Þetta verður langt skammdegi

Í dag byrjar skammdegið samkvæmt þeirri skýrgreiningu sem ég nota. Hún er sú að skammdegi sé þegar sólin er á lofti minna en einn þriðja hluta þess tíma sem hún er lengst á lofti. Þetta gerist í dag og skammdegið stendur eftir þessum skilningi út janúar.

Þetta verður langt skammdegi. Þó skammdegi sólargangsins ljúki í lok janúar mun skammdegi þjóðlífsins halda áfram. Hvað þá skammdegi einstaklinga. Sumir munu aldrei aftur sjá til sólar. Aðrir munu deyja saddir lífdaga. 

Já, dimmt er yfir mannheimumn. Og guð er dottinn í það!

Framundan eru hrikalegustu timburmenn allra tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband