Ég boða yður mikinn fögnuð!

Nú er hæg austanátt í Reykjavík, sól milli skýja  og 14 stiga hiti á hádegi.

Sem sagt: Bærilegasta sumarveður.

Hvað voru menn uppfullir með að blogga um að haustið væri komið þegar kom ein ágætis lægð sem hvessti af?

Svo má alveg minna á að þennan dag árið 1939 mældist hitinn í Reykjavík 21,4 stig og er það mesti hiti sem mælst hefur þar 31. ágúst síðan mælingar hófust.

Og nokkrum dögum seinna, 3. september, fór hitinn í bænum aftur yfir 20 stig.

Örvæntið því eigi! Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð!

Sumarið er ekki búið!. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alltaf verið að eyðileggja gleðina fyrir manni.  En ok ég get lifað með örlitlu af sumri í viðbót.

(Eins og ég eigi annarra kosta völ).

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 12:46

2 identicon

Spámaðurinn hefur boðað fagnaðarerindið!  Vér kætumst!

Malína (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jenný mín Anna! Hvaða manni? Ertu ekki æstur femínisti kona! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.8.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband