprungins botnlanga. Slík yfirlýsing hefur ekkert gildi þegar manneskja var einmitt að deyja af þessum sökum. En svona er sagt til að deyfa ábyrgð læknisins eða læknanna sem tvisvar skoðuðu sjúklinginn, en ekki kemur fram hvort hann eða þeir voru á vegum spítalans. Níels Christian segir líka að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu skipti miklu máli. Hann virðist ekki ná því hve kaldhæðnislega smekklaus sú yfirlýsing hljómar þegar um er að ræða dauða sjúklings sem tvisvar hafði haft þennan líka prýðilega aðgang að læknisþjónustu sem kom þó fyrir ekki. En það sem læknarnir forðast eins og heitann eldin að nefna þó það æpi framan í lesanda fréttarinanr er það að eitthvað verulega ábótavant hefur verið við þá heilbrigðisþjónustu.
Kristján Oddson yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu gerir mikið með það að um óvenjulega sjúkdómsmynd hafi verið að ræða sem hafi dulið hið alvarlega ástand. Þetta virkar sem auðvirðileg afsökun. Eiga læknar ekki að geta tekist á við lífshættulega óvenjulegar sjúkdómsmyndir, bara þær sem venjulegar eru? Reyndar er ekki annað að skilja af orðum Kristjáns en að allt hafi verið í himnalagi í málinu á öllum sviðum. Í ljósi alvarleika málsins er slík afstaða ekki bara hrokafull heldur beinlínis forhert.
Kristján er starfsmaður Landlæknisembættisins og orð hana gefa skýran fyrirboða um það að "rannsókn" embættisins mun komast að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið athugunarvert við málið. Enginn læknir mun þurfa að taka ábyrgð á dauða barnsins. Ekki einn einasti. Þeir munu allir halda áfram störfum sínum með óskertum launum og óskertri virðingu. En foreldrarnir munu syrgja. Læknarnir yppta bara öxlum yfir því. Viðbrögð Kristjáns og Nielsar sýna það vel. Það fyrsta sem þeim dettur í hug, það eina sem þeim dettur í hug, er að gera sem minnst úr málinu til að verja sína menn, læknana.
Loks finnst mér einkennilegt að Morgunblaðið skuli ekki leyfa að blogga við þessa hálf óhugnanlegu frétt. Er eitthvað viðkvæmt við hana? Nei, ekki fyrir neinn nema heilbrigðisjónustuna. Og vill blaðið hlífa henni?
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:28 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
heyr!
Brjánn Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 14:17
Takk fyrir þessa færslu.Viðbrögð Landlæknirsembættisins er eins og við er að búast.Vel skrifað hjá þér.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 14:52
Það var hægt að blogga við þessa frétt til að byrja með, svo var það tekið út, það skyldi þó aldrei vera að einhver í heilbrigðiskerfinu hefði beðið um það eða einhver grenjuskjóðan á blogginu. Virkilega góður pistill hjá þér og ég vona að sem flestir skrifi undir það svo þetta nái sem mestri útbreiðslu. Móðir mín fékk í vor vitlausa greiningu frá læknavaktinni sem kom í heimavitjun og ef hún hefði gert það sem læknirinn sagði henni að gera þá hefði hún sofnað og aldrei vaknað aftur, en sem betur fer hringdi ég á sjúkrabíl 2 tímum seinna og það stóð mjög tæpt að hún hefði lifað þetta af en hún er harðjaxl og komst í gegnum þetta en missti heyrnina á öðru eyranu vegna þess að hún kom ekki fyrr undir læknishendur.
Sævar Einarsson, 2.8.2008 kl. 16:45
Og þetta atvik gerir mig svo reiðan útí læknastéttina og það vona ég svo innilega að einhver taki ábyrgð á þessu hörmulega atviki, það er ekki hægt að flokka þetta sem slys að mínu mati, þetta eru læknamistök og ekkert annað.
Sævar Einarsson, 2.8.2008 kl. 16:47
Þegar ég spurði hvort eitthvað væri viðlvæmt við þetta mál var ég auðvitað meðvitaður um það að dauði barnsins er sorglegri en tárum taki og er því auðvitað viðkvæmt mál. En að öðru leyti snýr málið að opinberri heilbrigðisþjónustu og má ekki verða "viðkvæmt" í þeim skilningi að ekki megi ræða það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 16:53
Já, eitt enn. Í fréttinni koma tveir nafngreindir læknar fram með yfirlýsingar á almannafæri. Mér finnst því alveg sjálfsagt að menn geti sagt skoðanir sínar, bloggað um, þær yfirlýsingar, ég tala nú ekki um þegar allt sjónarhornið í þeim miðast augljóslega aðeins við það að gera sem minnst úr atburðinum og lofsyngja heilbrigðiskerfið. Hvergi vottar fyrir því í orðum læknanna að þeir harmi atvikið á nokkurn hátt. Ég held að þeir geri það heldur ekki. Ef svo væri hefði það verið þeim efst í huga og það hefði komið fram í orðum þeirra. En ekki aldeilis. Fólk á að kvitta fyrtr svona, láta þessa menn vita að það fari ekki framhjá þeim hver afstaða þeirra er.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 17:05
Ég hef svipaða tilfinningu fyrir þessu máli, en finnst ég samt ekki vita nógu mikið til að leggja á þetta einhvern dóm.
Það er hins vegar ljóst að ofuráhersla okkar á góða tækni umfram þjónustu er ekki að skila sér í mennta- og heilbrigðiskerfinu.
Hrannar Baldursson, 2.8.2008 kl. 17:19
Læknarnir sem tala í fréttinni hafa þegar lagt á málið sinn dóm svo aðrir mega alveg gera það líka.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 17:22
Gott þú tókst á þessu og litlu við þetta að bæta. Ótrúlegt að engin eftirsjá virðist í höfði viðmælenda. Þetta kemur allt í ljós þegar rannsókn hefur farið fram?
Skyldi það nú deyfa hina hræðilegu sorg sem foreldrar og aðstandendur búa við???
Beturvitringur, 2.8.2008 kl. 17:32
Uff það er hræðilegt að lesa það sem verið að er að skrifa hér, það hefur ekkert okkar forsendur til að dæma um eitt né neitt í þessu máli enda höfum við ekki hugmynd um staðreyndir þess.
En eitt veit ég fyrir víst að enginn af þeim heibrigðisstarfsmönnum sem að því komu er sama, þannig að það er ómaklega að þeim vegið, og okkur er kannski hollt að rifja það upp að lækinsfræði og allra síst sjúkdómsgreiningar eru einhver 100% vísindi.
Að lokum vill ég senda foreldrum og öllum aðstandendum drengsins samúðarkveðjur og vona að þau finni styrk til að takast á við missinn og sorgina.
Einar Þór Strand, 2.8.2008 kl. 18:37
Þetta er alveg skelfileg frétt. Ég hélt satt að segja að það væri löngu liðin tíð að fólk dæi vegna sprungins botnlanga. Þetta eru mjög líklega læknamistök sem áttu sér stað þarna - en auðvitað verður það aldrei viðurkennt. Þeir munu reyna allt sem þeir geta til að þegja þetta í hel.
Innan heilbrigðiskerfisins er vitað að mistök sem þessi eru mun líklegri til að eiga sér stað akkúrat á þeim tíma sem er núna þ.e. um hásumarið. Þá eru heilbrigðisstofnanir meira og minna mannaðar óreyndu fólki, nemum og öðru reynslulitlu afleysingafólki. Ég hef oft heyrt fólk segja í hálfkæringi: "Ekki veikjast eða slasast á sumrin þegar þú færð bara læknanema til að sjúkdómsgreina þig."
Takk fyrir góðan pistil.
Malína (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 18:48
Bráð botnlangabólga er eitt erfiðasta og flóknasta vandamál, sem læknar eiga við að glíma. Þetta kann að hljóma undarlega í eyrum leikmanna ekki síst þar sem meðferðin er oftast nær tæknilega auðveld. Vandamálið verður mun erfiðara bæði hvað varðar greiningu og meðferð þegar um er að ræða sprunginn botnlanga, sem er í raun allt annar sjúkdómur. Einkenni geta nefnilega minnkað mjög mikið fyrst eftir að botnlanginn spryngur og þannig vilt fyrir um greininguna. Það er einnig mjög erfið ákvörðun hvort skera eigi upp eða ekki því stundum eru einkennin hjá börnum vegna bólginna eitla í kviðarholinu, (sem oftast er meinaust fyrirbæri) en ekki vegna botnlangabólgu. Rétt er einnig að geta þess, að engar skurðaðgerðir eru hættulausar, jafnvel fyrir hrausta einstaklinga. Þetta er alls ekki svo einfalt. Það er því óþarfi að vera með sleggjudóma. Bráðaþjónusta á íslenskum sjúkrahúsum er líkega með þvi allra besta sem þekkist í heiminum og tala ég þar af víðtækri reynslu.
Júlíus Valsson, 2.8.2008 kl. 19:12
Einar Þór: Læknarnir í viðtalinu eru búnir að fella þann dóm að allt sé í himnalagi. Það fer ekki framhjá neinum, líka sá sem á að rannsaka málið. Í viðtalinu vottaði heldur ekki fyrir því að þeir hörmuðu atvikið eins og ég hef minnst á áður. Hvað eiga menn þá að halda. Eru það ekki orðin sem sögð eru sem ber að taka alvarlega en ekki þau sem ekki eru sögð. Ég hef því ekki vegið ÓMAKLEGA að neinum heldur einmitt maklega vikið að augljósum atriðum. Þessir tveir nafngreindu læknar komu auðvitað ekki nærri málinu en þeir eru fulltrúar stéttar sinnar og túlka hugarheim hennar þegar svona atburðir gerast. Eina sem kemst að hjá þeim er að reyna að gera hlut stéttarinnar sem bestan með lofsöng um heilbrigðiskerfið almennt án þess að vilja sjá að hann á ekki við það atvik sem verið var að tala um. Á þann hátt er verið að slá ryki í augu almennings og það er fullkomalega maklegt að á það sé bent. Það er ekkert hræðilegt við það sem hér er skrifað heldur er það hræðilegt hve viðbrögð læknanna í viðtalinu voru öll á þann veg að gera sem minnst úr málnu. Þetta eru kannski ekki einstaklingsbundin viðbrögð heldur venja stéttarinnar en þau eru ekki betri fyrir það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 19:19
Júlíus: Ég hef ekki verið með neina sleggjudóma. Ég rökstyð það vandlega í færslunni hvað orð viðkoamndi lækna virðast ekki vera í eninum tenglsum við það sem fréttin um atvikið sýni, eins og t.d. þetta um góðan aðgang að heilbrigðisjónustu. Það er ekki það sem máli skiptir í samhenginu. Flest sem læknarnir segja er eins og sé verið að drepa málinu á dreif með því að tala um eitthvað annað en gerðist.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 19:24
Það er sem alvarlegast í þessu máli er fyrirfram yfirlýsing fulltrúa Landlælknis, sem á að rannsaka málið og leiða allar forsendur í ljós, um það að ekkert hafi verið athugunarvert við læknisverkin eða eftirfygldina. Í ljósi þeirrar yfirýsingar er ekki hægt að sjá að það þjóni nokkrum tilgangi að Landlæknir "skoði" málið því þar eru mennh búnir að ákveða fyrirfram að ekkert, alls ekkert hafi verið athugunarvert. Þetta sjá allir sem kunna að lesa. Og af þessu dreg ég þær ályktanir að þegar sé búiðn að ákveða að ekki einn einasti læknir beri ábyrgð á málinu, það er ekki gefin smuga fyrir HUGSANLEG mistök því allt var í fínu lagi. Ég bið menn að athuga að ég beini gagnrýni minni EKKI að læknunum sem þarna koma við sögu heldur viðbrögðum annarra lækna sem fyrst og fremst fara að verja kerfið og tala alveg framhjá málinu sjálfu. Og ég endurtek: Það fyrsta sem þeim dettur í hug, það eina sem þeim dettur í hug, er að gera sem minnst úr málinu til að verja sína menn, læknana.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 19:41
Sigurður Þór. Ég átti alls ekki við þig, þegar ég nefndi þetta með slegjudómana.
Auðvitað skiptir gott aðgengi að heilbrigðisstarfsmönnum gífurlegu máli. Hver man nú eftir hugmyndum kratanna að "valfrjálsu stýrikerfi"? Heiilislæknarnir áttu að vera eins konar "eitlar" í heilbrigðisþjónustunni til að minnka aðsóknina til "sjálftökusérfræðinganna". Þess er ekki langt að bíða, að þessi umræða komi upp aftur.
Júlíus Valsson, 2.8.2008 kl. 19:53
Foreldrar með bráðveik börn þurfa að komast til barnalæknis strax. Ekki á eftir og ekki á morgun heldur strax.
Hvað sem það kostar.
Júlíus Valsson, 2.8.2008 kl. 19:56
Hvern áttirðu þá við Júlíus?!
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 19:58
Um þá, sem hrópa "mistök, mistök" án þess að þekkja til málsins. Það er munur á óhappatilviki og mistökum.
Júlíus Valsson, 2.8.2008 kl. 20:08
Utan dagskrár og prívat: Aldrei hef ég sjálfur lent í neinum útistöðum eða vandræðum sem sjúklingur við neina lækna. Ég hef fengið það orð á mig að vera einstaklega geðgóður og meðfærilegur sjúklingur þegar ég hef verið veikur sem geri gott úr öllu. En ég get orðið ansi heitur í almennri gagnrýni minni stundum á heilbrigðiskerfið (og reyndar fleiri málefni). Kannski er það út af því að ég stóð einu sinni í átta ára málaferlum við þetta kerfi, heilbrigðisráðhera meðtalinn (vegna formains) og það var eins og að ganga á vegg. Málið var prinsipmál um réttindi en ekki út af neinu sérstöku og beindist ekki gegn neinum sérstökum, bara tilteknum réttindum fólks í heilbrigðiskerfinu. Auðvitað vann ég málið af því að það var reist á traustum grunni sem lögfræðingur minn vann svo úr. Ég fer sem sagt ekki með áberandi fleipur þegar ég gagnrýni kerfið þó orðalagið sé stundum hart! Og það má alveg vera það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 20:08
Það á kannski ekki við hér, en fólk tók eftir því að félagsþjónustan hafði tvisvar með tveggja ára millibili "kynnt" sér 'ástand' heimilis/fjölskyldu þess manns sem nýverið var dæmdur fyrir hræðilegan glæp gegn fjöldamörgum börnum; sínum eigin og fleiri.
Beturvitringur, 2.8.2008 kl. 20:30
Það er sjálfsagt að gagnrýna heilbrigðiskerfið, sem önnur kerfi. Það er auðvitað ekki fullkomið og verður það seint. Það má alltaf bæta. Almenningur á að gagnrýna það fullum hálsi og gera kröfur til okkar ráðamanna um að bæta það. Ég held að flestir vilji óheftan aðgang að þeim starfsmönnum heilbrigðiskerfinsins sem þeir óska að hafa samskipti við. Öll höft eru einungis til vandræða og geta skapað hættu.
Júlíus Valsson, 2.8.2008 kl. 20:50
sammála Sigurður
Hörmungin við fréttina er náttúrlega sú að engin viðurkennir að handvömm hafi átt sér stað. Ég efast ekki um sorg þeirra sem málið snertir og þar á meðal læknanna sem vísað höfðu barninu frá sér en það er jafnframt alveg ótrúlega íslenskt fyrirbæri að enginn tali hreint út eða viðurkenni mistök.
Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 2.8.2008 kl. 21:15
Þetta er fáránlegt hvernig þessir menn svara sem og hvernig þetta mál virðist hafa verið höndlað.... handvömm og viðvaningslegt klúður og þá sérstaklega hvernig er svarað fyrir þetta mál.
Mér skilst líka að vaktir lækna séu hreint fáránlegar, menn vinni heilu sólarhringana með einhverjum smáhléum...
Menn mega ekki keyra bíl nema í nokkrar klst án hvíldar, en þeir sem eru að krukka í okkur virðast vera skyldugir til þess að næstum búa á sjúkrahúsum...
Kannski hluti af þessu rugli öllu saman megi reka til þess að það virðist næsta ómögulegt fyrir fólk sem lendir í læknamistökum á íslandi að leita réttar síns.. maður sér þetta trekk í trekk.. sýknun sýknun sýknun.. enginn er ábyrgur að því virðist.... þegar enginn raunveruleg ábyrgð er þá skapar það vissa hættu á ~kæruleysi.
Það er ekki bara í þessum geira heldur virðist sem að þeir sem mestu ábyrgð bera hér á landi beri ekki ábyrgð á neinu..
Persónulega hef ég svo sem fengið ágætis þjónustu í þau fáu skipti sem ég hef þurft að leita til læknis.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 21:24
Þetta er einmitt lykilatriði doktor: Þegar menn vita af langri reynlsu að þeir þurfa ekki að sæta neinni ábyrgð, nema þeir séu beinlínis í algjöru dóprugli, þá skapast ákveðinn mórall; allt í lagi, hvað sem á dynur veit ég að ég verð ekki gerður ábyrgur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 21:38
Tilsvör Kristjáns („Miðað við þær upplýsingar sem við höfum frá læknum Landspítala var hér um mjög óvenjulega sjúkdómsmynd að ræða og ekkert sem bendir til að aðstandendur eða læknar hefðu átt að bregðast öðruvísi við en gert var") eru hneykslanleg og ljóst að þau ein út af fyrir sig kasta rýrð á hæfi embættisins til að rannsaka málið. Stundum eru bráðabirgðaniðurstöður rannsakanda taldar við hæfi, með fyrirvara um frekari rannsóknir og lokaskýrslu, en þessi orð hans vekja furðu.
Ég hallast að því að Kristján hafi þarna gert embættið vanhæft. Tilhneigingin hjá Kristjáni verður að ... finna ekkert sem dregur þessi sögðu orð í efa. Mér finnast yfirlýsingar læknanna ótvírætt færa ábyrgðina í áttina frá læknum yfir til fjölskyldunnar, en verð þó að spyrja á hvern hátt "sjúkdómsmyndin" var óvenjuleg.
Hvað sem því líður á rannsakandi ekki að fullyrða neitt fyrirfram um að ekkert bendi til þess að hinn "grunaði" sé sekur...
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.8.2008 kl. 21:48
Frábær pistill hjá þér Sigurður. Eitt sem mér finnst vanta í skýringar lækna, og sem mér finnst verða að skoða betur er hvers vegna var barnið sent heim í tvígang, ef ekkert var vitað hvað var að því ??? Er það eðlilegt að senda heim veikan einstakling ef engin er greiningin, því ekki kemur fram sýnist mér ,að nokkur greining hafi farið fram, og fyrst ferlið á sjúkling var svona óvenjulegt, var þá ekki ástæða til að skoða betur???
Ég held að læknar landsins séu alveg frábærir þegar vitað hvað er að, en samkvæmt reynslu vantar mikið uppá greingarferlið. Frænka mannsins mín lést inná sjúkrahúsi vegna skorts á skoðun og greiningu, henni blæddi út hjá þeim, var með sprungið milta. Heimilislæknir taldi ástæðu til að senda hana á sjúkrahús með hraði, en þegar á sjúkrahúsið var komið var hún sett inná almenna stofu og látin bíða, þar til að var orðið of seint.
Þegar svo ég átti síðasta barn mitt( nr 4) fannst mér óeðlilegt hversu mikið blæddi á eftir, en engin tók mark á mér fyrr en ég missti meðvitund af blóðskorti ,ef dóttir mín hefði ekki verið inná stofunni hjá mér veit ég ekki hvernig hefði farið því ég datt svo snöggt út að ég hefði ekki getað hringt á aðstoð.
Enn og aftur takk fyrir góð skrif Sigurður
(IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 22:17
Maður lumar oft á einhverju svipuðu svo ég ætla að láta mína reynslu af frábærum lækni flakka.
Þegar elsti strákurinn minn var 10 ára (fyrir 10 árum eða svo) kom hann heim úr skólanum sár kvalinn. Hann lagðist upp í sófa, hélt um kviðinn og emjaði af kvölum. Þar sem hann hafði átt vanda til að fá í magann héldum við í kjánaskap okkar að þetta væri eitthvað slíkt, bara extra slæmt tilfelli en hætti svo að lítast á blikuna og hringdum á lækni sem kom heim til okkar með það sama. Honum datt strax í hug botnlangabólga en var samt ekki viss þar sem einhver einkenni vantaði sem áttu að styðja þá greiningu. Það eina sem passaði var hvað drengurinn var kvalinn á ákveðnum stað á kviðnum.
Læknirinn vildi ekki taka neina áhættu á því að vangreina drenginn svo hann sagði okkur að fara strax með hann á Borgarspítalann og hringdi með það sama þangað til að láta vita af komu okkar.
Til að gera langa sögu stutta var þetta bráð botnlangabólga og okkur sagt að botnlanginn hefði verið við það að springa. Við höfðum seinna samband við lækninn sem hafði komið heim til okkar og þökkuðum honum fyrir hans hlut í því að koma drengnum strax undir hnífinn. Honum var nokkuð brugðið að heyra af ástandi botnlangans hjá stráknum og sagði í lokin að hans mottó væri að betra væri að láta athuga hlutina til hlítar en að þurfa hugsanlega að sjá eftir því að hafa ekki gert nóg.
Þórhildur (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 22:38
Hræðilega sorgleg frétt og sérstaklega góð ádeila sem mætti svo sannarlega fara víðar en bara á bloggið. Þakka þér vel skrifaða grein.
Marta Gunnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 22:52
Má ég benda á hugsanlegan hlut blaðamanns í því hvernig ummæli eru sett fram? Mér sýnist þetta vera frekar illa unnin frétt, samhengislaus og alltof knöpp miðað við eðli málsins. Það eitt finnst mér sýna visst virðingarleysi. Þó ekki sé nema út frá "fréttinni" er augljóst að við þekkjum ekki málsatvik til hlítar og alls ekki nógu vel til að dæma þar um. Annað mál hvernig málpípur kerfisins taka til orða og "maklegt" í sjálfu sér að benda á það og hafa allan vara á en... lesið fréttina aftur og veltið því fyrir ykkur hvernig hún er sett fram og hvað vantar.
oddný (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 09:53
Það er reyndar rétt Oddný að þetta er ekki vel unnin frétt og ég var einmitt að hugsa um það. En ég vil ítreka enn og aftur í sambandi við það að dæma að Kristján Oddson er þegar búinn að dæma í málinu; ekkert var athugunarvert að neinu leyti þó málið eigi formlega eftir að skoðast, segir hann. Hann dæmir einmnitt fyrirfram eins og Friðrik Þór sér líka. Yfirlæknar og slíkir elska reyndar að gefa út opinberar flatneskjulegar yfirlýsingar, líkt og um stjórnvaldsúrskurði væri að ræða, en það síðasta sem þeim dettur í hug er það ræða þær við almenning. Aldrei myndi þessum nafngreindu læknum t.d. detta það í hug að koma inn á svona bloggsíðu og taka þátt í umræðunum. Jú, kannski ef ég væri alþingismaður, ráðherra eða meiriháttar opinber fígúra!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 10:11
Ég get tekið undir með Oddnýju.
Það læra ýmislegt af sögu Þórhildar.
Góð umræða Sigurðu Þór og vel haldið utan um hana.
Hrannar Baldursson, 3.8.2008 kl. 10:12
Já, saga Þórhildar er góð og líklega þær sem algengastar eru. Hins vegar gerast stundum hlutir sem hljóta að vera rannsóknarverðir. Það sem ég er fetta fingur út í hér er hvað allt viðhorf þeirra lækna sem eru að tala um mál sem hugsanlega eru varhugaverð, aðeins hugsanlega - líklega ósjálfráð varnarviðbrögð - er í þá átt að tala í rauninni framhjá efnisatriðum málsins með almennu tali í fyrsta lagi en í öðru lagi að beinlínis taka fram að allt hafi verið í lagi - áður en formleg rannsókn á málinu fer fram. Það er rétt sem Friðrik Þór ýjar að: ekki er hægt að treysta hlutlausri rannsókn Landlæknisembottisins á þessu máli eftir undangengin orð Kristjáns Oddssonar. Hann ætti nú að koma hér og skýra út mál sittl. Bloggsíðan er öllum opin. En ætli hann láti ekki stórdómsúrskurð sinn nægja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 10:21
Já, Oddný, sá möguleiki er fyrir hendi að blaðamaður hafi misskilið Kristján eða hafi rangt eftir honum af öðrum ástæðum. Ekki verð ég þó var við leiðréttingu/athugasemd frá Kristjáni og það er í raun erfitt að ímynda sér hvernig blaðamaður getur búið til þessa skoðun eða yfirlýsingu Kristjáns. En það er vissulega möguleiki að blaðamaðurinn hafi látið Kristján segja eitthvað sem hann sagði ekki!
Þetta er vissulega fín umræða, en ég hef verið að bíða eftir því að einhver gerði sér mat úr síðustu setningu fréttarinnar, undir "Í hnotskurn", þar semsegir: "Foreldrarnir eru af pólskum uppruna með íslenskt ríkisfang og tala íslensku". Þetta er mjög dularfull setning sem segir lítið, svarar engu en opnar fyrir allskonar vangaveltur í "báðar" áttir. Vill einhver snerta á þessu?
Friðrik Þór Guðmundsson, 3.8.2008 kl. 10:59
Ég hef velt vöngum yfir þessu með foreldrana. Ég var að hugsa hvort þau standi ekki höllum fæti vegna þess að þau eru aðflutt þó þau séu íslenskir ríkisborgarar. Já, orð Kristjáns, svo sérstök sem þau eru hafa varla mikið misfarist, en ýmislegt er þó óljóst í fréttinni, t.d. til hvers konar lækna var tvisvar leitað til, barnalækna, heimilislækna eða hvað?
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 11:23
Húrra svo fyrir blogginu sem gefur hverjum og einum tækifæri til að ræða málin hindrunarlaust og undireins. Svona umræða færi aldrei fram í blöðunum og reyndar kærið Mbl. sig ekki um að greiða fyrir umræðum um þessa frétt á blogginu. Mér finnst þær upplýsingar að leyft hafi verið að blogga um fréttina fyrst en svo verið lokað eiginlega efni í aðra umræðu. Hvernig stóð á því?
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 11:52
Talandi um þessa staðhæfingu að foreldrar barnsins séu pólskir en tali íslensku. Það er talandi dæmi um hvernig fréttin er unnin. Það er öruggt að upp hafa komið vangaveltur um hvort um mis- og vanskilninga hafi verið að ræða á milli foreldranna og læknanna og blaðaðmaður hafi spurt út í það eða þetta á einhvern hátt komið fram í samtölum hans við hlutaðeigandi. Þetta var einmitt það fyrsta sem mér datt í hug við lestur fréttar um þetta efni fyrir rúmri viku eða svo, á Vísi held ég. En hvers var spurt og af hverju? Þetta stendur alveg samhengislaust í fréttinni. Einnig sú staðhæfing að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé mikilvægt. Hvernig koma þau ummæli til? Og eftir hverjum eru þau höfð? Ekki held ég því fram að blaðamaðurinn hafi fabrikerað ummæli Kristjáns og er ekki í neinni vörn fyrir batteríið. Ég vona bara að þeir sem á halda á 24 stundum fylgki þessu máli eftir á vandaðri hátt. Það er tilefni til og það eiga allir skilið, harmi slegnir foreldrar, læknar og aðrir sem að komu og við sem hér veltum vöngum og erum eitt spurningamerki eftir þessa frétt.
oddný (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 12:13
Afsakið rosaletrið. Það var óviljaverk. -oddný.
oddný (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 12:15
Kannski þarf að skrifa um þetta mál með risaletri. Ég lokaði hins vegar í ógáti fyrri athugasemdirnar í nokkrar mínútur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 13:28
Það sem mér finnst undarlegt er að þessi frétt var á forsíðu DV fyrir um mánuði, eða tæplega það.
ErlaHlyns (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 15:04
Heyr, heyr Sigurður,
hér lýsir þú snilldarlega tilfinningum sem voru að læðast einhvers staðar í hnakkadrambi mínu þegar ég las þessa frétt. Það er til orð yfir þetta fyrirbæri sem birtist í svari þessara lækna sem gáfu álit sitt: Samtrygging. Í raun er Landlæknisembættið að mínu mati búið að stimpla sig vanhæft til þess að fjalla um málið nú þegar.
Ég hef kynnst þessu frábæra aðgengi að heilbrigðisþjónustu í gegnum minn son, sem er 22 ára. Frá 16 ára aldri hefur hann nokkrum sinnum lent inni á bráðavakt og þar af hef ég verið með honum í nokkur skipti. Eitt skiptið lentum við á unglækni sem byrjaði að 'taka sögu' hans eins og þeir kalla þetta víst. Hann hafði augljóslega einhvern smá áhuga á einhverjum af þeim einkennum sem við lýstum fyrir honum. Fór síðan fram til að ráðfæra sig við sérfræðing og svo koma þeir skömmu síðar inn og sérfræðingurinn segir: "Við höldum að þetta séu streitueinkenni". Ég er nokkuð viss um að unglæknirinn hefði ekki viljað kenna sig við 'Við'. Ég sagðist vita af því að drengurinn hefði streitueinkenni, en ég keypti það ekki að það útskýrði öll hans líkamlegu einkenni. Og hvað ég ætti að gera næst? Ætti ég að ráðfæra mig við hormónalækni? "Þú getur svo sem gert það" var svarið. 3 mánuðum síðar var taugasérfræðingur sem hormónasérfræðingurinn vísaði á búinn að greina hann með MS. Hér var ekki um bráða lífshættu að ræða sem betur fór, en hvað ef svo hefði verið og drengurinn sendur heim með "stress" hvað eftir annað??
Takk fyrir þessa grein Sigurður!
Karl Ólafsson, 3.8.2008 kl. 15:10
Það eru meira en þúsund manns búnar að lesa þessa færslu. Það er fínt og sýnir að færslur eru lesnar á bloggsíðum þó ekki sé hægt að komast inn á þær beint af bloggi um fréttir!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 19:02
Það er nú ekkert nýtt, að kontórinn hjá landlækni virki eins og eitt heljarinnar sápustykki á það sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. Landlæknisembættið og yfirmenn viðkomandi sjúkrahúss eiga einfaldlega ekki að gefa út yfirlýsingar varðandi þetta hörmulega atvik, heldur svara til saka fyrir dómstólum, þar sem hægt er að leiða sannleikann í ljós. Hafi enginn brotið af sér í þessu máli, t.d. með því að sýna vítavert kæruleysi eða vanhæfni í starfi, þarf að leiða það í ljós. Það verður ekki gert í fjölmiðlum. Hitt þarf einnig að koma upp á yfirborðið, ef hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða barnsins.
Pjetur Hafstein Lárusson, 3.8.2008 kl. 20:38
Sammála Pjetri að öllu leyti hvað þetta varðar. Læknamistök eru eins og hver önnur mistök og þeir eiga ekkert að vera alltaf stikkfrí. Ef landlæknisembættið lítur á það sem hlutverk sitt að vernda lækna vantar einhverja til að vernda sjúklinga.
Sæmundur Bjarnason, 3.8.2008 kl. 20:51
Sælt veri fólkið
takk fyrir góða færslu um málefni sem vert er að tala um.
Ég hef mína sögu af botnlangabólgu og undarlegum greininum. Minn var í því að "þjófstarta" og svo róast niður aftur á um 24 stundum. Ég kom tvisvar á spítala út af honum (með nokkra mánaða millibili) en var alltaf svolítið aum á staðnum inn á milli og var m.a. með hræðilega túrverki hægrameginn sem hurfu þegar botnlanginn var tekinn úr mér. Nota bene ég þurfti að ferðast til Panama áður en hann var tekinn úr.
Mitt helsta vandamál er það að ég fæ ekki hita samkvæmt venjulegri skilgreiningu, minn normal líkamshiti er um 36,4 gráður (eins einkennilegt og það virðist vera) þannig að þegar eg er komin yfir 37 líður mér mjög illa. En læknar hlusta að sjálfsögðu ekki, ég var bara heppin að þetta voru "þjófstört" en ekki báðabotnlangabólga. Út í Panama var þetta sama sagan (þ.e. enginn hiti og sama og engin aukning á hvítum blóðkornum) en þeir ákváðu að kíkja á hann með smásjá og viti menn, botnlanginn orðinn risastór!
Allavegana, vitneskju mína um "þjófstörtin" fæ ég frá heimilislækninum mínum sem ég spurði út í um þetta.
Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 3.8.2008 kl. 21:09
Sammála Pjetri (eins og ávallt)
Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 21:11
Sammála því að þessi frétt er alls ekki nógu ítarleg eða góð til að hægt sé að fella dóma um þetta mál. Efast ekki um að Kristján viti meira um þetta mál heldur en fram hefur komið í fjölmiðlum, þó vissulega megi gagnrýna ummæli hans.
Eins og einhver sagði að ofan þá eru læknavísindi ekki 100% og sjúkdómsmyndir geta verið mjög ólíkar og því miður kemur fyrir að fólk geldur fyrir það að vera ekki með "eftir bókinni" sjúkdóm, og þá er ég ekki að gefa í skyn að læknar eigi ekki geta áttað sig á ólíkum sjúkdómsmyndum og hafa opinn huga varðandi einkenni. Við vitum ekki hvað var búið að gera barnið, hvort það var búið að undirgangast miklar rannsóknir og þvíumlíkt og þess vegna erum við ekki í stöðu til að dæma þá sem sinntu þessu barni. Mér finnst umræðan að mörgu leiti ósanngjörn gagnvart þeim, stundum deyja sjúklingar þó svo að allt sem samkvæmt almennum viðmiðum á að gera hafi verið gert og það tekur auðvitað gríðarlega á lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk.
Ergo, held við séum ekki í stöðu til að dæma þetta mál að svo stöddu.
Kv. María
María (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 21:19
Það er enginn að dæma þá sem sinntu þessu barni María en það er verið að bregðast við ummælum lækna um málið í fjölmiðlum þar sem ekki er hægt að komast hjá því að þeir tala framhjá málinu og fulltrúi landlæknis er fyrirfram búinn að fella sinn dóm. Það er mikilvægt að menn átti sig á hver er kjarni þeirrar hugsunar sem ég set hér fram. Hún hnígur ekki að neinum læknisaðgeðrum heldur ótímabærum viðbrögðum tveggja lækna við atvikinu, annar þeirra á að vera hlutlaus og rannsaka málið en er það ekki eftir fréttinni að dæma.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 21:31
Geri mér grein fyrir því að fyrst og fremst er verið að gangrýna ummæli læknanna tveggja en mér finnst bera á sleggjudómum varðandi þjónustuna sem barnið fékk, og að því er ég best veit vitum við ekkert um hana. Var ekki að gagnrýna gagnrýnina á þessi ummæli, auðvitað er útúr kú að Kristján sem er talsmaður embættis sem á að rannsaka þetta mál tjái sig áður en formlegri rannsókn er lokið. Reyndar spurning hvort hann megi það hreinlega...
María (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 21:41
Í rauninni snýst nútíma læknisfræði að miklu leyti um tölfræði. Það sem er algengt er algengast og öfugt, öfugt við það sem margir virðast stundum halda. Það er t.d. talið eðlilegt, að um 15% allra botnlanga, sem fjarlægðir eru með skurðaðgerð séu algjörlega heilbrigðir. Botnlangaskurðir eru þó langt í frá hættulausir jafnvel fyrir hrausta einstaklinga. Embættismenn kunna tölfræðina. Það skýrir stundum þeirra viðbrögð, sem sýnast undarleg í augum leikmanna.
Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 22:13
Sæll Sigurður. Gott að þú bloggar um þetta. Ég frétti þetta fyrir nokkrum vikum og hef verið að bíða eftir opinberri umræðu um málið. Ég finn að það er mikill tilfinningahiti í þér, sterk réttlætiskennd og samúð og ég tek undir það að þetta er afar sorglegt atvik. Ég hef það á tilfinningunni að þegar læknarnir tala um aðgengi allra séu þeir að tala um túlka sem e.t.v. hefðu þurft að vera með foreldrunum. Það yrði hinsvegar þungur kross að bera, fjárhagslega, fyrir spítalann og alla heilbrigðisþjónustu og því ekki skýrar að orði kveðið. Læknar geta gert mistök og gera þau. Það sem mér leikur hugur á að vita er hvort þessir pólsku foreldrar hafa einhverja nærri sér til að berjast fyrir þeirra málstað gegn kerfinu. Þau eru væntanlega yfirkomin af sorg og þurfa stuðning. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 3.8.2008 kl. 23:20
Það er ekki að ósekju að stundum er talað um læknamafíu. Læknar verja hvern annan fram í rauðan dauðann, frekar en að íhuga nokkurn tímann, í hroka sínum, að þeim geti orðið á svo skelfileg mistök að þeir valdi dauða sjúklinga sinna. Og þar tala ég um, allt frá börnum í fæðingu og til fólks á öllum aldri, allt til gamalmenna.
Svava frá Strandbergi , 3.8.2008 kl. 23:45
Það sem Kristján var væntanlega að fara með því að segja að allt hafi verið í lagi er líklega að það hefur honum verið sagt að þeim læknum sem komu að málinu. Hann átti þá að taka það fram að svo segðu þeir í stað þess að láta þetta hljóma eins og óyggjandi staðreynd sem ekki þyrfti neitt að skoða frekar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 23:52
Læknar á Íslandi gera aldrei mistök þótt læknar alls staðar annars staðar á byggðu bóli geri mistök. Af einhverjum ástæðum þá virðist samtryggingarkerfi lækna blómstra betur hér á landi en annars staðar - og hefur gert það lengi. Sumum líður m.a.s. svo miklu betur með það að kalla mistökin óhöpp (sic).
En hvað vitum við "leikmennirnir" svosem um það hvað málin snúast? Við erum bara heimsk og vitlaus.
Malína (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 01:12
Ert þú nú ekki hálfgildings fagmaður Malína?
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 11:47
Malína (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 13:54
Fínn pistill Sigurður. Þú átt það til að hitta beint í mark
Heiða B. Heiðars, 5.8.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.