Sumarið er víst búið í Reykjavík

Síðustu fimm dagar hafa verið andstyggilegir, hvassir og blautir. Það hefur ekki verið hægt að njóta lífsins úti eins og verið hefur. Þetta veðurlag kom í kjölfar illviðrisins sem skall á að kvöldi þ. 16. Og  á að halda áfram næstu daga. Veðurlag af þessu tagi endar æði oft í norðanátt og kulda. Mér skilst að svo muni núna líka fara. Þá birtir til á suðurlandi en hitinn verður ekki lengur yfir tíu stigum á daginn heldur miklu lægri. Fyrir norðan er þá spáð slyddu. Á austurlandi hafa síðustu dagar verið góðir og sumir segja að þar hafi sumarið fyrst byrjað í september.

En sumarið er sem sagt búið hér í Reykjavík!

Meðalhitinn það sem af er september er þó enn kringum tíu og hálft stig eða tvö og hálft fyrir ofan meðallag. Hann er sem sagt með hlýjustu septembermánuðum en mun varla gera miklar rósir að leiðarlokum. Í nótt féll hitinn niður í 3,5 stig. Jafn kalt var 19. júní en ekki hefur verið kaldara síðan 21. maí.  Annars hefur veðrið undanfarið verið þannig að maður yrði ekkert undrandi þó það færi að snjóa. Einstaka sinnum hefur snjó fest í Reykjavík í september, síðast árið 1969. Úrkoman í borginni er kominn langt yfir meðallagið og á víst heilmikið eftir að bætast við. 

Fátt er betra en bjartir góðvirðisdagar en samt hlýir í kringum haustjafndægur. Þá fáum við líklega ekki að þessu sinni. Til að menn viti hvað ég á við birti ég kort á hádegi af einum slíkum en þá var blíðuveður á suðvesturlandi. Mikið man ég vel eftir þessum degi. Það var fyrsta haustið eftir að ég fékk veðurdelluna, einkennilegustu og nördalegustu dellu í heimi!

Ég hef verið að skrifa pistla hér á blogginu um hlýjustu og köldustu mánuði á landinu. Byrjaði ég á þessu í október í fyrra og er nú að skrifa um september og verður þá þessari syrpu lokið. Síðasti pistillinn mun birtast hér á blogginu næstu daga við gífurleg fagnaðarlæti minna hysterísku aðdáenda sem reyndar hefur fækkað mjög síðustu daga. Bráðum verða þeir fyrrverandi hysterískir aðdáendur!  

1967-09-21_12 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hysterískur aðdáandi kvittar fyrir sig. Eigðu góðan dag

Marta B Helgadóttir, 21.9.2008 kl. 12:52

2 identicon

Stundum vonar maður að menn standi ekki við það sem þeir segja...............................

Ellismellur (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 15:24

3 identicon

Ég er komin með verulegar áhyggjur af sjálfri mér.  Ég hlýt að vera orðin nööörd líka, fyrst ég er farin að rýna í veðurfærslurnar hérna ofan í kjölinn - af áfergju.

Er þessi veðurdelluandskoti smitandi?!

Malína (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Er það síðasti mánaðarveðurpistillin eða síðasti pistillinn yfir höfuð? Ekki gott, en ég held samt að þú bloggir fram að heimsenda, ef ekki lengur.

Hvað ætli hafi annars rignt mikið í Reykjavík í IKE-veðrinu aðfaranótt 17. sept? Ég hef ekkert séð fjallað um það. Skv. línuriti sjálfvirku stöðvarinnar í Reykjavík voru það um 35 mm á nokkrum klst. kringum miðnætti, sem er nú bara ansi mikið.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.9.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

þetta verður síðasti pistillinn um köldustu og hlýjustu mánuði. Að morgni þ. 17. mældist úrkoman í Reykjvík 38,8 mm og hefur mest af henni fallið á þeim tíma sem þú segir. Það er fjallað nokkuð um IKE-veðrið á vef Veðurstofunnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.9.2008 kl. 19:48

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk fyrir það. Þeir gleyma nefnilega oft að tala um þá staði þar sem fólkið býr, þótt 201mm á Ölkelduhálsi sé auðvitað merkilegt.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.9.2008 kl. 20:53

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það fer þá að verða síðasti sjens að setja niður haustlauka, eins og t.d. páskaliljur og túlípana, eða hvað?
Getur kannski komið þíða seinna í haust eins og t.d. í október, nóvember svo hægt verði að pota laukunum niður þá?
Sendi þér hjörtu svona í restinaBaara 

Svava frá Strandbergi , 23.9.2008 kl. 13:46

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þó veðrið sé rosalegt er bullandi þíða og langt í frost! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.9.2008 kl. 14:02

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

I know. að það er bullandi þíða núna. Hélt bara í fáfræði minni að með komandi norðanátt kæmi frostið.

Svava frá Strandbergi , 23.9.2008 kl. 14:09

10 identicon

Vertu ekki svona viss um að aðdáendum þínum fari fækkandi. Eg er einn af þessum nýju. Eg er hálfger veðurnörd sjálfur og lít upp til algerra!

Skellur (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 18:36

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og víst hafði ég rétt fyrir mér með það að sumarið væri búið í Reykjavík! Svo er Lurkurinn eða Hreggviður framundan!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.9.2008 kl. 01:33

12 identicon

Brrrr...

Malína (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband