Ekki vanþörf á

Rauði krossinn ætlar að láta gera óháða rannsókn á húsleit lögreglunnar hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ. Og þeir telja að tilefni sé til að rannsaka sérstaklega yfirlýsingar stjórnvalda um málið. Þær voru enda vægast sagt einsleitar og fordómavekjandi. Rauði krossinn hefur skýrt ýmislegt með eðlilegum hætti sem stjórnvöld lögðu sig í líma við að útmála í ljósi sem var fulllt af fjandskap og stækum fordómum. Og eftir bloggsíðum að dæma hafa ýmsir tekið þessu fagnandi til að opna sálarskjóður sinar fyrir óvild í garð hælisleitenda þar sem bullandi fordómar hafa ráðið ríkjum og hafa til dæmis tekið á sig þær myndir að setja samansemmerki á milli hælisleitenda og ólöglegra innflytjenda.

Yfirvöld í þessu dæmi eru fyrst og fremst lögreglustjórinn í Keflavík og aðstoðarmenn hans. Það er því hreinlega óhugnalegt að stofnaður hafi verið  sérstakur stuðningshópur við hann vegna þess að dómsmálaráðherra vill auglýsa starf hans til umsóknar. Ólíklegustu menn hafa verið að hrósa starfsháttum lögreglustjórans eins og t.d. Þráinn Bertelsson á baksíðu Fréttablaðsins í dag.

En farið hefur fé betra ef hann verður látinn fjúka.

Fagna ber hins vegar framtaki Rauða krossins um rannsókn á húsleitinni.  


mbl.is Neikvæðar afleiðingar fyrir hælisleitendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sammála hverju einasta fjandans orði hérna Sigurður Þór Guðjónsson!

Heiða B. Heiðars, 22.9.2008 kl. 16:19

2 identicon

Vel mælt og drengilega og orð í tíma töluð. Ég hef varla þorað að skyggnast í sum bloggin hér á mbl. Mér hreinlega verður óglatt.

Við verðum bara að vona að þetta sé lítill en hávær minnihluti sem er með þennan óhróður og fordóma og halda að fólk komi hingað til að lifa lúxuslífi á kostnað skattborgara. Ég veit ekki hvenær það varð sældarlíf að hafa tæpar 400 krónur á sólarhring til ráðstöfunar.

Ég held svei mér þá að ef ég væri skúrkur sem vildi lifa lúxuslífi á kostnað annarra að þá væri Njardvik Iceland síðasti staðurinn sem mér dytti í hug í því samhengi.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:27

3 identicon

Góðar fréttir

Rómverji (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála líka, en allir hinir nóbreinerarnir verða eftir samt sem áður.

Út með alla kallana í ráðuneytinu. 

Lifi byltingin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 16:29

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki blóta svona Skessan þín! Ég er svo prúður piltur að ég fer hjá mér. En ég fagna byltingunni hvernig og hve nær sem hún verður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.9.2008 kl. 16:42

6 identicon

Segi það sama:  Farið hefur fé betra.  Er ekki hægt að láta þvagleggskarlinn á Selfossi fylgja með?  Og sjálfan Tindátahöfðingjann líka?

Varðandi öll rasistabloggin hér í bloggheimum (og er því miður af nógu af taka):  Það liggur við að manni finnist að sumt af þessu liði ætti hreinlega að missa bloggleyfið - þótt líklega flokkist það undir ritskoðun.  Alveg ótrúlegur viðbjóður sem þetta lið getur látið út úr sér!  Og eru sumir þeirra víst með vinsælli bloggurum.   Kannski bara við þessu að búast þegar heill stjórnmálaflokkur er gagngert farinn að gera út á þessar lítilmótlegu hvatir, til að reyna að hala inn fleiri atkvæði.

Aaarg!  Djöfull get ég stundum pirrað mig útaf þessu liði...

Malína (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 17:56

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lengi lifi byltingin! ("Ekki byrja á [henni] án mín!" -Jesse Ventura)

Bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2008 kl. 23:11

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Rauði krossinn lengi lifi!!

Svava frá Strandbergi , 23.9.2008 kl. 14:05

9 identicon

Nú eru lögreglufautarnir víst að láta af störfum, as we speak!

Bið að heilsa bloggletingjunum, Nimbusi og Mala!

Malína (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband