Handtökum nú hina réttu sökudólga

Monsjör Geir Jón yfirlögregluþjónn segir að lítið megi út af bregða til að allt sjóði upp úr í miðborginni og varalið lögreglunnar sé viðbúið að grípa inn í. Það merkir að hann sé reiðubúinn til að gasa fólkið og berja það í klessu - í nafni stjórnvalda.  

Reiði þjóðarinnar út í þau sömu stjórnvöld er slík að til þessa hlaut að draga. Það var bara tímaspursmál.

Ef eitthvað ber svo út af mun fordæming stjórnvalda og jafnvel fjölmiðla, að ógleymdum sumra bloggara,  beinast með mikilli hneysklun að "óeierðaseggjunum" sem handteknir kunna að verða.

En þeir sem handteknir kunna að verða eru ekki sökudólgarnir. Allir vita að hinir raunverulegu sökudólgar sem ollu þessu upplausnarástandi sem nú óneitanlega ríkir eru "útrásarvíkingarnir", ýmsir aðrir bankamenn, fjármálaeftirlitið og síðast en ekki síst ríkisstjórnin. 

Þjóðin mun brátt krefjast þess að pínlega vanhæfur forsætisráðherrann verði sjálfur handtekinn ásamt öllu hans hyski í ríkisstjórninni. 

Og Geir Jón má alveg nota alvopnaða víkingasveitina á þennan spillingaralýð sem sýnt hefur þjóðinni fádæma hroka og fyrirlitningu síðustu vikur.


mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband