Hugarafl mótmælir við kínverska sendiráðið

HUGARAFL, samtök fólks í bata sem átt hefur við geðræna erfiðleika að stríða, efnir til þögulla mótmæla föstudaginn 8. ágúst, við kínverska sendiráðið á Víðimel 29, á milli klukkan 13.00 og 13.30. Kveikjan að mótmælunum er afstaða kínverskra yfirvalda til geðfatlaðra í tengslum við Ólympíuleikana, sem settir verða í Peking á föstudaginn.
Fyrir skömmu gáfu stjórnvöld í Peking út tilmæli í 57 liðum til gesta á leikunum þar sem eru nefndir þeir hópar sem eru „óvelkomnir“ til Kína. Á þeim lista er m.a. fólk með geðsjúkdóma. Þessu vill Hugarafl mótmæla með þögulli samstöðu.

Þessa tilkynningu má lesa á heimasíðu Hugarfls. Ég hef lesið á ýmsum bloggsíðum að mótmæli fólks vegna ólympíuleikana séu asnaleg og annað í þeim dúr. Er þetta Hugaraflsfólks þá ekki óttalega asnalegt í augum þeirra sem þannig hugsa? Hugsa þeir kannski eins og Kínverjar að þetta sé eiginlega ekki fólk heldur eins konar meindýr sem halda verður frá ólympíuleikunum hvað sem það kostar. 

Ekki þarf að  spyrja um afstöðu forsetans og menntamálaráðherrans. Þau sýna hug sinn í verki. Ætli forsetinn skammist sín ekki fyrir geðsjúka landa sína? Telur sig eflaust ekki  vera þeirra forseti. Gerði hann það væri hann ekki á ólympíuleikunum. Það er engin afsökun þó aðrir þjóðhöfðingjar flykkist á leikana.  

Mér finnst ekki síður ástæða til að mótmæla við Bessastaði en kínverska sendiráðið.  

Þetta er gott framtak hjá Hugarafli,. En félagði Geðhjálp virðist ekki láta sig þetta mál neinu skipta. Það er skammarlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var með í byrjun starfsemi Hugarafls.  Þetta eru frábær samtök.

Flott framtak og alveg í anda þessara samtaka að sitja ekki við orðin tóm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: halkatla

Gott hjá þeim.

halkatla, 8.8.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Keisarans hallir í Kína,
kóngurinn Óli að útsvína,
með sitt trýni,
í Madeiravíni,
og hundaketinu að hrína.

Þorsteinn Briem, 8.8.2008 kl. 18:31

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vek athygli á þessu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.8.2008 kl. 00:05

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil skýra afstöðu mína enn frekar og ætti hún þá að vera eins ljós og hugsast getur: Segjum að í fjölskyldu þinni væri einn sem hefði átt við eða ætti við geðsjúkdóm að stríða. Fjölskyldunni væri svo boðið í fínt boð en tekið sérstaklega fram að þessi með geðsjúkdóminn væri ekki boðið. Myndi fjölskyldan þiggja boðið? Forsetinn þáði slít boð og gerði enga fyrirvara í orðum. Á þetta var líka bent af talsmanni Hugarafls í mótmælunum í dag.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.8.2008 kl. 00:23

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég tók þátt í þessum mótmælum þó að ég sé ekki í Hugarafli. Öllum, nema þrem hundum sem tóku líka þátt,  var úthlutað skurðlæknagrímum sem fólk batt fyrir vit sér til þess að smita ekki kínverjana af geðveikinni, en einnig til þess að forðast, að ég held, flærðar fnykinn sem af þessari aumingja þjóð, leggur. 

Kínverjarnir opnuðu ekki dyrnar þegar tvær Hugaraflskonur börðu að dyrum og hugðust afhenda mótmælaskjal sitt. Það var rétt opnuð rifa á dyrunum og svo skellt strax á nefið á þeim. Lögreglumaðurinn sem fylgt hafði þeim upp að dyrunum, benti konunum þá á að setja bréfið inn um bréfalúguna, sem þær og gerðu.

Ekki sást nein hreyfing í húsinu önnur en sú að gluggatjöld í einum glugganum sáust hreyfast aðeins.  Svívirðileg framkoma í alla staði af hendi Kínverjanna. 

Svava frá Strandbergi , 9.8.2008 kl. 01:54

7 identicon

Já, og Olymisku leikarnrir í Berlín 1936 voru víst líka mjög "imponerandi"...

Jón Bragi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 21:30

8 identicon

Heyr heyr!  Minn forseti myndi ekki gera svona og þvæ ég því hendur mínar af þessum forseta.

...désú (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband