Satan í stuði - með guði!

Óskaplega er þetta kærleiksraus á mörgum bloggsíðum aumkunarvert. Þvílíkt afturkreistingastagl!

Sannleikurinn er sá að yfirleitt er okkur andskotans sama um þjáningu náungans. Ekkert raskar slepjulegri ró okkar meira en logandi sársauki annara, nakinn og varnarlaus, sár, reiður og fulllur af mótmælum.

SataniusVið útskúfum þeim þess vegna með þögn, fálæti og oftar en ekki beinlínis með harkalegri frávísun. Þeir minna okkur á okkar eigin viðkvæmni og varnarleysi sem við viljum ekkert af vita þegar þokkalega gengur í lífinu.

Viðbrögð okkar gegn þeim sem leyna ekki sársauka sínum eru frumstæð og einföld. Þar birtist hið  freudíska Það eða Id algjörlega tillitslaust og án allrar fágunar:

Hættu þessu helvítis væli og sjálfsvorkunn auminginn þinn!

Í besta falli vísum  við þeim sem þjást til geðlækna. Þeir eiga að lina allan sársauka. Og það gera þeir með því að breyta honum í sjúkdóm sem kallaður er þunglyndi. 

Á þennan hátt afneita nútíma lifnaðarhættir mannlegri þjáningu og sársauka. Hann er orðin framandi fyrirbæri sem enginn kannast við. Við erum algerlega firrt frá honum. Getum ekki horfst í  augu við hann nema sem sjúkdóm, eitthvað óeðlilegt. Þess vegna erum við líka fyrir löngu firrt frá kjarna kristindómsins. Aldrei verið eins lítið góð og kristin.

Við höfum aldrei verið eins herfilega vond og einmitt nú! Afhverju ekki að viðurkenna það bara í stað þess að  vera að spreða þessum hryllilegu Heart Heartút um allar bloggsíður með tilheyrandi knúsi og kærleiksmjálmi? 

Sannlega segi ég yður: Satan, in person, ríkir yfir huga yðar og hjörtum, líka nýrum og lifrum, að ég tali nú ekki um þessum viðbjóðslegu neðanþindarorgönum. Því ekki að játa það bara undanbragðalaust og hætta þessu kærleikshoppi? Devil

Skárri er ein mínúta í illskeyttum heilindum en eilífð í uppgerðarkærleika!

P.S. Er þessi andskoti sem myndin er af ekki skratti krúttlegur?! 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er svo öfugsnúin alltaf að ég ætla að gera svolítið sem ég hef ALDREI gert áður og geri líklega ALDREI aftur:

Og hananú!

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.11.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er sannfærð um að þessi færsla er gildra, til þess eins ætluð að leiða saklausar sálir eins og mig á villigötur. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:47

4 identicon

Sigurður sem þessa færslu skrifar er annaðhvort að reyna að "grínast" eða illa haldinn andlega. Líklega meiru þá en þunglyndi, frekar geðbilun af versta tagi.  Verst þegar slíkt er skrifað í nafni trúar og kærleika!!!  Þessi grein hefur ekkert með náungakærleik og hjálpsemi að gera, heldur bara vonsku og biturð. Eflaust ert þú Sigurður (greinarhöfundur) bitur og reiður maður. Við verðum bara að gæta okkar á því að láta það ekki gegnsýra okkur þó oft erfitt sé! 

Linda (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:14

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, andskoti er hann krúttlegur þessi skratti. En er ekki annars sagt að krúttið sé dautt?

Emil Hannes Valgeirsson, 6.11.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Heil kynslóð af krúttum er víst steindauð og farið hefur fé betra. Og Linda: Ekki stendur á þér undir huglausu nafnleysi að koma með dóma um nafngreindan mann: bitur og reiður skal hann vera og í þínum munni hljómar það svona eins og þegar sagt var um menn að þeir væru sauðaþjófar. Ég hef bloggað í tvö ár og ætli þetta sé það sem sást í mínum færslum áður en ég tók þær niður? Það er einmitt með manngerð eins og þig í huga sem ég skrifaði þessa fræslu. Nafnlaust fólk sem er með kærleik á vörunum "verðum bara að gæta okkar að láta það ekki gegnsýra okkur", en hefur samt naut af því að koma höggi á fólk sem ekki dylst, "bitur og reiður maður (lesist vondur maður). Svei attan! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.11.2008 kl. 23:28

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þarna lenti ég á milli steins og sleggju og fjandinn er laus.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.11.2008 kl. 23:37

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Linda, þú gefur jafnvel í skyn að ég sé geðbilaður af versta tagi. Ahverju segirðu þetta ekki undir fullu nafni? Ég hef hins vegar komist að því hver þú ert gegnum ímeilið þitt á Vísi.is. Þú ert kannski ekki geðbiluð en örugglega siðblind af versta tagi. En fyrst og fremst hugleysingi. Ég hef ekki mannvonsku í mér til að opinbera nafn þitt fyrir lesendum þessarar bloggsíðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.11.2008 kl. 23:39

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Linda er einmitt sönnun fyrir því sem ég er að segja: Hún gefur sér að ég sé bitur og reiður maður en biturleiki og reiði, hvar sem slíkt birtist,  er ekkert nema sársauki. Og hvað sagði ég ekkii um það hvernig margir bregðast við sársauka annara, ekki bara með þögn og fálæti heldur líka með harkalegri frávísun. Viðbrögð Lindu eru í sjálfu sér prýðilegt dæmi um það að ég hitti einmitt naglann á höfuðið í þessari færslu en auðvitað í stílfærðri mynd. En sannleika var ég að segja sem enginn ástæða er til að líta framhjá en kannski er það ekki allur sannleikurinn.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.11.2008 kl. 23:52

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko bara upprisinn og með dúndurfærslu.

Flott mynd.

Svo segi ég ekki meir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 00:01

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú og eitt enn;

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 00:01

12 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ef Codex Gigas er málið, þá er Fjandinn enn og aftur laus.  Ég fagna því!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.11.2008 kl. 00:05

13 identicon

Malína (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:05

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á þessari bloggsíðu er aldrei annað en dúndur og aftur dúndur. Dynamite! Undanfarið hef ég hins vegar verið svo geðbilaður með froðuna vellandi út úr mér og ranghvolfandi augunum að ég tók út allt dúndrið af einskæru mannhatri.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 00:07

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hinir vitru lesa milli lína, hinir heimsku ana beint af augum. Djöfullinn í Codex Gigas er áminning um líferni en ekki átrúnaðargoð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 00:19

16 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Assgoti sem hann Ásgeir Kristinn var glöggur að fatta Codexinn!

Eins og þú sérð eru hysterískir aðdáendur þínir samir við sig og greinilega ofsakátir yfir að sjá þig aftur. Og ekki orð um það meir.

Um "Lindu" hef ég sem fæst orð, en hún þekkir þig greinilega ekki baun.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:37

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er blessuð bíðan núna.  En það rignir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2008 kl. 01:30

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki þó eldi og bennisteini! En það kemur bráðum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 01:38

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Linda er ein af þessum jesúbörnum, sem hefur einmitt látið kandyflossi sínu og glimmermyndum rigna og líkleg hefur þú komið við kaunin og kallað fram þessa kristilegu dýpt í viðbrögðum hennar.

Annars kallast þetta sem þú nefnir, afneitun. Heryði einu sinni af manni, sem missti fótinn á sjó og hann var miður sín yfir því að pípan hans hafi brotnað.  Þegar hún var löguð, tók hann gleði sína og sá að fóturinn var farinn sagði hann: Æ þetta skiptir engu. Ég notað þá hvort eð er aldrei báða í einu.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 02:04

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já gleymdi einu: Knús til þín Stöndum saman Við erum öll systkyn.
glitter-graphics.com

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 02:10

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki veit ég hvort Linda er Jesúbarn en ég veit að margt innilega trúað fólk er ágætis fólk. Veldur hver á heldur. En það er ansi langt gengið að lýsa því eiginlega beinlínis yfir að nefngreindur maður, sem margir vita af sé hreinlega illa geðveikur. Sumir geta bara ekki þolað það þegar bent er á skuggahliðar mannlífsins, ekki síst uppgerðina sem er svo algeng í því, nema það sé gert á einhver sérstakan hátt, t.d. í predikarstíl presta sem er oftast mjög stíliseruð og "kurteis" orðræða. Þeim finst það árás á þá sjálfa og varnarhættir sálarinar fara á fullt. Freud vissi hvað hann söng og sá í gegnum þá fegrun sem er svo ríkur þáttur í mannlífinu oig nauðsynlegur því við getum ekki horfst í augu við það hvað við erum í rauninni frumstæð og á valdi hvata. Þess vegna bregðumst við harkalega við þegar við erum minnt á þetta á herkalegan hátt. Það er nú grunntónninn í þessu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 02:19

22 identicon

Það verður að fara að grípa í taumana hérna - þessi bloggsíða er að verða ein sú alvæmnasta sem ég hef heimsótt lengi... 

Malína (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 02:33

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég á til þessar rispur að fara í ham í bloggi. En að eðlisfari er ég  alúðlegur og ekkert nema ljúfmennskan í samskiptum við fólk þó ég geti verið ákveðinn á mínu ef ástæða er til og enginn jámaður. Ég hef mjög mótaðan og skýran karakter sem dylst engum sem kynnist mér. En ég er líka óvenjulega viðkvæmur og tek oft hluti miklu meira inn á mig en margan grunar.  Ég er næmur tilfinningamaður svo jaðrar við ofnæmi. Ég hef þunnan skráp og undir skrápnum er mikil og sár kvika sen stafar af lífssögu minni sem er óvenjuleg vægast sagt og þessu meðfætta tilfinninganæmi. Þess vegna bregst ég við ýmsu sem haggar ekki örðum og bregst sterkt við í sumum aðstæðum. Ég er þó ekki geðvondur maður sem hreytir ónotum í allt og alla, hranaskap pg hryssiog, heldur er ég  afar jafnlyndur þó mér illa og það hefur mér oftar liðið en hitt en aldrei látið það bitna á þeim sem ég umgengst þó stundum komi dagar sem ég get ekki tekið þátt í mannlífinu. Undanfarnar vikur hafa verið einir af verstu dögum ævi minnar. Ég hef ekki getað brotist út úr skel minni fyrr en í þessari færslu sem beinist ekki gegn neinum sérstökum heldur almennu ástandi. Hún er vissulega hrjúf og þannig verður það  kannski þegar maður er að byrja að brjótast út úr mikili sorg og söknuði.  En vissulega finnst mér óþægilet þegar ég loksins fer að GETA kommúnikerað að fá það beint framan í mig að ég sá alvarlega geðveikur og þá helst fyrir einhverja illsku. Þessu vildi ég koma til skila til  dyggustu lesenda þessarara síðu. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 02:49

24 identicon

Sæl öll.   Ég skrifa hér ekki undir nafnleynd. Ég er hér með fullt nafn (Katrín Linda Óskarsdóttir) og reyndar mynd líka, svo ekki er ég að fela mig eitt eða neitt Sigurður þó svo þú ýir að því í skrifum þínum hér á undan.

Mér finnst bara ekki skynsamlega, vel né fallega gert að hnýta í þá sem þjást af t.d. þunglyndi og gera því skóna að þar sé ræfilskapur og veiklyndi á ferðinni.  Sem betur fer veit flest fólk betur!!!!

Linda (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 03:03

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Linda mín reyndu að hemja þig og vera kurteis. Ef þú skilur ekki íroníu, þá áttu ekkert upp á dekk. Hafir þú skoðað aðrar athugasemdir, þá hefðir þú séð að enginn tekur þessu svona nema þú. Ég þykist kannast við þig sem ofurtrúaða manneskju, svo ég beini því til þín að sýna það í verki.

Sigurður er fágætt ljúfmenni og grallari og þekktur hér á blogginu af góðu einu. Fróðleik, grallaraskap, ádeilu, ofanígjöf og ástríðu og ekki síst friðarstillir.  Þú skald því vanda þig ályktunum og telja upp að 10 áður en þú sprautar hér særandi og meiðandi eitri.

Ég veit Siggi að þú ert full fær um að svara fyrir þig en mér finnst nóg um og gat ekki orða bundist. Vona að þú fyrirgefir mér það.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 03:22

26 identicon

Sæll Sigurður.

Almáttugur Drottin gefi þér Gaum og lagi þinn orðaflaum.

Sem ekki hefur verið tl eftirbreytni !,

Las ég þig og les þig enn,sé þig seinna breytast.

Kærleikskveðjur til þín Sigurður minn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 03:22

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki að hnýta í fólk fyrir þunglyndi Linda, til þess þekki ég það of vel. Ég er að tíunda hvernig aðrir afgreiða oft  fólk sem opinberar sársauka sinn eins og ég orðaði það. Þetta liggur í augum uppi fyrir þeim sem kunna að lesa. Og svo sér það hver maður að þú kommetaðir hér aðeins með fornafni en ekki mynd eða fullu nafni þó þú sért núna að gefa það upp. Ég spyr þig Katrín Linda Óskarsdóttir hvort þú ætlir að standa við þá fullyrðingu þína að ég sé haldinn "geðbilun af versta tagi"? Ef þú ætlar að gera það áttu aðgerðir yfir höfði þér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 06:33

28 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi Linda sem hér gerir athugasemd er ekki sú ágæta trúaða Linda sem talsvert ber á á Moggablgginu heldur manneskja sem aðeins hefur bloggað tvær færslur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 06:42

29 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Athyglisvert að Þórarinn, sem er mjög trúaður, skuli vilja að Drottinn gefi mer gaum gaum og  lagi meinn orðaflaum (hann gæti reyndar ýmislegt af mér lært í því að orða hlutina) en gerir engar athugasemdir við það athæfi í orðum að lýsa því yfir að menn séu geðbilaðir af versta tagi og sér enga ástæðu til að guð gefi þeim gaum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 06:55

30 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Elskið friðinn! En hafið þið annars tekið eftir því hve margar myndir eru til af djöblinum, meðan að Guð er bara hönd sem er að potast gegnum skýin með vasaljós á höfðinu. Nú ýti ég á Púka til að leiðrétta þetta djöfuls tungumál.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.11.2008 kl. 07:11

31 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mikið vorum við annars sætir þegar við vorum ungir, Sigurður, áður en við gengum djöflum og guðum á hönd og létum fífl og fábjána rústa landinu okkar. Ég er að vitna til undómsportrettanna sem við erum báðir búnir að setja á kynninguna okkar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.11.2008 kl. 07:14

32 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumir ýta á taka en þeir sem eiga meira undir sér pota í púkana sem þeir hafa í þjónustu sinnin til að vinna fyrir sig skítverkin. Það eru svona margar myndir af djöflinum af því að hann myndast miklu betur en guð en Jahve gamli myndast hins vegar býsna vel, svona úrillur, skeggjaður, töff og þrælsexí sem hann er.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 07:24

33 identicon

Þú ert alveg á réttri leið, landinu (heiminum) er stjórnað af hinum tvíkynja, fagra engli.  Ég fæ samt ekki geðveikisdómana á trúarfærslurnar mínar (þær fara einhvernvegin fyrir neðan radarinn hjá þeim hörundsáru), svo sem

Myrkrinu fagnað

heldur á færslurnar þar sem ég fjalla um átrúnað á vísindi og sérfræðinga, svo sem

Föst í vefnum

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:19

34 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Takk fyrir hressileg og hristandi skrif. Aðeins um útlit Guðs og andskotans: Séra Baldur vinur minn í Vatnsfirði sagði mér að eitt skyldi hann ekki í kvennaguðfræðinni; í nafni jafnréttis væri talað um hana Guð - en skrattinn mætti vera karlkyns áfram.

Svavar Alfreð Jónsson, 7.11.2008 kl. 09:05

35 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér þykir sérlega vænt um athugasemdina frá Svavari Alfreð. Hann er einn af þeim sem getur lesið milli lína, þó hann víki ekki sérstaklega að því og hefur líka húmoriskan sans.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 12:46

36 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Myndin er flott

Dúndurfærsla

Athyglisverður punktur hjá Svavari

Knús á þig

Peace and Love 

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 12:55

37 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gullvagn: Bloggfærslur annara koma mér ekki úr jafnvægi þó ég sé ekki sammála öllu sem þar er sagt. Ég veit að fólk hugsar ólíkt. Aldrei geri ég athugasemdir t.d. um trúmál á trúmálasíðum. Ég læt trúarbloggara alveg í friði á sínum síðum. Það gerist hins vegar alltaf, ef ég vík að einhverju sem svo mikið sem nálgast trúmál, að einhverjir þeirra komi ekki með athugasemdir með fyrirbæunum og hósíanna um það hvers konar guðvillingur og illmenni ég sé.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 13:08

38 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Knús og faðmlag  svona faðmar maður ókunnuga kalla alveg samviskulaust!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.11.2008 kl. 13:09

39 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þú ert jafn þversum og þegar þú fyrirleist þetta helvítis þras um hvali og bjór og hataðir þetta andskotans land þar sem aldrei skín sól og aldrei er hlýtt og yndislegt. Þegar þú þráðir sól og sumar, bjartan himinbláma. Sælueyjuna. Draumalandið. Landið, sem þú veist að er til, því þeir hafa sagt þér af því unaðslegar sögur Janácek og Lutoslavski, Beethoven og Schubert.

Sigurbjörn Sveinsson, 7.11.2008 kl. 13:14

40 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Betra svona:

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 13:25

41 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er bara þversum einstaka sinnum til hátíðarbrigða í mikilli lognmollu!  Landið okkar er reyndar að batna bæði hvað sól og gott veður varðar. Jánácek er aldeilis góður í Litlu klóku refalæðunni. Hann varð á gamalsaldri ástfanginn af 38 árum sér yngri konu og breyttist úr góðum handverksmanni í einhvern mesta snilling 20. aldar. Ég held samt að það hafi ekki verið ástin sem breytti honum heldur hafi hann verið óvenjulega seinþroska sem listamður. Ástin breytir fólki ekki -nema þá til hins verra! En óperur hans eru opinberanir. Kennst du das Land, spurði Schubert með Goethe. Þeir eru aumir sem ekki þrá það land þó það sé að vísu hvergi til!!   

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 13:56

42 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hressileg og upplífgandi færsla KÆRI Sigurður.  

Guð blessi þig allan hringinn. 

 KNÚS  KRAM. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.11.2008 kl. 14:44

43 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 14:56

44 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Jæja, þá er aftur gaman.

María Kristjánsdóttir, 7.11.2008 kl. 16:45

45 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En gamanið samt farið að kárna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 16:49

46 Smámynd: Svava frá Strandbergi

  Ég leyfi mér að taka undir og tileinka sjálfri mér einnig orð þín.

'Undanfarnar vikur hafa verið einir af verstu dögum ævi minnar'!!!

.......................................................

 'Sannleikurinn er sá að yfirleitt er okkur andskotans sama um þjáningu náungans. Ekkert raskar slepjulegri ró okkar meira en logandi sársauki annara, nakinn og varnarlaus, sár, reiður og fulllur af mótmælum.'

Satanius Við útskúfum þeim þess vegna með þögn, fálæti og oftar en ekki beinlínis með harkalegri frávísun. Þeir minna okkur á okkar eigin viðkvæmni og varnarleysi sem við viljum ekkert af vita þegar þokkalega gengur í lífinu.

 'Viðbrögð okkar gegn þeim sem leyna ekki sársauka sínum eru frumstæð og einföld. Þar birtist hið  freudíska Það eða Id algjörlega tillitslaust og án allrar fágunar:'

'Hættu þessu helvítis væli og sjálfsvorkunn auminginn þinn!''

.

Svava frá Strandbergi , 7.11.2008 kl. 17:09

47 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil nú taka það fram, bara ef einhver skyldi halda annað, að það sem ég segi um undanfarnar vikur kemur efnahagskreppunni ekkert við.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 17:27

48 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sama hér bróðir sæll. Það sem ég á við kemur efnahagskreppunni akkúrat ekkert við.

Svava frá Strandbergi , 7.11.2008 kl. 17:34

49 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta var bara eins og hressandi hauststormur að rúlla sér hér í gegn. Velkominn Sigurður.

Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að setja eldrautt hjarta með.

Hugsa það bara!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 17:40

50 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Sá einn skammar, sem elskar!

Pjetur Hafstein Lárusson, 7.11.2008 kl. 17:50

51 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef sko lifað mun verri daga en þá sem undanfarnar vikur hafa borið í sér - þeir eru reyndar pís of keik miðað við mína verstu - segi eins og Katrín, hressandi hauststormur - eða kannski ekki alveg, margir eru verulega áhyggjufullir og nánast örvæntingarfullir núna og það er auðvitað ekkert grín og meira en hauststormur. Þ

En það hlaut einfaldlega að koma að þessu eins og eyðslufylleríið er búið að vera um  hinn vestræna heimi gjörvallan. Það var búið að spá þessu fyrir lifandis löngu síðan, maður vissi bara ekki að það væri akkúrat núna.

Ég er víst búin með rauða kvótann í bili á þessari síðu! ;)

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 17:50

52 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gréta mín Björg: Við erum EKKI að tala um efnahagskreppuna heldur "kreppur" í persónulegu lífi fólks. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 18:00

53 Smámynd: persóna

Ég er nú að glíma við mína persónulegu kreppu, finn ekki rauða naglalakkið mitt!

persóna, 7.11.2008 kl. 19:06

54 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En græna, er það ekki einhvers staðar? Það svarta og djöfullega er líka ansi flott.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 19:24

55 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mjög góð færsla eins og alltaf hjá þér, ekkert krútt- og knúskjaftæði. Veðurbloggið þitt er nú líka kúl!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.11.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband