23.8.2008 | 17:10
Reykviskt veður
Það hellirigndi á borgarstjórann þegar hún setti Menningarnótt í dag. Hún talaði um að það væri bara "reykvíkst veður". Það á víst að skilja sem svo að hér sé alltaf "rok og rigning". Það virðist vera innprentað í fólk að mikil "rigning og rok" sé eitthvað sérstaklega dæmigerð fyrir landið og þá líka Reykjavík. Auðvitað er oft svona veður en enn þá oftar annars konar veður, jafnvel blíðviðri viku eftir viku.
Hið dæmigerða íslenska veður er ekki endilega "rok og rigning". Hið "dæmigerða" íslenska veður er reyndar varla til því hér er veðráttan mjög breytileg sem þýðir samt ekki að hún sé endilega svo vond. Hér eru vetur til dæmis furðulega mildir. Sumrin hafa farið mjög batnandi síðari ár eða réttara sagt færst aftur í það horf sem þau voru mikinn hluta 20. aldar eftir all-langt skeið með hraklegum sumrum.
Það er líka rangt sem oft heyrist, bæði í gamni og alvöru, að veður séu "betri" fyrir norðan en á suðurlandi. Til dæmis er sólríkara fyrir sunnan en á norðurlandi fyrir utan það að þar er hlýrra að jafnaði. Og hin síðari ár hefur fremur mátt búast við mestu hitunum á suðurlandi en fyrir norðan.
Þetta skiptir náttúrlega ekki miklu máli hvernig borgarstjórinn komst að orði og ekki ber svo sem að taka það of alvarlega. Allt var þetta á léttu nótunum mælt í mikilli rigningu.
Mér finnst samt þessi klisja sem klingir hve nær sem rignir að það sé eitthvað sérstaklega dæmigert veður fyrir Ísland að þar sé rigning orðin ósköp þreytandi.
Af því að hún gengur ekki upp.
Hitt er annað mál að ég er ekki frá því að Mennngarnótt sé heldur seint að sumrinu. Hitafar að meðallagi er þá farið að lækka talsvert. Það er líka hættar við votviðrum og hraglanda heldur en um hásumarið.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þessi dagur er sennilega einn af þeim sístu sem komið hafa í sumar hvað veðrið varðar en þessi rigning er jú bara ein tegund af Reykvísku veðri eins og þú segir. Stundum finnst manni að það megi ekki tala illa um veður á ákveðnum stöðum á landinu á meðan mönnum er gefið algert skotleyfi á veðrið í Reykjavík. En auðvitað eiga allir landshlutar sínar góðu og slæmu veðurhliðar en góðu hliðarnar snúa bara ekki alltaf upp allstaðar á sama tíma.
Emil Hannes Valgeirsson, 23.8.2008 kl. 17:52
núna er norðfirskt veður hjá mér
halkatla, 23.8.2008 kl. 17:57
Já, Emil, einmitt! Hver landshluti á sína góðu og slæmu hliðar veðurfarslegar og ekkert tal um veður er eins leiðinlegt eins og héraðarígur í þeim efnum en fíflatalið um að "hjá okkur er alltaf gott veður" er jafnvel enn verra. Ég undaskil þó Norðfjörð í þessu dæmi. Þar er veðurfar þannig að það er langt fyrir neðan mína gríðarlegu virðingu að ræða það svo mikið sem!
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.8.2008 kl. 18:23
Rok og rigning er orðið fáséð í Reykjavík, það rignir talsvert oftar beint niður en það gerði. Væntanlega hefur trjágróður borgarinnar heilmikið um það að segja.
Síðustu þrjú sumur hafa verið mjög fín hér fyrir sunnan, þetta má alveg vera svona áfram
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:48
Trjágróður borgarinnar hefur stórlega dregið úr veðurhæð í Reykajvík, það er alveg viðurkennt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.8.2008 kl. 20:52
Kl. 21 var hitinn í Reykjavík 9,3 stig og hefur ekki verið jafn lítill á þeim tíma í næstum tvo mánuði. Í dag var 13 stiga hiti og rigndi bara annað slagið. Ég get því ekki séð að veðrið hafi endilega "batnað" eins og veðurfræðingurinn vildi meina. Hitastigið skipir mjög miklu máli til að fólki líði vel t.d. á útutónleikum. Mér finnst veðrið hafa stórum versnað síðan í dag.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.8.2008 kl. 21:52
"......að veður séu "betri" fyrir norðan en á suðurlandi."
Við förum nú ekki að láta þingeysku loftbelgina spilla gleði okkar hérna í góða veðrinu í höfuðborginni!
Malína (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 01:17
Ósammála Sigurði þarna, veðrið snarbatnaði fram á kvöld, rigning og rok er alltaf verra veður en þurrt og logn fyrir minn smekk, mér er nær alveg sama um hitastigið. Fyrirbærin vindkæling og loftraki skipta meira máli en það, um hvort manni er kalt eða ekki. Ég fór ekki á útitónleikana en það gerðu vinir mínir og var ekkert kalt.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:34
Já það er ekki létt að lýsa veðrinu á Íslandi einsog það er margbreytilegt.
Ég bý í Svíþjóð og fólk er oft að spyrja mig hvort ekki sé óskaplega kalt á Íslandi en ég get ekki nefnt neinar frosttölur til að imponera á viðmælandur mína. Það sem er stærsti munurinn, finnst mér dramatíkin í veðrinu á Íslandi, þessi óskaplegu rok sem stundum eru, en ekki er svo þægilegt að útskýra þau fyrir fólki.
Það sem kallað er stormur hér og þykir fréttnæmt óveður myndi í hæsta lagi vera kallað "strekkingur" á Íslandi.
Fjórir vinnufélagar mínir sænskir dvöldu á Íslandi í tvær vikur í desember síðastliðnum og þeir fengu að upplifa íslenskt rok og þótti mikið til koma.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.