Nokkur úrkomumet mánaðarins fallin

Ef mér er ekki farið að förlast því meira sé ég ekki betur en að mánaðarúrkomumet í september á ýmsum stöðum  á suður- og vesturlandi séu þegar fallin. Þar skal fremst telja sjálfan Stykkishólm þar sem úrkoma hefur verið athuguð frá 1856. Aðrir staðir, með mismunandi langa mælingasögu, eru t.d. Andakílsárvirkjun, Stafholtsey, Bláfeldur, Ásgarður, Hólar í Dýrafirði og Hæll í Hreppum.

Úrkomumetið í Reykjavík frá 1887 er í nokkurri hættu en Íslandsmetrið frá Kvískerjum frá 1999 er í stórhættu ef það er þá ekki þegar fallið. 

Ekki ætla ég að nefna neinar tölur að sinni, en ekki verður síður spennandi að sjá uppgjörið við mánaðarlok en fylgjast með þessum stelpulandsleik við Frakka sem nú er að byrja.

Ekkert hefur komið á netið frá sjálfvirku veðurstöðinni í Súðavík síðan um miðjan júlí. Ekki veit ég hvað veldur en oft þagna sjálfvirku stöðvarnar vikum saman og fólk veit ekki hvort viðkomandi stöð er hætt eða biluð. Hvað segja íbúar sveitarfélaga þegar ekkert heyrist mánuðum saman frá veðurstöðvunum hjá þeim? Kvartar enginn? Mér finnst að Veðurstofan eigi a.m.k. að tilkynna það á einhvern hátt þegar stöðvar eru lagðar niður. Þá veit fólk af því og líka það að þögn stöðva er þá tímabundin þó langur tími sé ef vitað er að hún hefur ekki verið lögð niður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú skemmtilegra að horfa á strákana!

Malína (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband