Hópsálin heimtar það!

Mér finnst eins og þjóðin  - hópsálin!Tounge - sé búin að gleyma því að sé til eitthvað sem heitir síðsumar. Nú talar hún bara um haust ef hvessir smá eftir að verslunarmannahelgin er liðin með myndarlegum lægðum. Þá er altaf talað um "fyrstu haustlægðina". En djúp lægð síðsumars þarf ekki að vera nein haustlægð. 

Nú er töff lægð við landið og veldur hvassviðri og úrkomu. Ekki er það endilega haustmerki. Það getur hvesst um hásumar og heilu sumrin geta verið rigningarsumur. Það fylgja lægðinni engir kuldar og í kjölfar hennar kemur sæmilegasta síðsumarveður. Ég tregðast því með sjálfum mér að kalla þetta haustlægð. Það er sem betur fer ekki víst að svona veður verði að staðaldri næstu vikur. Í veðurfarslegu tilliti er september talinn til sumarmánaða enda er hann það oftar en ekki við  venjulegar aðstæður. 

Septembermánuðir hafa verið ansi góðir yfirleitt eftir að veðurfarsrenisansinn hófst en hann var reyndar sá mánuður sem kólnaði einna mest eftir að hinar myrku og köldu veðurfarsmiðaldir fóru í hönd eftir klassíska gullöld veðursins sem ríkti með glæsibrag fyrir og um miðja tuttugustu öld.

Ég er því að vona að haustið sé ekki alveg komið. Það er enn síðsumar. Oftast er það upp úr miðjum  september sem verulegur haustblær fer að koma. Eftir þann tíma hættir t.d. oft að vera tíu stiga hiti að deginum í Reykjavík að staðaldri. Á hinum veðurfarslegu myrku og köldu miðöldum var september samt ekki neinn sumarmánuður. Þá komu bara tveir októbermánuðir í röð.

Það væri sannarlega antiklímaks eftir þetta geggjaða sumar ef það verður endasleppt síðustu vikuna í ágúst. Slíkt var reyndar eitt af kennimörkum veðurfarsmiðaldanna. Þá hrundi sumarið í ágústlok nema bara stundum. Þá tóku við ískaldar norðanáttir eða lítið skárri suðvestanáttir með Kanadakulda. Þetta virðist ekki vera að gerast núna.

Síðustu tíu árin eða svo hefur sumarið oftast enst vel út september og stundum reyndar inn í okótber.

Við viljum hafa það líka svoleiðis núna.

Hópsálin heimtar það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég heimta ekkert af veðrinu - það er líka vonlaust. Það hagar sér alltaf eins og því sýnist án tillits til óska eða vona okkar dauðlegra.

Maður tekur því bara! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég tek því aldrei! Ég vil fá endalaus góðæri, milda veður og mæjorkasumur, en inn á milli mega koma einstaka hafísavor og hörkur, rigningasumur og þrumur og eldingar!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.8.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Milda vetur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.8.2008 kl. 12:41

4 identicon

Hér hjá mér er 14 stiga hiti og rosalega hlýr en stífur vindur, æðislegt að ganga í svona veðri, rokið hressir.

Góða helgi.

alva (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vonandi fáum við indjána sumar fyrir en ínúíta sumar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.8.2008 kl. 15:57

6 identicon

Hópsálin - það er ég!  Síðsumar hnuss - öllu má nú nafn gefa!  Mér finnst vera orðið skratti haustlegt!  Brrrr...   Það var líka enn "síðsumar" á síðasta ári þegar rigningarnar og rokið hófst (kringum 20. ágúst) sem stóð linnulítið fram yfir áramót.  Nöldur!  Hvað segja veðurdellukallarnir - eigum við von á slíku aftur?  Ég vil frekar hafa logn og kulda heldur en rok og rigningu - jafnvel þótt það sé hlýtt.  Mér finnst veðrið alltaf vera gott ef það er stillt - hitastigið skiptir þar engu máli.

Hvað segir Mali við þessum djöfulgangi í veðrinu eins og það var í nótt?  Kisan mín heldur sig bara undir sænginni minni þegar veðrið lætur svona.  Hún rétt kíkir út annað veifið til að fá sér bita úr matarskálinni og er svo rokin undir sæng aftur!

Malína (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 17:16

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Mig langar í gott veður svo ég komist aftur í almennilegan berjamó

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 01:24

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Segjum tvö Hildigunnur, ég hef eiginlega verið veðurtepptur þessa daga því ég ætlaði einmitt út á land. En nú er spáð aftur ágætu veðri.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.8.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband