Stórtíðindi fyrir veðurdellufólk

Í dag kom danska veðurbókin, Meteorologiske Aarbog, sem gefin var út af dönsku veðurstofunni inn á vefinn á tímarit.is. Hægt er  skoða árin 1873-1919 og sjá þar m.a. daglegt veður á nokkrum veðurathuganastöðvum.

Þessar bækur hafa aðeins verið til á Landsbókasafni og hjá Veðurstofunni og ekki verið hlaupið að því fyrir fólk að komast í þær (menn biðu alveg í röðum!). En nú geta menn legið í þeim heima í stofu yfir ilmandi kaffi og kleinum. Og þarna er ólíkt meiri vísdómur en finna má í bullinu á blogginu og feisbúkkinu.

Já, ég skal segja ykkur það! Er einhver að tala um kreppu?   

Ég verð víst lítið til viðtals á blogginu eða búkkinu á næstunni.

Viðbót: Hér má sjá lýsingu á efni þessarar bókar og líka Íslenzkri veðurfarsbók sem líka er komin á netið á tímarit.is. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíð spenntur eftir því að þú verðir búinn að vinna þína rannsóknavinnu á þessum gögnum.

Annar dellukarl (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 08:28

2 Smámynd: ROBBINN

Veðurdella, valdafíkn,
vont er hvoru tveggja.
Hver er sekur, hver er sýkn,
saka bilið beggja.

ROBBINN, 2.12.2008 kl. 09:20

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Annar dellukarl: Ég hef lengi þekkt þessar bækur og ýmislegt efni hef ég úr þeim tekið í bloggpistlum mínum um hlýjustu og köldustu mánuði og fleiri pistlum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband